Vinnan - 01.06.1988, Blaðsíða 13
Langalgengast var að kvart-
að væri yfir óþægindum í stoð-
kerfi, þ.e. vöðvum. beinum og
liðamótum. í þessum flokki var
t.d. vöðvabólga, óþægindi í öxl-
um og baki o.íl. Skýrsluhöf-
undur vekur athygli á að réttar
vinnustellingar og vinnuað-
staða sé mikilvæg auk fyrir-
byggjandi hluta svo sem lík-
amsæfinga.
Næst stærsti flokkurinn voru
óþægindi í augum, en þar með
var flokkað versnandi sjón.
roði, þroti, þurrkur o.fl. Pá
komu óþægindi í höfði. höfuð-
verkir o.fl. og síðan húðkvillar,
svo sem útbrot, kláði o.fl.
í skýrslunni er tekið fram að
hér sé ekki um læknisfræðilega
rannsókn að ræða, heldur að-
eins upplifun þeirra sem
spurðir voru. ..Hverjar eru
beinar orsakir þeirra sjúkdóma
og einkenna sem hér hafa kom-
iðfram, máeinungisgeta sér til
um. Hið háa hlutfall einkenna
frá stoðkerfi er ótvírætt tengt
allri setningarvinnu í hverju
formi, sem hún birtist. Par eru
réttar vinnustellingar og góð
vinnuaðstaða lykilatriði. sem
mikið þarf að leggja upp úr,
auk annara fyrirbyggjandi
atriða, svo sem líkamsræktar.
Vinna i prentiðnaði verður að
teljast mikið álag á augu, og á
það jafnt við um umbrot á
ljósaborðum sem skjávinnu.
að prófarkarlestrinum
ógleymdum.
Húðeinkenni geta m.a. stafað
af þurru lofti, sem gjarnan er á
þessum vinnustöðum, en einn-
ig geta ýmis kemísk efni verið
orsakavaldur. Vinnuálag er
víða mikið og er orsök, sem
ekki má gleymast í neinum
þætti."
Reykingar eða ekki
Um það bil helmingur
(47.2%) þeirra sem þátt tóku í
fjöldi (40.7%) hafðióþægindi af
reykingum annara, og voru i
þeim hóp bæði fólk sem ekki
reykti og einnig reykingafólk.
Á 60% vinnustaða var heimilt
að reykja alls staðar en á 34%
vinnustaða voru afmörkuð
svæði til reykinga.
Það vekur athygli að fólk sem
ekki reykir sjálft, en mikið er
um reykingar á vinnustaðn-
um, sagðist stundum vakna
með reykingarhósta eftir mikla
vinnu og jafnvel þurfa að fá sér
reyk í leyfum, fjarri vinnustað
og reykingamengun þar.
Svaraauki
í lok könnunarinnar var fólki
gefið tækifæri til að koma með
eigin athugasemdir og kenndi
þar ýmissa grasa. Algengt um-
kvörtunarefni var aðbúnaður á
vinnustað, ófullnægjandi
matar- og hvíldaraðstaða og
kom m.a. fram að á einum
vinnustað þarf uppvask eftir
máltíðir að fara fram á salerni
staðarins.
Þá var bent á að samningar
væru kvenfjandsamlegir og að
atvinnurekendur ættu að
borga mismuninn á lög-
bundnu fæðingarorlofi og
raunverulegum grunnlaunum
auk meðaleftirvinnu. Þá komu
fram umkvartanir þess efnis að
fæðingarorlof væri of stutt og of
lítið tillit væri tekið til veikinda
barna. Ákvæði um vetrarorlof
þótti gott.
Tálsvert var rætt um stéttar-
baráttuna og þótti mörgum
sem auka þyrfti stéttarvitund
og virkni hjá fólki. Tekið var
fram að sumstaðar rikir launa-
leynd og hefur fólki verið hótað
brottrekstri fyrir að ræða laun
sín.
Niðurstöður
í niðurstöðum skýrslunnar
segir m.a.: ,.Þau réttindi sem
áunnist hafa með hvíldarhlé-
um við skjávinnu eru vannýtt
eða framkvæmd á annan hátt
en ætlað var, auk þess sem
mikill þekkingarskortur ríkir á
þessum samningsákvæðum.
Sá mikli fjöldi fólks sem
hefur líkamleg óþægindi er það
tengir vinnu sinni er athyglis-
verður. Einnig sú aukning
sjúkdómseinkenna, sem kem-
ur fram, þegar þau eru borin
saman við skjáviðveru. Slíkt
verður þó alltaf að taka með
varúð þar sem ekki er hægt að
einangra þessa þætti.
Tálverðs öryggisleysis gætir
meðal skjávinnufólks vegna
þeirrar umræðu sem fram
hefur farið um hugsanlegar
hættur af henni og ekki óeðli-
legt þar sem sífellt eru að birt-
ast upplýsingar sem stangast
að meira eða minna leyti á, og
erfitt getur reynst að greina
hismið frá kjarnanum."
irstrikuðafhreinum litum. Ná-
skyldar þessum myndum er
síðari tíma „Op-art", þ.e. verk.
þar sem spilað er með liti og
form til að blekkja augað. Öll
þekkjum við ýmsar myndir,
þar sem beinar línur virðast
bognar, jafnlangar línur virð-
ast mislangar og flötur í
ákveðnum lit virðist stökkva út
úr myndinni.
