Vinnan


Vinnan - 01.04.1992, Síða 15

Vinnan - 01.04.1992, Síða 15
Krepp á Suoi nesjum a ur- Fyrir áratug voru um tíu fiskvinnslu- hús starfandi í Keflavík. Núna er eitt hús með rekstur og um mánaðamót febrúar og mars voru 350 manns á atvinnuleysis- skrá. -Þetta er steindautt, segir Guðrún E. Olafsdóttir hjá Verkalýðs- og sjómanna- félagi Keflavíkur og nágrennis. -Við höfum varað við þessari þróun í mörg ár, en það hefur aldrei verið hlust- að á okkur, segir Guðrún og staðhæfir að eftir samþykkt fyrstu kvótalaganna hafi niðurlæging Suðurnesja byrjað fyrir al- vöru. Fyrir kvótalögin hafi útgerð staðið höllum fæti en steininn tekið úr þegar heimildir til fiskveiða fóru með bátunum sem seldir voru úr byggðarlaginu. Guðrún segir Suðurnesjamenn bitra vegna afskiptaleysis stjórnvalda af at- vinnumálum þar. -Þið hafði Völlinn, var alltaf sagt við Atvinnuleysi Guðrún E. Ólafsdóttir, varaformaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur: Niðurlœging Suðurnesja byrjaði fyrir alvöru eftir samþykkt kvótalaganna. okkur þegar leitað var eftir fyrirgreiðslu. Til skamms tíma var atvinnuleysi að mestu bundið við fiskvinnslufólk. Þetta hefur breyst því að núna eru 50 manns á skrá hjá Verslunarmannafélagi Suður- nesja. Hólmfríður Ólafsdóttir man ekki eftir öðru eins ástandi, en hún hefur unn- ið hjá Verslunarmannafélaginu í 16 ár. Hún telur það ekki tilviljun að einmitt 50 manns séu á atvinnuleysisskrá hjá Versl- unarmannafélaginu. -Það er sami fjöldi og misst hefur vinnuna hjá hernum síðastliðin tvö ár. Fyrirtæki á Suðurnesjum virðast ekki geta tekið við því fólki sem missir vinn- una á Miðnesheiði. Það versta er að fólk sér ekki fram á neitt, engin ný tækifæri eru í sjónmáli, segir Hólmfríður. Örn Ólsen: „Þrúgandi að fá enga vinnu og þetta fer verst með mann andlega". Andlega ólagið verst - segir Örn Olsen, atvinnulaus í tvo mánuði. -Það er virkilega þrúgandi að fá enga vinnu og þetta fer verst með mann andlega, segir Örn Olsen, 51 árs gamall plötusmið- ur. Örn missti vinnuna þegar vélsmiðjan Kópa í Njarðvík varð gjaldþrota. Öm hefur leitað fyrir sér með vinnu í tvo mánuði en ekkert fengið að gera. Hann vann í tvö og hálft ár hjá Kópa en hafði áður starfað hjá Dráttarbraut Keflavíkur í níu ár. Dráttarbraut- in varð einnig gjaldþrota eins og mörg önnur fyrirtæki á Suður- nesjum sem höfðu verkefni í tengslum við sjávarútveginn. Þegar Kópa varð gjaldþrota tap- aði Örn þeim lífeyrissjóðsrétt- indum sem hann hafði áunnið sér á ráðningartímanum. Fyrir- tækið hafði ekki staðið skil á greiðslum sem það innheimti hjá starfsmönnum. Örn og eiginkona hans, Þór- halla Stefánsdóttir, keyptu íbúð fyrir tíu árum. Börnin eru farin að heiman og Örn prísar sig sæl- an að hafa ekki stærri fjölskyldu að sjá fyrir við þessar kringum- stæður. -Við skrimtum, en ger- um ekki meira. Fyrir 20 ámm, þegar töluvert atvinnuleysi var í starfsgrein Arnar, flutti hann til Svíþjóðar og starfaði þar um tíma. Örn hefur athugað möguleika á vinnu í Svíþjóð en þar er sam- dráttur og ekkert að fá. Það er líka vafasamt að flytja úr Njarð- vík því að verðfall hefur orðið á íbúðarhúsnæði á Suðurnesjum og afar óhagstætt að selja um þessar mundir. -Maður færi eignalaus héðan. Einu atvinnutekjur Arnar og Þórhöllu eru af heimilishjálp sem Þórhalla sinnir þrjá tíma á dag. -Eg keyri hana á milli húsa í gömlu Lödunni, sem ennþá gengur, segir Öm. VINNAN

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.