Vinnan


Vinnan - 01.03.1998, Blaðsíða 6

Vinnan - 01.03.1998, Blaðsíða 6
Danir setja fram fjölskvldustetnii Danska alþýðusambandið (LO) telur nauðsynlegt að skapa barnafjölskyldum betri skilyrði. „Það á að vera hægt að sameina gott starf góðu fjölskyldulífi,“ segir í nýrri fjölskyldustefnu sambands- ins. „Vinnumarkaðurinn þarf að þróast til að geta staðist kröfur framtíðarinnar og samhliða því þarf að breyta umhverf i barnafjölskyldnanna.“ Lykilorð fjölskyldustefnu LO eru „allt lífið“. Lögð er áhersla á að atvinnulíf og fjöl- skyldulíf eru ekki aðskildir hlutir heldur geta vel farið saman. LO telur að tími sé kominn til að setja lífsgæði bamafjölskyldna á oddinn í póli- tíkinni. Tækin til að skapa þeim betri skilyrði eru mörg, að mati LO, og þau á að nýta jafnt á þingi sem inni á hverjum einasta vinnustað. Mikil áhersla er lögð á valfrelsi og sveigjanleika til dæmis hvað varðar orlof, leikskólavistun og vinnutíma. LO telur að með auknum sveigjan- leika verði auðveldara fyrir karlmenn að sinna fjölskyldunni. Fjölskyldustefna LO er sett fram í tíu liðum sem ætlað er að brúa bilið milli atvinnu- og fjöl- skyldulífs. Stefnunni er ætlað að vekja umræðu og knýja fram aðgerðir, jafnt á vinnumarkaði sem í stjómmálunum. Full laun í fæðinganorlofl Efst á blaði er krafan um bætt fæðingarorlof. Lögð er áhersla á að í komandi kjarasamningum verði skapaður grundvöllur fyrir fullum launum í öllu fæðingarorlofinu fyrir allt launafólk. Jafn- framt er farið fram á að fæðingarorlof lengist í 8 vikur fyrir fæðingu hjá öllum konum. Mikilvægt er talið að foreldraorlofið verði sveigjanlegra, því ekki geti allir tekið sér lfí frá vinnu í langan tíma samfellt. Hver fjölskylda verði að geta hagað orlofinu að sínum þörfum, til dæmis þurfi að kanna möguleika á því að hægt verði að nýta orloftð til að vera í hlutastarfi, til dæmis að vera í fríi einn dag í viku. Farið er fram á að lágmarkstíminn sem orlofið þarf að vara verði styttur í 8 vikur og að aðilar vinnu- markaðarins semji um betri ramma utan um or- lofið svo auðveldara verði að gera það sveigjan- legra. LO telur bamafjölskyldur vera undir miklu álagi og nefnir sem hluta af skýringunni að afar og ömmur geti ekki lengur hlaupið til og passað, til dæmis þegar bömin em veik og komast ekki í skóla. Foreldrar þurfi því á fleiri umönnunar- dögum að halda. Lagt er til að einstæðir foreldrar fái fleiri umönnunardaga og bent á að allt of mikið sé lagt upp úr kjamafjölskyldunni sem út- gangspunkti. Sveigjanlegri vinnutími LO stefnir að því að í næstu kjarasamningum fái launafólk rrieð böm samningsbundinn rétt til sveigjanlegs vinnutíma. Um nánari útfærslu verði síðan samið í vinnustaðasamningum. Þróun núverandi orlofsfyrirkomulags er mikilvægt viðfangsefni að mati félagsmanna í LO. Sambandið vill tryggja foreldmm með böm á skólaaldri þrjár samfelldar orlofsvikur yfir sumarið og möguleika á að taka afganginn af fn'- inu þegar skólinn er í fríi. Samhliða því er lagt til að bæði ríki og sveitarfélög ftnni leiðir til að styrkja lágtekjufólk svo það geti tekið sér ffí og eytt stundum með fjölskyldunni. I stefnunni er farið ffam á að áfram verði unn- Danska alþýðusambandið hefur settfram ítarlega fjölskyldustefnu með það að markmiði að auðvelda fólki að sinna bœði atvinnu- ogfjölskyldulífi. Meðal annars er lagt til að foreldraorlofverði sveigjanlegra sem talið er auðveldra feðrum aðfara heim til barnanna. ið að uppbyggingu í dagvistarmálum og hugað að ýmsum breytingum, svo sem að leikskólar bjóði upp á sveigjanlegri opnunartíma. Tekjumörkin fyrir ókeypis vistun verði hækkuð og fólki sem nýtir ekki fullt pláss gefinn kostur á lægra gjaldi. Síðast en ekki síst undirstrikar LO að fjöl- skyldustefna þurfi að verða hluti af hefðbundinni starfsmannastefnu í fyrirtækjum. Bætt skilyrði fyrir bamafjölskyldur muni ekki skila árangri nema í kjölfarið komi betri starfsmannastefna á vinnustöðum. NÝBÝLAVEGI 2 SfM1: 554 2600 OPIÐ LAUGARDAG KL. 13-17 Peugeot 406 - fágað viilidýr Glœsilegur og tignarlegur bíll, ríkulega útbúinn og með öfluga 1800cc vél sem gefur 112 hestöfl. Sannkallaður eðalvagn. Slepptu dýrinu íþér lausu! Upplifðu Peugeot í reynsluakstri og leystu prófið. Ljónheppinn reynsluökumaður mun hljóta helgarferð fyrir tvo til Parísar. 1800cc vél. 112 hestöfl, vökva- og veltistýri, snúningshraðamœlir, loftpúðar fyrir ökumann og farþega, fjarstýrðar samlœsingar, þjófavörn, rafdrifnar rúður að framan, stiglaus hraðastilling á miðstöð, hceðarstilling á aðalljósum, hceðarstillt bílbelti, bílbeltastrekkjarar, þrjú þriggja punkta bílbelti í aftursœtum. niðurfellanleg sœtisbök að aftan 40/60, armpúði f aftursœti, lesljós fyrir farþega í afturscetum, hemlaljós í afturglugga, hliðarspeglar stillanlegir innan frá, bensínlok opnanlegt innan frá, útvarp og segulband, stafrœn klukka, aurhlífar o.fl. PEUGEOT LJÓN Á VEGINUM!

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.