Vinnan - 01.12.1974, Blaðsíða 24

Vinnan - 01.12.1974, Blaðsíða 24
AF ERLENDUM VETTVANGI Erlend verkalýðshreyfing Framhald af bls. 21 ræður. Það voru einkum verka- lýðsfulltrúarnir frá Bandaríkjun- um og Singapore, er sóttu þingið sem gestir, sem alvarlega vöruðu við þessum samskiptum. —• Þýðingarmiklir meðlimir ETUC virðast með öllu hafa glat- að pólitísku mati og þefskyni og vilja, hvað sem það kostar, taka inn í Evrópusambandið, samtök, sem á allra vitorði er, að eru hreinlega kommúnistísk, sagði framkvæmdastjóri verkalýðssam- bands Singapore, C. V. Devan Nair, og hélt áfram: — Það er augljóst að enginn meinar þeim að gera það, sem þeim sýnist rétt, en við í Asíu höfum einnig rétt til þeirrar skoðunar, að þetta atferli beri vott um skort á pólitískum þroska. Þeir vilja leika sér með Sjelepin undir verndarvæng amerískra kjarnavopna. Við vörum við af- leiðingum þessarar afstöðu, ekki aðeins fyrir hina lýðræðislegu verkalýðshreyfingu í Evrópu, heldur einnig fyrir hina frjálsu alþjóðlegu hreyfingu, ef verka- lýðssamtök V-Evrópu halda á- fram að reyna að ummynda AFV (Alþjóðasamhand frjálsra verka- lýðsfélaga) í skip án áttavita, sagði Nair ennfremur. ar aðgerðir evrópskrar og banda- rískrar verkalýðshreyfingar til að halda í skefjum fjölþjóðlegum auðhringum, jafnframt því sem hann taldi nauðsyn á að endur- nýja og styrkja tengslin milli evrópskrar og amerískrar verka- lýðshreyfingar í þeim tilgangi að halda áfram uppbyggingu og end- Undir kjörorðinu „Fyrir betra starfsumhverfi málmiðnaðar- manna“ komu 350 fulltrúar 12,5 milljóna málmiðnaðarmanna frá öllum löndum heims saman á þingi Alþjóðasambands síns (IMF) í Stokkhólmi í júlí. Eins og við hafði verið búist settu vaxandi vald og áhrif fjöl- þjóðahringa, svo og hið síbreikk- andi bil milli ríkra þjóða og fá- tækra mestan svip á þingið. Þingið ræddi ennfremur þróun verðlags og lífskjara í kjölfar orkukreppunnar - kröfuna um aukið lýðræði í atvinnulífinu, þ. e. betra starfsumhverfi - vanda- mál erlendra verkamanna - óskir verkalýðssamtakanna um aukna urskipulagningu hinnar alþjóð- legu verkalýðshreyfingar. Fo eflist Á þinginu kom það fram, að FO hefur styrkt stöðu sína sam- anborið við CGT (kommúníska verkalýðssambandið) og CFDT (kristilegt/sósíalískt), m. a. hefur félagafjöldi aukist um 7-8% á tveimur árum, einkum með aðild fleiri félaga sýslunarmanna. Á þinginu var skýrsla stjórnar alþjóðasamvinnu og frið - við- leitnina til aukins jafnréttis til vinnu og sömu laun fyrir sömu störf, sérstaklega með tilliti til kvenfólks og unglinga - stuðning við verkamenn í einræðislöndun- um og þróun mála í Chile og Portúgal. Annars setti það mjög svip sinn á þingið, að kjósa átti nýj- an framkvæmdastjóra og voru tveir í framboði, báðir Banda- ríkjamenn: aðstoðarframkvæmda- stjóri IMF, Daniel Benedict, og yfinnaður rannsóknadeildar bandaríska bíliðnaðarsambands- ins (UAW) Hermann Rebhan. í lok þingsins hlaut Herman Rebhan kosningu með allmikl- samþykkt með miklum meirihluta og forystumenn endurkjömir. Ymsar samþykktir voru og gerð- ar á faglegu og pólitísku sviði á- þekkar því sem gerist á Norður- löndum. Force Ouvriere er verkalýðs- samband sósíaldemokrata, stofn- að 1947 er CGT og alþjóðasam- bandið klofnaði, og er formaður þess André Bergeron, einmitt kunnur sem einhver harðasti og ósveigjanlegasti andstæðingur kommúnista alla tíð síðan. um meirihluta og forseti IMF var einróma endurkosinn Eugen Lod- erer, formaður vestur-þýska málmiðnaðarsambandsins. Af hálfu Málm- og skipasmiða- sambandsins sótti þingið Guðjón Jónsson. Ben Sharman, alþjóð- legur fulltrúi bandaríska vél- virkjasambandsins hafði dags viðdvöl hér á landi á leið sinni til Bandaríkjanna að þinginu loknu og átti m. a. viðræður við Björn Jónsson og Snorra Jónsson. Lét hann í ljós áhuga á aukinni samvinnu bandarískra og ís- lenskra verkalýðssamtaka. Alþjóðaþing málmiðnaðarmanna Vilja bæta vestur-westur samsldpti Fulltrúi bandaríska verkalýðs- sambandsins AFL-CIO, Martin J. Ward, varaði einnig við auknum samskiptum austurs og vesturs: — Viðurkenning frjálsra verka- lýðssamtaka á svokölluðum verkalýðssamtökum í A-Evrópu og Sovétríkjunum hefur veitt þessum samtökum yfirbragð virðuleika, sem festir í sessi einræðisríkisstjórnir þessara landa. Af hálfu amerískrar verka- lýðshreyfingar munum við halda áfram að berjast gegn þessum tilhneigingum. AFL-CIO hefur nú um árabil ekki verið meðlimur í AFV, en á þinginu í Frakklandi lét Martin Ward í ljós ósk um sameiginleg- Frœðslumál á MSÍ-þingi í ályktun þings MSÍ um fræðslu- mál segir um fræðslustarf verkalýðs- hreyfingarinnar: „Innan alþýðusamtakanna sjálfra þarf enn að efla fræðslustarfsemina, og jafnframt vinna að því að fólk notfæri sér þá möguleika til fræðslu sem þar er að fá. Þótt Menningar- og fræðslusamband alþýðu hafi á seinni árum unnið gott starf og starfsemi þess sé í stöðugri aukningu, þurfa félögin og samböndin að notfæra sér miklu betur þá mögu- leika sem þar er völ á, má þar m. a. nefna fræðslunámskeið um félagsleg efni, sem haldin hafa verið víða um land, fræðslufundi á vinnustöðum og útvegun á fræðsluefni og fyrirlesurum. Því ber að fagna að „Félagsmála- skóli alþýðu“ skuli hefja störf á næst- unni. Þingið bendir á, að Málmur, blað sambandsins, sé vettvangur þeirra mála, sem efst eru á baugi hverju sinni. Til þess að það megi verða, hvetur þingið aðildarfélög MSI og einstaka félaga þeirra til aukinna skrifa í blaðið um félagsleg mál eða annað sem áhuga- vert er. Þá ber að fagna því að útgáfa Vinn- unnar, málgagns ASÍ og MFA, skuli hafin á ný.“ 24 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.