Vinnan


Vinnan - 01.06.1988, Qupperneq 14

Vinnan - 01.06.1988, Qupperneq 14
Vsktavinna Höfundur þessarar greinar, Fred Jung, MA, er aðstoðarkennari við Texasháskóla og Austin hjúkrunarskólann. Þýð./endur- sögn, Þráinn Hallgrímsson r ( ■> i • Vaktavinna í formi kvöld- og næturvakta er löngu orðin viðtekinn hluti atvinnuhátta og hefur áreiðanlega mikil áhrif á líf og heilsu launafólks og starfsfólks í heilbrigðisstéttunum, sem sinna þessu fólki. Nýleg könnun alríkisstofnunar í Banda- ríkjunum, sem fylgist með heilbrigðismálum með tölfræðilegum athugunum, leiddi í ljós, að 27% karla og 16% kvenna í Bandaríkjunum vinna vaktavinnu, þar sem skiptast á dag og næturvaktir. Athuganir á vaktavinnufólki hafa leitt í ljós, aö þetta vinnu- form, sérstaklega næturvinna og vaktir sem breytast eftir sól- arhringnum, hefur greinileg áhrif á heilsu, hæfni og vellíöan starfsmanna. Meginástæða þessara neikvæðu áhrifa er tal- in felast í því að vaktavinnufólk er stöðugt að rjúfa hinn líf- fræðilega ryþma líkamans, sem er okkur eiginlegur. Með því að afla okkur þekk- ingar á áhrifum vaktavinnu og möguleikum starfsmanna til að aðlagast þessu vinnuformi, er unnt að kom til móts við þarfir vaktavinnufólks í heil- brigðismálum með mun meiri árangri. Hér á eftir verður fjall- að um sérstök áhrif vaktavinnu á heilsu, hæfni og vellíðan starfsmanna. Um leið munum við ræða hvernig vaktavinnu- formið rýfur hinn eðlilega lífs- ryþma og líta á nokkra þætti sem geta haft áhrif á aðlögun-, arhæfni starfsmanna í þessu efni. í framhaldi af því munum við fjalla um aðferðir til að auka þessa aðlögun og sjá hvaða af- leiðingar það hefur á störf heilbrigðisstétta, sem sinna verkefnum af þessu tagi. Hvernig rýfur vaktavinna sólar- hringsryþmann? Flest launfólk vinnur reglu- legan vinnudag. Það starfar á daginn, en hvílist og sefur á nóttunni. Pegar launafólk vinnur venjulegan vinnudag með þessum hætti, fellur sólar- hringsryþminn vel að vinnu- deginum. Vaktavinnufólk vinnur oft eftir óreglulegri tímaáætlun, á kvöldin og nótt- unni og reynir þá að hvilast og sofa á daginn. Því miður getur vaktavinnufólk sjaldan eða aldrei látið sólarhringsryþm- ann falla að vaktavinnutíman- um vegna þess að það á ekki kost á reglulegum tíma á dag- inn fyrir hvíld og hreyfingu, og enn eykst tímaóreglan við að hverfa til eðlilegra athafna þeg- ar fólkið á frídaga. Misvægið í lífsryþma vakta- vinnufólksins má bera saman við óþægindi sem við verðum fyrir, þegar við fljúgum milli timabelta í þotuflugi. Sá mun- ur er þó þar á, að flugfarþegar jafna sig fljótt á flugþreytunni og aðlagast nýjum tíma. Lífs- ryþmi vaktavinnufólksins nær aftur sjaldnast að aðlagast vaktafyrirkomulaginu. Þetta misvægi getur hæglega leitt til streitu og álags, sem kemur fram í verra heilsufari og minni hæfni i starfi. Vaktavinna og heilsa Það hefur krafist sérstakra rannsókna að kanna áhrif vaktavinnu á heilsufar manna. Hefðbundnar rannsóknir þar sem kannað er hvernig sjúk- leika er háttað, dánartíðni, heimsóknir á sjúkrahús og fjarvistir í vinnu hafa ekki gefið nákvæma mynd af heilsu vaktavinnufólks vegna þess að margt fólk í þessum hópi hefur valið sér þessa vinnu og vinnu- umhverfi þess er ólíkt vinnu- stöðum dagvinnufólks. Þessi þáttur, það að fólk hef- ur valið sér vaktavinnu fremur en einhvern annan kost í at- vinnulifinu skiptir miklu máli þegar það er skoðað hverjir hefja vinnu af þessu tagi og hverjir haldast þat’við til lengri tíma. Sumir kjósa vaktavinnu vegna þess að launin eru