Vinnan


Vinnan - 01.04.1992, Qupperneq 8

Vinnan - 01.04.1992, Qupperneq 8
8 Straumsvík Stöndum frammi fy Heimsókn í kerskála álversins í Straumsvík: Eftir Sæmund Gu&vinsson Myndir: Róbert -segir Gylfi Ingvorsson, oðol- trúnoðormoður storfsmonno. vegar verið smíðaðar nýjar þekjur yfir flest kerin og opnað og lokað með fjar- stýringu. í þessum rafgreiningarkerum er hráál unnið úr áloxýði eða svokölluðu súráli. Súrálið er brætt með því að hleypa raf- straumi á það um kolefnisrafskaut. Bræddu álinu er síðan tappað af kerjun- um og það flutt í steypuhús þar sem það er mótað í hleifa, barra eða annað. Við finnum fljótt að það er mikill munur á hve loftið er betra í skála eitt, þar sem öllum kerum hefur verið lokað, heldur en þeim hluta af skála tvö þar sem nýi lokunarbúnaðurinn er ekki kominn. Eyjólfur trúnaðarmaður, sem minnir ó- neitanlega á togarajaxl að vestan, dæsir og segir: -Héma finnið þið smjörþefinn af því ólofti sem menn hafa orðið að vinna í árum saman. Þetta er þó hátíð hjá því sem var um tíma á síðasta áratug þegar þeir voru með gölluð rafskaut og við þurftum að vinna við mjög erfiðar að- stæður og mikla mengun. Þá var líka heitt í kolunum í fleiri en einni merkingu því menn sættu sig ekki við þessi ósköp. En það er alltaf dulin hætta fyrir hendi og menn verða að vera á verði. Þeir sem vinna við kerin þurfa að gera sér ljóst að það er ekkert gamanmál að fá á sig skvettu af 970 stiga heitu fljótandi áli. Þarna hafa orðið slys og sum slæm og það er aldrei of varlega farið. ÍSAL ætti að hafa í huga, að þegar byrjendur hefja störf er nauðsynlegt að þeir fari á nám- -Það hafa orðið geysimiklar breyt- ingar til hins betra hér í kerskálun- um eftir að öllum kerjum í skála eitt hefur verið lokað og stórum hluta kerja í skála tvö. Fyrir lok þessa árs á að vera búið að loka öllum kerjunum sem eru samtals 320. Fulltrúar starfsmanna í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld hafa haft mik- il áhrif í þá veru að fá fram þessar úrbætur sem eru raunar til hags- bóta jafnt fyrir fyrirtækið sem starfsmenn, sagði Gylfi Ingvarsson, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna ÍSAL, í samtali við Vinnuna. Við brugðum okkur í heimsókn í kerskála álversins fyrir skömmu. Geng- um þar langa ganga og fylgdumst um stund með þeirri starfsemi sem þarna fer fram. Ræddum síðan við Gylfa og Eyjólf Bjarnason, trúnaðarmann starfs- manna í kerskáladeild, um sitthvað varð- andi störf í kerskálum og samskipti verkalýðsfélaga og stjórnenda ÍSAL. Var eins og víti Þegar álverið í Straumsvík var reist, í lok sjöunda áratugarins, voru allt aðrar og minni kröfur gerðar til mengunar- varna á vinnustöðum en nú tíðkast. Sagt var að í kerskálunum væri nánast um að litast eins og í víti. Starfsmenn umluktir eldi og brennisteini, ryki og eiturgufum og slysahætta mikil. Ker með nær þús- und stiga heitu áli stóðu opin og má nærri geta að slæm brunasár hlutust af ef starfsmenn urðu fyrir slettu úr keri. Nú hafa hlerar verið settir yfir op keranna, sem eru 160 í hvorum skála, og voru lengi vel opn- handafli við Nú hafa hins Eyjólfur Bjarnason trúnaðarmaður í kerskála og Gylfi Ingvarsson aðaltrúnaðarmaður starfsmanna ISAL voru sammála um að margt gott vœri að segja um samskiptin við stjórnendur álversins. Þó vœru nokkur ágreiningsmál óleyst um þessar mundir. VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.