Vinnan


Vinnan - 01.04.1992, Qupperneq 18

Vinnan - 01.04.1992, Qupperneq 18
18 Karl Steinar Guðnason hverfur úr formennsku Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur Ver ka Sýðsh reyf i ng i n þarf meiri mistýringu -Verulegar kauphækkanir til allra myndu tæta heimilin sundur í verö- bólgu og leiöa til hruns fyrirtækja. Þetta er skoðun Karls Steinar Guðnasonar þingmanns, sem lætur á næstunni af starfi formanns í stærsta verkalýösfélagi á Suður- nesjum. Karl Steinar vill gera verka- lýöshreyfinguna miklu miöstýröari en hún er nú, þótt slíkar hugsanir eigi víst ekki upp á pallborðið hjá mörgum. -Hreyfingin er einmitt allt of veik af því að kraftamir eru svo dreifðir. Valdið liggur hjá allt of litlum verkalýðsfélög- um þar sem hver gætir sinna þrengstu hagsmuna. Það þarf að fækka verkalýðs- félögum og stækka þau. Um forseta ASI segir Karl Steinar: Asmundur hefur komið viti í efnahags- umræðuna í launþegahreyfinguna. Karl Steinar er í viðtali við Vinnuna um verkalýðsmál og pólitík, í tilefni af því að hann er að hverfa úr verkalýðsbar- áttunni eftir tveggja áratuga forystu fyrir Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavík- ur til þess að helga sig einvörðungu þingmennsku. Hátekjuskattur og virmuþrælar Karl Steinar fer ekki alltaf troðnar slóðir. Hann hefur t.d. lýst yfir andstöðu við hátekjuskatt. -Hátekjuskattur myndi skella á vinnu- þrælum og sjómönnum, segir Karl Stein- ar, fólki sem vinnur hörðum höndurn. Eg þekki fjölmarga sem eru að reyna að koma sér út úr skuldum. Þetta fólk legg- ur nótt við dag til að ná endum saman. Ætlum við síðan að refsa þessu fólki með því að leggja hátekjuskatt á það? Við yrðum nefnilega að koma með hærra skattþrep af býsna almennum tekj- um, 125 þúsund krónur eða meira, ef skatturinn ætti að gefa eitthvað af sér í ríkiskassann. Ég get alls ekki verið hlynntur slíkum skatti. Þetta yrði líka eft- iráskattur, sem menn yrðu að greiða þrátt fyrir að yfirvinna hefði dregist saman. Það er fullt af fólki sem lifir við lúxus í þjóðfélaginu, en við náum ekki til þess gegnum tekjuskattskerfið. Það er hrip- lekt. Við þekkjum öll þá sögu. Muna menn ekki eftir láglaunabótun- um sem greiddar voru um árið eftir upp- lýsingum skattskýrslna? Þá fengu ríkustu og voldugustu menn landsins senda ávís- anir með láglaunabótum. Það sýndi hve framtölin eru galin. Svokallaður hátekjuskattur myndi fyrst og fremst kristalla óréttlætið. Þeir ríku slyppu áfram. Ég minni á að þeir sem hæst tala um þennan skatt nú treystu sér ekki til þess sjálfir að leggja hann á þegar þeir höfðu völdin. Eftir Þorlák H. Helgason Myndir: Róbert Karl Steinar vill losna við tekjuskatt og herða eftirlit með skattsvikum. -Það þarf að beita til þess ýmsum að- ferðum, þó að við verðum að gera grein- armun á skattalögreglu og gestapóað- ferðum. Það virðast vera margar leiðir til að komast hjá því að greiða eðlilegan skatt af tekjum til samfélagsins. Það eru heilu stéttimar sem enga skatta borga en lifa býsna flott. Sjáið t.d. smáatvinnurek- endur. Það er óþolandi að þeir geti gefið upp lágmarkslaun verkafólks og verið skattaðir samkvæmt því. Við jafnaðarmenn höfum lagt til að tekjuskattur verði afnuminn af almenn- um launatekjum. Ég viðurkenni að við getum ekki verið án hans sem stendur en við verðum að finna aðra tekjustofna til að losna við hann. Tætti sundur heimilin í huga Karls Steinars fer ekkert milli mála hvað er efst í huga fólks. -Þegar fólk skortir atvinnu víkur allt annað frá. Fólki er næstum sama um annað. Atvinnuöryggið er í huga okkar fólks númer eitt. Og það er ekkert til skiptanna sem stendur, að mati verkalýðsformannsins. Verulegar kauphækkanir nú kæmu fólki í koll. -Ef samið yrði um verulegar kaup- hækkanir fyrir aðra en þá verst settu, leiddi það einungis til verðbólgu, sem aftur tætti heimilin sundur og ylli hruni fyrirtækjanna. Verkalýðshreyfingin og jafnaðarmenn hafa ævinlega talið væn- legast að beita tryggingakerfinu og fé- lagslegum aðgerðum til að bæta kjör þeirra minnst mega sín í þjóðfélaginu. I öllum lýðræðisríkjum hefur velferð- in aukist þar sem ríkið, launþegasamtök og vinnuveitendur hafa svipaðan styrk- leika. Vegna gífurlegra erfiðleika sem skapast af minnkandi hagvexti ár eftir ár, minni fiskveiðum og óstjórn í efnhags- málum verðum við að taka höndum sam- an, segir Karl Steinar, sem vill fara þjóð- arsáttarleið við þessar aðstæður. Þjóðar- sáttin hafi sannað sig í lækkandi verðlagi og stöðugleika. Vaxtalækkun gæfi trú- lega heimilunum mest. Gengisfelling hirti allt -Ég man eftir því þegar ég gerði mér fyrst grein fyrir því að baráttuaðferðir okkar væru úreltar, rangar. Ég hafði lifað í þeirri óbifanlegu trú að við gætum bætt lífskjörin, ef okkur tækist að hækka kaupið nógu mikið. Það var rétt fyrir miðjan áttunda ára- tuginn að við höfðum náð fram yfir 20 prósenta kauphækkun. Örþreyttur eftir langa samningalotu lagði ég samninginn fyrir í troðfullu Félagsbíói í Keflavík. Það var mikill fögnuður og mér var þakkað sérstaklega. Menn voru mikið kátir, og þá var gaman. Svo þegar ég fer út í bíl eru fréttir í útvarpinu. Gengisfell- ing með tröllslegum verðhækkunum hafði tekið allt af okkur. Frá þeirri stundu skynjaði ég að ég var á rangri leið. Mér leið illa. Verkafólkið hafði verið blekkt. Mér fannst ég eiga sök. Reyndar var ég í góðri trú. Þar á ofan biðu ævinlega nokkrar stéttir eins og vargar eftir því að fá meira, hirða rjómann eftir að við í almennu félögun- um höfðum gengið frá samningum. -Þetta voru mér gífurleg vonbrigði, segir Karl Steinar, síðan hef ég verið talsmaður ,,þjóðarsáttar.” Því miður liðu mörg ár og margir samningar sem lítið gáfu af sér annað en VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.