hærri, fyrir kvöld og næturvinnu. Vaktavinnufólk er líka að jafn- aði í yngri aldurshópum á vinnumarkaðinum — og þess vegna heilbrigðara, en með auknum starfsaldri aukast lik- urnar á að starfsmenn gerist yfirmenn á dagdeildum og það hefur m.a. áhrif á aldursskipt- inguna. Að lokum má minna á að um 20% nýrra vaktavinnu- starfsmanna hætta á vöktum og hverfa aftur til dagvinnunn- ar vegna þess að þeir þola ekki þær breytingar sem vaktirnarj hafa á líf þeirra. Af þessu má ráða að ekki er unnt að bera saman heilsufar dagvinnu- fólks qg vaktavinnufólks. Sá samanburður verður marklaus af ofangreindum ástæðum. Ákveðnir þættir í vinnu- umhverfi vaktavinnufólksins geta einnig haft áhrif á það hvernig við metum heilsu þess. Það getur vel verið, að vakta- vinnufólkið sé sjaldnar fjar- verandi vegna veikinda en dag- vinnufólk vegna þess að það hefur áhyggjur af samverka- fólki sínu og aukaálagi sem það kynni að kosta það ef einhver er fjarverandi. Dagvinnufólk hef- ur ekki eins oft áhyggjur af þessu vegna þess að fleiri eru um verkin á daginn. Þá skiptir miklu máli hvernig sjúkrabót- um og veikindadögum er hátt- að hjá ýmsum hópum vakta- vinnufólks, því ónýtta veikin- daga má nota sem tekjuauka eða til að verða sér úti um auka- frí. það má gera ráð fyrir því að heilsugæslustöðvar og lyfja- verslanir, sem starfsmenn geta leitað til utan vinnutíma séu þá oft lokaðar eða með takmörk- uðum afköstum þannig að heimsóknum fækki sjálfkrafa við það á næturvöktum og vöktum sem breytast eftir sól- arhringnum. Mikill heilsufarsvandi Ein mjög gagnleg aðferð til að nálgast vandann frá öðru sjónarhorni og losna um leið við fyrrgreind vandkvæði er að kanna hvaða áhrif það hefur á vaktavinnufólk að hverfa á ný til dagvinnu. í nýlegri könnun var þetta gert og vaktavinnu- fólkinu þá skipt í þrjá hópa. í fyrsta hópnum var fólk sem hvarf úr vaktavinnu vegna heilsufarsástæðna. i öðrum hópnum voru þeir sem hættu vaktavinnu af öðrum ástæðum og þriðji hópurinn hætti af báð- um fyrrgreindum ástæðum. Nærri því helmingur fólksins þ.e. 122 af 261 hætti fyrst og fremst af heilsufarsástæðum. Þegar þeir voru síðan bornir saman við aðra vaktavinnu- menn í hópnum, þá höfðu þeir sem sögðust hafa hætt vakta- vinnu af heilsufarsásæðum átt við tvöfalt meiri heilsufars- vanda að stríða og þrisvar sinn- um oftar gefið upp sjúkleika sem tengdist hjartaæðum. Þrátt fyrir ýmsan vanda sem fram kemur þegar heilsa vakta- vinnufólks er athuguð, er ljóst að ýmsir sjúkdómar og líkams- brestir koma alltaf mun meira fram hjá vaktavinnufólki en hjá þeim sem vinna venjulegan vinnudag. í nokkrum fjölda rannsókna hefur komið fram að vaktavinnufólk kvartar mun meira yfir meltingarvandamál- um og magasári en dagvinnu- fólk. Þættir sem kunna að eiga hlut að máli eru: Breyttir mátartímar vegna vinnutím- ans, aukin notkun áfengis og tóbaks og losun líkamans við ýmis efni verður ekki með reglulegum hætti við vakta- vinnu. Ýmis taugaveiklun virðist s 2 C <D ■ :0 S fö S (0 > S O) C5 3 U> c c £ (ö c 3 C3 •V 14 — VINNAN — JÚNÍ 1988 Launareikningur Alþýðubankans er tékkarelkningur með háa nafnvextl og skapar lántökurétt. cegn reglubundnum vlðskiptum á launarelknlngi í a.m.k. 3 mánuðl fást tvennskonar lán án milligöngu bankastjóra, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Allt að kr. 50.000 á elgin víxli til fjögurra mánaða. Allt að kr. 150.000 á skuldabréfl til átján mánaða. við gerum vel við okkar fólk Alþýóubankinn hf

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.