Vinnan


Vinnan - 01.03.1998, Blaðsíða 4

Vinnan - 01.03.1998, Blaðsíða 4
Er verið að svindla á mér? Mörgum brá í brún þegar þeir fengu launaseðlinn í ársbyrjun og sáu að persónuafslátturinn hafði lækkað. Svindl? -Nei, eðlileg afleiðing af lækkuðu skatthlutfalli og hærri skatt- leysismörkum, segir Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur ASÍ. -Þetta samspil skatthlutfalls, skattleysismarka og persónu- afsláttar getur virst flókið en er í raun sáraeinfalt. -I fyrsta lagi, segir Edda. -Skatt- leysismörk segja til um hversu háar tekjur einstaklingur getur haft áður en hann þarf að greiða skatt. Skattur er greiddur af tekjum umfram skattleys- ismörk. -I öðru lagi þarf að hafa í huga að tekjuskattsprósentan er það skatthlut- fall sem dregið er af þeim tekjum sem eru umfram skattleysismörk. -Persónuafslátturinn er í raun af- gangsstærð. Persónuafsláttur verður til úr ákveðnum skattleysismörkum og tekjuskattsprósentu. Aðferðin er einföld: Skattleysismörk x Tekju- skattsprósenta = Persónuafsláttur. -Eftir því sem tekjuskattsprósent- Dæmi ímyndun I: 58.490 x 39,02% =19.881 Dæmi ímvndun II: 58.490 x 20,00% =11.698 Edda segir þessi dæmi sýna að þegar skattleysismörk voru hækkuð um síðustu áramót (um 2,5%) og tekjuskattsprósentan lækkuð, þá hafi persónuafslátturinn lækkað í kjölfar- ið. Ef skattleysismörkum hefði verið haldið óbreyttum og skattsprósentan til dæmis lækkuð úr 40,88% niður í 20% hefði persónuafslátturinn lækk- að í 11.698 krónur. Eftirfarandi dæmi skýra málið. Þau sýna að samspil 4% launahækk- unarinnar sem varð um áramót og þeirra skattbreytinga sem gerðar voru, gefur í raun 5,7% hækkun ráð- stöfunartekna. Hefðu engar breyting- ar orðið á skattkerfinu hefði 4% launahækkunin aðeins skilað 2,9% hækkun ráðstöfunartekna. Dæmi 1: Skattur og ráðstöfunartekjur fyrir og eftir skattbreytingar. Miðað er við óbreytt laun. Fyrir Eftir Mismunur Breyting Tekjur 100.000 100.000 0 0,0% Tekjuskattsprósenta 41,89% 39,02% 0 -6,9% Reiknaður tekjuskattur 40.214 37.459 -2.755 -6,9% Persónuafsláttur 23.911 23.393 -518 -2,2% Tekjuskattur Ráðstöfunartekjur eftir 16.303 14.066 -2.237 -13,7% skatt 83.697 85.934 2.237 2,7% Dæmi 2: Skattur og ráðstöfunartekjur fyrir og eftir skattbreytingar. Nú er reiknað með 4% launahækkun eins og varð um áramótin. an er lægri, því lægri verður sá skatt- Fyrir Eftir Mismunur Brevtinq ur sem reiknast af tekjum okkar. Þar Tekjur 100.000 104.000 4.000 4,0% með þarf lægri persónuafslátt. T ekjuskattsprósenta 41,89% 39,02% 0 -6,9% Dæmi 1997: 58.490 Reiknaður tekjuskattur 40.214 38.958 -1.257 -3,1% x 40,88% Persónuafsláttur 23.911 23.393 -518 -2,2% = 23.911 Tekjuskattur Ráðstöfunartekjur eftir 16.303 15.565 -739 -4,5% Dæmi 1998: 59.952 skatt 83.697 88.435 4.739 5,7% x 39,02% =23.393 Stéttarfélög veita félagslegt öryggi Kjarasamningar stéttarfélaga veita launafólki og fjölskyldum þess dýrmæt réttindi sem stuðla að félagslegu öryggi. Samiðn er samband stéttarfélaga í byggingar- iðnaði, málmiðnaði, bíliðnaði, garðyrkju og netagerð. I Samiðn er 31 félag um land allt með um 5500félagsmenn. Hver vill missa laun í veikindum, eiga von á fyrirvaralausum uppsögnum, fá ekki greiðslur í orlofi eða missa rétt til sjúkrabóta? Samiðn hvetur iðnaðarmenn til að standa vörð um dÍW TT Sanuðn SAMBAND IÐNFÉLAGA stéttarfélag sitt. Teflum ekki félagslegu öryggi fjölskyldunnar í tvísýnu. Siiðurlandsbraut 30. 108 Reykjavík. Sími 568 6055. Fax 568 1026. Heimasíða: http://www.rl.is/samidn.html Dæmi 3: Skattur og ráðstöfunartekjur m.v. 4% launahækkun. Hér er dæmið sett upp með óbreyttri skattprósentu og þ.a. I. hækkuðum persónu- afslætti (sem hækkar vegna þess að skattleysismörk hækkuðu um 2,5%). Fyrir Eftir Mismunur Breyting Tekjur 100.000 104.000 4.000 4,0% Tekjuskattsprósenta 41,89% 41,89% 0 0,0% Reiknaður tekjuskattur 40.214 41.823 1.609 4,0% Persónuafsláttur 23.911 25.114 1.203 5,0% Tekjuskattur 16.303 16.709 406 2,5% Ráðstöfunartekjur eftir skatt 83.697 87.291 3.594 4,3% Dæmi 4: Skattur og ráðstöfunartekjur m.v. 4% launahækkun, óbreytta skattprósentu og óbreyttan persónuafslátt. Tekjur Tekjuskattsprósenta