í síðasta lagi eru ljóðrænar
abstraktmyndir, lausar við alla
streitu, þar sem litur og form
eru eitt. Þar er leikið með hreyf-
ingu og hrynjandi, hvernig við
skynjum suma liti sem hlýja
og aðra sem kalda o.s.frv. Allar
þessar stefnur eiga sér fulltrúa
í íslenskri myndlist eftirstríðs-
áranna.
Afturhvarf?
Síðasta tímabilið í íslenskri
myndlist einkennist enn frem-
ur en hin fyrri af alþjóðlegum
áhrifum. Nú afla menn reynslu
og fanga jafnt austan hafs sem
vestan. Enn erfiðara er en
nokkru sinni áður að benda á
skyldleika íslenskrar myndlist-
ar við ákveðin lönd eða stefnur.
Einkennandi fyrir þetta tíma-
bil er vitundin um tilveru
mannsins og áhrif hans á ver-
öldina og gang hennar. Enda
þótt maðurinn sé ekki nauð-
synlega í myndinni sjálfri, er
hann þó alltaf nálægur. Margir
hinna yngri málara eru að yfir-
gefa abstraktmálverkið og Ieita
nýrra tjáningarforma, og snúa
jafnvel aftur till þess tímabils,
sem ríkti á fyrstu áratugum
aldarinnar.
Fyrir síðustujól kom út d Akureyri Kvæðabók,
ejtir Jón Erlendsson 36 ára gamlan starfsmann
Vegagerdar ríkisins. Petta erfyrsta bók höfundar og
liann gefur bókina út sjálfur. Bókabúð Máls og menn-
ingar hefur haft bókina í umboðssölu hér i Reykjavík
en höfundur sér sjálfur um drelfingu á bókinni. Eins
og títt er með fyrstu bók höfunda eru Ijóðin í bókinni
e.k. safn Ijóða frá lengri tíma. Jón bregður fyrir sig
rími og stuðlum en sýnir einnig á sér aðrar hliðar og
nútímalegri í Ijóðum sínum. Vinnan birtir hér tvö
Ijóða Jóns. sitt af hvorri sort. ef svo mcetti segja.
Bæn vegna bilaðs sjónvarps.
Drottinn minn og Guð minn góðnr
gef mér styrk og þor.
brostinn er í brjósti strengur.
brunninn transistor.
Allt er horfið! Alveg glatað!
engin mynd á skjá.
Til min sækja illir andar.
angra mig og hrjá.
Veiklynd sálin varin engu
velkist um og merst.
Hrökklast villt úr einu í annað
inn í kviku skerst.
Góði Jesús! Gerðu við mig.
gef mér hljóð og lit.
Stilltu mínar stillimyndir
á staðreyndir og vit.
Því sjónvarpslaust þú veist að varla
verður lífið hálft,
og fjandinn er laus effólkið verður
að fara að hugsa sjálft!
Örnefnin.
Á láglendinu eru þau hvert ofaní öðru
í þykku teppi yfir landinu
eins og saga þjóðarinnar
en inn í afdölunum hafa
hríðarbyljir vetrarveðranna
hrakið þau úr bröttum hlíðunum
ofan í gil og skorninga
og upp á hálendinu hafa þau
með öllu skafist burt af stórum
spildum af gráu grjóti sem liggja opnar
móti himninum.
og nafnlausar
________________________16
gæft sé að þau séu búin bak-
streymislokum og mæla- og
þrýstijöfnurum.
Gamlar vélar
erlendis frá
,,í ljós kom að vclar i málm-
iðnaði cru komnar mjög til ára
sinna og endurnýjun þeirra
gengur hægt. Töluvert er um
að keyptar séu gamlar vélar
erlendis frá og eru þær í mis-
munandi ástandi", segir m.a. í
skýrslunni.
Starfsmannaaðstaða fyrir-
tækjanna 53 reyndisl almennl
léleg. T.d. var heldarmat bún-
ingsherbergja þannig að um
70% reyndust óviðunandi eða
ábótavant, sömu sögu er að
segja um rösk 60% snyrtiher-
bergja.
Aðspurður um, til hvers
konar þvingunaraðgerða
Vinnueftirlitið gæti gripið,
sagði Guðmundur að hvað
varðaði aðbúnað starfsmanna
væri erfitt um vik, en það sem
snerti vinnurými og öryggi
væri auðveldara. Þar yrðu til-
leknar vélar og tæki innsigluð
og notkun þeirra bönnuð uns
farið hefði verið að fyrirmælum
stofnunarinnar.
Að lokum
í skýrslunni er bent á lítið
innra starf í fyrirtækjum, þrátt
fyrir ákvæði í lögum um örygg-
isverði og öryggislrúnaðar-
menn. Þar segir:,,I ljós kom að
innra starf í fyrirtækjunum er
mjög lakmarkað þrátt fyrir
ákvæði í lögum og reglum þar
að lútandi. Starfandi eru örygg-
istrúnaðarmenn-og verðir í
nokkrum fyrirtækjanna, en
sjaldgæft er að þessir aðilar
leggi fram umtalsvert starfsem
leiði til úrbóta."
í lokaorðum skýrslunnar
segir m.a. að Vinnueftirlitið
telji að samtök vinnuveitenda-
og launþega þurfi að samein-
ast i öllugu átaki í vinnu-
verndarmálum. Vinnueftirlitið
telur að i átakinu þurfi að
felast: 1) Ýtarlegt samstarf
þessara aðila. 2) Stóraukið
fræðslustarf. 3) Að fyrirtæki i
málmiðnaði þurfi að verja
auknum fjármunum til úrbóta.
4) Að eftirlit verði stóraukið.
VINNAN — JÚNÍ 1988 — 13