Vinnan


Vinnan - 01.04.1992, Side 7

Vinnan - 01.04.1992, Side 7
Björn Grétar Sveinsson, for- maóur Verka- mannasam- bandsins: „Fólki finnst þetto andskoti ryrt" „Eg var að koma úr frystihúsinu þar sem ég settist niður með fólki og spjall- aði við það eins og ég geri oft. Það verð- ur að segjast eins og er að fólki finnst tilboð atvinnurekenda andskoti rýrt, svo ekki sé meira sagt.” Þetta segir Björn Grétar Sveinsson, formaður Verka- mannasambandsins, kominn heim á Höfn er árangurslausa samningalotu í Reykjavík. Bjöm Grétar segir tilboð atvinnurek- enda ekki hafa verið fullnægjandi eitt og sér og enn síður hafi verið hægt að ganga til samninga þar sem ríkisstjómin vildi ekki gefa meira eftir. „Með því að liggja yfir tilboði ríkisstjórnarinnar var hægt að reikna það upp í 150 milljónir, en við þurfum miklu meira. Nú er líka að koma í ljós að þessi flati niðurskurður á sjúkrahúsum er hrein geggjun. Það er eina orðið yfir þetta.” Hina „nýju aðferðarfræði“ kallar hann svonefndan veikindabækling þar sem vegið er að réttindum verkafólks með þröngri túlkun á samningum. Verkamannasambandið vildi að VSI drægi þetta til baka en ekki var'léð máls á því. „Við munum taka okkur þann tíma sem við þurfum,” segir Bjöm Grétar enda stendur hugur félagsmanna aðildarfélaga Verkamannasambandsins ekki til þess að skrifa undir samkomulag á þeim nótum sem talað var um síðustu helgi. Viöbrögð forystumanna 7 Gubmundur Gunnarsson, varaformaður Rafiónadarsam- bands Islands: „Óraunsæi spillir fyrir somningum" „Við vildum semja á þessum grund- velli, enda teljum við aðalatriðið að koma atvinnulífinu aftur af stað og fá vexti niður,” segir Guðmundur Gunnars- son, varaformaður Rafiðnaðarsambands Islands. Guðmundur segir óraunsæi að búast við meiri kjarabótum en það sem undanfarið hefur verið til umræðu á samningafundum. „Eftir að álverið datt upp fyrir og vinna dróst saman í haust og vetur varð ljóst að sá samningur sem við stóðum frammi fyrir yrði óhjá- kvæmilega á lágu nótunum.” Guðmundur segir ástæðuna fyrir því að ekki var einhugur í samfloti verka- lýðsfélaganna vera fyrst og fremst þá að „ákveðnir aðilar innan hreyfingarinnar gáfu stórar yfirlýsingar í haust og virðast ekki hafa áhuga til að draga þær tilbaka, þó að aðstæður séu allar aðrar en þær voru. Menn innan ASI og BSRB héldu að það yrði mikil vinna og gott atvinnu- ástand þegar þeir lögðu fram hugmyndir sínar um miklar kauphækkanir, en þetta var óraunsætt mat.” Þá gefur Guðmundur ekki mikið fyrir þau rök að 2-3 daga verkfall dugi til að atvinnurekendur komi meira til móts við verkalýðshreyfinguna. „Eins og ástandið er núna þyrfti verkfall að standa yfir í 2- 3 vikur til að hafa áhrif og mögulegur árangur af því verkfalli er ekki slíkur að hægt sé að réttlæta það.” Ingibjörg R. Guómundsdóttir, formaður Lands- sambands versl- unarmanna: // Stöbugleiki long mikilvægostur" Verslunarmenn vildu fallast á þá hugmynd sem var á borðum samninga- nefnda um síðustu helgi. „Vitanlega var tilboðið á lágum nótum, en við töldum það verja þá sem minnst hafa og um leið tryggja stöðugleika,” segir Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, formaður Landssam- bands verslunarmanna, og telur stöðug- leika í atvinnulífinu „lang mikilvægasta“ atriðið. Um eða yfir 70 prósent afgreiðslu- kvenna eru með 80 þúsund krónur eða minna í mánaðarlaun. Ingibjörg telur að miðað við núverandi aðstæður verði ekki meira gert en að verja hag þeirra sem minnst bera úr býtum. Hún horfir einnig til þess að líklegt er að kjara- samningar munu slá á atvinnuleysið, en það er alvarlegt vandamál hjá verslunar- mönnum. „En auðvitað yrði maður ekki ánægður með svona samning, þetta er hreinn vamarsamningur.” Ingibjörg sér ekki að verkfallsaðgerð- ir myndu skila árangri við þessar að- stæður. „Það er mín hjartans sannfæring að aðgerðir myndu ekki skila réttlætan- legum árangri.” Að hennar áliti hefði ríkisvaldið mátt koma meira inn í samn- ingana með aðgerðir sem miðuðu að því að draga úr áföllum láglaunafólks. Þó telur Ingibjörg nokkuð hafa náðst með þaki á lækniskostnað fyrir bamafólk. fá eigendur ökutækja þjónustu sem alltaf hefur vantað á einn stað: Þvottastöð, hjólbarðasala, smurstöð, Ijósaskoðun, hemlaprófun, viðgerðarverkstæði, verslun og ráðgjöf. Allt á sama stað og undir einu þaki.

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.