Vinnan - 01.06.1988, Blaðsíða 3
mjr nt.uu
formannafundar ASÍ
30. maí
..Formannafundur ASÍ fordæmir ósvífna árás
ríkisstjórnarinnar á samníngsrétt verkalýðs-
félaganna og þá kjaraskerðingu sem henni
fylgir.
Ríkisstjórnin hefur bundið alla samninga til
10. apríl á næsta ári. Prátt fyrir að ríkisstjórnin
viðurkenni að í raun mætti rekja vanda efna-
hagslífsins til óráðsiu og skipulagsleysis, var
kjaraskerðing og lög á laun það eina sem hún
var reiðubúin til að ræða við verkalýðshreyfing-
una. Pá mótmælir formannafundurinn þeim
ósannindum í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um
bráðabirgðalögin, að þau verji lægstu laun og
dragi úr launamun.
Ríkisstjórnin hefur afnumið réttinn til frjálsra
samninga í nærri ár. Með síendurteknum laga-
boðum um kjaraskerðingar og afnám samnings-
réttar er verkalýðshreyfingin svipt aðstöðu til
þess að sinna á eðlilegan hátt því meginhlut-
verki sínu að semja um kaup og kjör. Þannig er
grafið undan trausti félagsmanna á samninga-
gerð og þar með trausti þeirra á verkalýðsfélög-
unum. Slíkar aðgerðir eru þvð alvarleg atlaga að
félagafrelsinu.
Frjáls samningsréttur er ein af hornsteinum
þess lýðræðiskerfis sem við búum við. For-
mannafundurinn krefst þess að ríkisstjórnin
afturkalli lagasetninguna svo fólk endurheimti
frjálsa samningsgerð. Fundurinn skorar á verka-
lýðsfélögin um land allt að búa sig undir að
fylgja þeirri kröfu eftir ef ríkisstjórnin lætur ekki
segjast."
var ekki ASI sem neitaði við-
rœðum. Það var ríkisstjórnin.
Hún vill ekki rœða óráðsíu
efnahagslífsins. Hún hefur
engar forsendur fram að fœra
sem gera umrœður um rauð
strik möguleg og hún veitekki
í einstökum atriðum til hvers
hún œtlast gagnvart þeim
samningum sem ólokið er. Því
verður ekki annað séð en
ríkisstjórnin sé ASÍ sammála
um að best fari á að samn-
ingagerð verði haldið áfram
þar sem hún fer núfram og að
um rauð strik verði rœtt sam-
kvœmtákvœðum kjarasamn-
inga þegar þar að kemur.
Hnútukast hans í garð ASÍ
af þessu tilefni virðist því í
litlu samrœmi við það sem
fram kom á fundum ríkis-
stjórnarinnar og fulltrúa ASÍ.
Tilhœfulausar ásakanir Þor-
steins um að ASÍ vilji ekki
verja kaupmátteru lítilmann-
leg tilraun til þess að ýta frá
sér umrœðu um þau raun-
verulegu vandamál sem að
steðja. “
Ásmundur benti síðan fund-
armönnum á að innan ASÍ,
miðstjórnar þess og meðal for-
manna sambanda. hefði verið
full samstaða á öllum fundum
um þessi mál, þótt annað hefði
mátt skilja á fréttaflutningi.
Sterk öfl vilja
sundrungu
,,t>að eru sterk öíl sem vilja
koma á sundrungu. Það er
mikilvægt að þeim verði ekki
ágengt, að þau hafi ekki erindi
sem erfiði. Á verkalýðshreyf-
ingin að standa frammi fyrir
því að þegar árangur kjara-
samninga verður of mikill. að
mati atvinnurekenda. þá eru
þeir skertir með lagasetningu?
Þá missir öll samningsgerð
gildi sitt. Það er verkefni þessa
fundar að ákveða viðbrögð við
kjaraskerðingunni.
Þá rifjaði Ásmundur upp
reynsluna frá 1982 og 1983. en
stærsta kjaraskerðing síðari
ára var í maí 1983 er kaup-
máttur var skertur um 25% og
kjarasamningar bannaðir.
