Vinnan - 01.04.1992, Side 3
mmm
Hvaða hlutur er sá í eigu þinni sem þú telur þér verðmætastann? Sá sem gefur þér
mest við notkun? Kæra frú - er það demantshringurinn þinn -eða þvottavélin?
-Og heiðursmaður -er það nýji jeppinn sem stendur úti á hlaði -veiðistöngin?
Já hver skyldi nú sá hlutur vera sem er okkur nauðsynlegastur í lífínu? Hefurðu
nokkru sinni hugleitt að það er rúmdýnan sem þú sefur á. Rúmdýnan hváir þú.
Hvurslags sölutrix er þetta. Eins og það sé ekki unaðslegra að eiga 3ja milljón
króna jeppa frekar en 30.000 króna dýnu? Nei -svar okkar er alveg fjallgrimmt.
Nei. Verðmætasti hlutur i eigu hvers manns og hverrar konu er dýnan sem sofíð er
á. Ung og hraust bein, ung og lipur liðamót og mjúkir vöðvar og æskuör blóðrás í
hreinum æðum fínnur ekki svo mikið fyrir því að sofa um tímabil á slæmum beði
-en sannleikurinn er sá að upp úr þrítugsaldri hægir á allri endurnýjun í
líkamanum og þá byrjar það að hefna sín að hafa ekki hugsað um það einfalda og
augljósa mál að við þurfum að liggja á þessum búshlut þriðjung ævinnar.
Við viljum segja þér það alveg hreint út að ef dýnan þín er orðin tíu ára þá áttu að
fara að gæta að þessum málum ef þú ert ekki úthvfld(ur) á morgnana -og ef hún er
orðin mikið eldri -segjum 14-15 ára þá er nokkurn veginn víst að það er kominn
tími til að skipta. Stirðleiki í hálsi, þreyta í öxlum, seiðingur í baki og mjöðmum
-já jafnvel kaldir fætur, -allt þetta er hugsanlega (ásamt öðru) slæmri dýnu að
kenna. í okkar sérhæfða þjóðfélagi þar sem við vinnum svipuð störf dag eftir dag,
árum saman reynir misjafnlega á hina ýmsu líkamshluta, vöðva og vefí.
Þar kemur fram slit, æðaþrengsli, vöðvaspenna sem skemmir út frá sér.
Hugsaðu þér til dæmis múrara sem endurtekur sömu hreyfingarnar í sífellu,
-stúlku sem situr 6-8 tíma á dag við ritvél eða tölvuskjá, saumakonu við
hraðsaumavél, flökunarmann, bflstjóra á langferðabfl o.s.frv. Þegar þetta fólk svo
sefur á gamalli vondri dýnu líður því einfaldlega ekki eins vel á morgnana eins og ef
það hefði sofíð á góðri dýnu.
-Og góðu fréttirnar eru þær að reglulega góð dýna kostar ekki mikið fé. Þyngd þín,
líkamsbygging og aldur ræður mestu um hvaða dýnu þú átt að velja og hve mikið
hún kostar. Aðalreglan er sú að þeim mun þyngri og/eða eldri sem þú ert þeim mun
dýrari dýnu áttu að kaupa. Slík dýna kostar á bilinu 22-58.000 krónur og á að duga
þér með réttri notkun hátt á annan áratug.
Eigum við ekki að hittast í dag og tala saman um dýnur.
Húsgapahöllin
BILDSHOFÐA 20 - 112 REYKJAVIK - SIMI 91-681199