Reiknaður tekjuskattur Persónuafsláttur Tekjuskattur Ráðstöfunartekjur eftir skatt Fyrir Eftir 100.000 104.000 41,89% 41,89% 40.214 41.823 23.911 23.911 16.303 17.912 83.697 86.088 Mismunur Breyting 4.000 4,0% 0 0,0% 1.609 4,0% 0 0,0% 1.609 9,9% 2.391 2,9% Lög gegn myndavéla- eftirliti með starfsfólki Leynilegt myndavélaeftirlit með starfsfólki verður bannað í Danmörku ef tillögur danska dómsmálaráðherrans ná fram að ganga. HK, samband versl- unar- og skrifstofufólks í Dan- mörku, hefur lýst yfir ánægju með tillögurnar en danska verslunarráðið er hins vegar æfareitt vegna málsins. Lögin eiga að koma í veg fyrir notkun falinna eftilitsmyndavéla, sam- bærilegra og fundust f NEX, verslun varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli, á sl. ári, eins og Vinnan hefur greint frá. Að sögn Jörgens Hoppes, for- manns verslunardeildar HK, fær sam- bandið daglega kvartanir vegna eftir- lits á vinnustöðum. Leynilegt eftirlit er því stórt vandamál hjá félags- mönnum HK. Jörgen segist ánægður með tillögur Franks Jensens, dóms- málaráðherra Dana, sem vill setja lög gegn slíku eftirliti með starfsfólki. -Þetta er víðtækt vandamál hjá fé- lagsmönnum okkar. Við fáum símtöl á hverjum degi frá fólki sem spyr hvort leyfilegt sé að atvinnurekendur setji upp faldar myndavélar. Það er loksins útlit fyrir að við getum stöðv- að þetta, segir Jörgen. Hann hefur í tveimur síðustu samningaviðræðum reynt að fá atvinnurekendasamtökin til að fallast á reglur um notkun myndavéla, en án árangurs. Jörgen telur að atvinnurekendur hafi tilhneigingu til að líta fyrst til starfsmanna sinna, til dæmis ef vörur hverfa af lagemum. -Burtséð frá því hvort það eru starfsmennirnir, birgjarnir eða viðskiptavinirnir sem eiga sök á rýrnuninni, á að stöðva þessa þróun. Það verður best gert í samráði við starfsfólkið en þess í stað hefur orðið aukning í notkun falinna myndavéla. Þær eru að verða mjög algengar. Löggjöfin ótrygg Núgildandi löggjöf verndar starfs- menn ekki gegn földum myndavélum á svæðum sem eingöngu eru ætluð starfsfólki, svo sem bakherbergjum, kaffistofum og vörugeymslum. Þeir njóta heldur engrar vemdar í verslun- inni sjálfri, svo fremi sem eftirlitið fari fram utan opnunartíma. Sam- kvæmt lögum er aðeins gerð krafa um að myndavélaeftirlits sé getið með skiltum á svæðum sem opin eru almenningi. Það þýðir að einungis þarf að setja upp skilti í sjálfri versl- uninni og þau þurfa aðeins að vera uppi á opnunartíma. Það er þetta gat í löggjöfinni sem dómsmálaráðherrann ætlar að stoppa í með því að breyta lögum um myndavélaeftirlit. Hann vonast til að nýju lögin verði komin í gildi fyrir sumarleyft. í tillögum Franks Jensens felst að hægt er að vara við myndavélaeftirliti með skiltum eða bréflega til hvers einasta starfsmanns. Hvorki á að banna myndavélaeftirlit með öllu né krefjast samþykkis yfirvalda eins og gert er í Svíþjóð. -Ég ákvað að velja fyrirkomulag sem bæði tryggir öryggi starfsfólks- ins og hlífir fyrirtækjunum við óþarfa skriffinnsku, segir Frank. -Það getur verið nauðsynleg að framkvæma eft- irlit með myndavéluin, til að mynda við rannsókn sakamála, en þá verður fólk að vita af því. Og það verður jafnframt að vera tryggt að einungis lögreglan framkvæmi eftirlitið og þá sem lið í tiltekinni rannsókn. Fonkastanleg lög að mati atvinnurekenda Samtök atvinnurekenda í verslunar- og skrifstofugeiranum telja lagabreyt- ingarnar óþarfar. -Það er forkastan- legt að undirbúa lagasetningu án þess að látið hafi verið á málið reyna fyrir dómstólum hvort löggjöfin innihaldi nægilegar reglur um myndavélaeftir- lit. Frank Jensen var allt of fljótur á sér. Hann lætur pólitískar öldur, sem HK hefur komið af stað á þingum sínum, fleyta sér áfram. Þess í stað hefði hann átt að kanna hvort núgild- andi reglur væru ekki fullnægjandi. Við teljum þær vera það, segir Sören B. Henriksen. Samtökin óttast að afleiðing laga- setningarinnar kunni að verða sú að fyrirtæki neyðist til að leita mun oftar til lögreglunnar vegna gruns um lög- brot á vinnustað. Aktuelt 4 Vinnan

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.