Hann fjallaði siðan um Al-
þjóðavinnumálastofnunina og
fyrirhugaða kæru ASÍ til
hennar og rakti síðan nokkra
möguleika á aðgerðum á næst-
unni. Að lokum kynnti Ás-
mundur drög að ályktun fund-
arins.
Þá tók Sigfinnur Karls-
son, formaður Alþýðusam-
bands Austurlands og fisk-
vinnsludeildar Verka-
mannasambandsins og
sagði að verkafólk hefði verið
platað til að gera Akureyrar-
samninginn. Hann sagði að
m.a. hefði verið haft samband
við fulltrúa ríkisstjórnarinnar
við þá samningagerð og eng-
inn hefði átt von á þessari
kjaraskerðingu.
Karvel Pálmason, vara-
formaður Verkamanna-
sambandsins, sagði að verka-
lýðshreyfingin hefði sjaldan
staðið frammi jafnmiklum
erfiðleikum og nú. „Nú er
gengið lengra í að vega að
hreyfingunni en áður. Hér er
verið að banna starfssemi
verkalýðsfélaga í 11 mánuði.
Ég sem jafnaðarmaður átti
ekki von á því að þurfa að upp-
lifa þetta árið 1988."
Karvel rakti einnig að
nokkru viðræður við fúlllrúa
ríkisstjórnarinnar og þá niður-
stöðu viðræðna fyrri dag þeirra
viðræðna, að það væri ekki
kaupið sem væri að sliga þjóð-
félagið. Þar vær-u aðrir hlutir á
ferðinni.
„Það var því engin ástæða til
að setja lög sem banna samn-
inga stéttarfélaga, scrstaklcga
þegar allir geta farið fram hjá
lögunum. Daginn eftir að lögin
voru scú buðu atvinnurck-
cndur betur og cnginn sagði
ncitt."
Þá minntist Karvel á álykt-
anir landssambanda og auka-
þings VMSÍ og sagði að það
hefðu vcrið ráðhcrrar og þing-
menn scm ekki vildu neitt
annað en lög, engar viðræður
um aðgerðir. Um samstöðu
verkalýðshreyfingarinnar
sagði Karlvel:
Undirbúum
aðgerðir
„Ég heyri ekki betur en að
menn séu sammála því að una
ekki hvernig gengið er á rétt
stéltarfélaga. Ég er þeirrar
skoðunar að hér sé aðeins
byrjun á aðgerðum. Það kunni
að koma meira lil er haustar að.
Mín skoðun er sú að heppi-
lcgast sé að undirbúa jarðveg-
inn þangað til annað og jafnvel
verra dynur á á hausti kom-
anda.
Sigurður Óskarsson, for-
maður Verkalýðsfélagsins
Rangæings og Alþýðusam-
bands Suðurlands. sagðist
nú sem i'yrr fordæma afskipti
ríkisvaldsins af samningsrétt-
inum. Hann hvatti fundar-
menn til að vera undirbúna að-
gcrðum þegar lag væri.
Benedikt Davíðsson. for-
maður Sambands Bygginga-
manna, taldi mikilvægt að
vclja tíma aðgerða vcrkalýðs-
hrcyfingarinnar vandlega.
„Okkur gctur lckisl að þrinda
af okkur þessum ólögum,
„sagði Bcncdikt, „en cg er
svartsýnn á aö það skili árangri
að boða til aðgcrða hér og nú.“
12 manna nefnd
Þóra Hjaltadóttir. for-
maður Alþýðusambands Norð-
urlands, kynnti tillögu cr mið-
sljórn ASN samþykkti að
leggja l'yrir formannafundinn,
um kosningu 12 manna nefnd-
ar cr undirbúa ætti hcilsleypta
cfnahagsslcfnu ASÍ og skipu-
e.
Di
énski fmmleiðslumeistarinn
Steen Ludrigsen
hetur gefíð Erónkexinu
nýtt og betm bmgð
\Vi súkkulaðihjúpuiinn
er besta sendingin fiá
dönum síðan við
fengum handritin heim
FRÓN
FRÓN HF. KEXVERKSMIÐJA
SKÚLAGÖTU 28 SIMI 11400
VINNAN — JÚNÍ 1988 — 3