Stefnir - 01.04.1994, Síða 4

Stefnir - 01.04.1994, Síða 4
in i i a 11 ö R 1 I. tbl. 45. árg. 1994. Útgefandi: Samband ungra sjálfstæðismanna. Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Siglaugsson. Framkvæmdastjóri: Þórir Kjartansson. Ljósmyndir: Steinþór Gunnarsson. Prófarkalestur: Áshildur Bragadóttir. Auglýsingar: Hildur Hauksdóttir. Forsíða: Björn Jónsson. Hönnun og umbrot: Hjörvar Harðarson og Björn Jónsson. Útgáfuráð: Árni Sigurðsson, Áshildur Bragadóttir, Birgir Ármannsson, Davíð Stefánsson, Giúmur Jón Björnsson, Lárus Blöndal, Steinþór Gunnarsson, Viggó Hilmarsson og Þorsteinn Siglaugsson (formaður) Stefnir kemur út fjórum sinnum á ári og kostar kr. 1.800 í áskríft. Verð í lausasölu er kr. 500 eintakið. Áskriftarsími: 91-682900. Heimilisfang: Stefnir, Sjálfstæðishúsinu Vaihöll, Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavík. SAMBAND UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA Stjórn sambands ungra sjálfstæðismanna 1993-1995: Formaður: Guðlaugur Þór Þórðarson. 1. varaformaður: Valdimar Svavarsson. 2. varaformaður: Inga Dóra Sigfúsdóttir. Ritari: Steinþór Gunnarsson. Gjaldkeri: Ármann Kr. Ólafsson. Meðstjórnendur: Ari Edwald, Andrés Pétur Rúnarsson, Andri Teitsson, Lárentsínus Kristjánsson, Torfi Dan Sævarsson, Áshildur Bragadóttir, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, Árni Sigurðsson, Guðni Níels Aðalsteinsson, Börkur Gunnarsson, Ásta Þórarinsdóttir, Björn Jónsson, Guðrún Björk Bjarnadóttir, Sveinn Ævarsson, Pétur Ottesen, Andri Kárason, Jón Helgi Björnsson, Viggó Hilmarsson, Óskar Arason, Sveinn Óskar Sigurðsson, Hjalti Helgason. Frá, ritstióra Þegar ungir sjálfstæBismenn kynntu málefnapakkann “Báknið burt” á sín- um tíma þóttu trugmyndir þeirra þyltingarkenndar, svo ekki sé meira sagt. Þar var lagt til að ríkisfyrirtæki yrðu seld, þjónusta ríkisins skorin niður og einstaklingunum veitt aukin ábyrgð á eigin lífi. Fram að þvi hafði verið litið á það sem sjálfsagt mál, að ríkið stæði í margs konar rekstri, sem hafði ekkert með grundvallarþjónustu við borgarana að gera. Slíkar hugmyndir teljast vart byltingarkenndar lengur. Wú er ekki lengur álitið sjálfsagt að ríkið reki atvinnufyrirtæki. Sífellt fleiri hafa áttað sig á nauðsyn þess að dregið verði úr kostnaði við þjónustu ríkisins. En þótt nokkuð hafi áunnist síðan ungir sjálfstæðismenn heimtuðu báknið burt hefur samt ótrúlega lítið breyst í rekstri ríkisins. Wokkur fyrirtæki hafa að vísu verið seld, en vinstri-stjórnir hafa jafnframt verið ötular að auka á útþenslu ríkisbáknsins. Því miður hafa einnig sumir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins verið liðtækir þar. Hvers vegna hefur ekki gengið betur? Hvers vegna hafa skattar ekki lækkað? Hvers vegna heldur opinberum starfsmönnum áfram að fjölga, í réttu hlutfalli við nýja skattstofna? Við þessari spurningu eru til mörg svör. En eitt er mikilvægast. Það er, að þrátt fyrir allar tilraunir til að skera niður umfang ríkisbúskaparins, hefur lengst af gleymst að taka á rótum vandans, þeim þáttum sem varða stjórn- un og skipulagningu í ríkisrekstrinum sjálfum. Það má líkja ríkisrekstrinum eins og hann er í dag við völundarhús. Stjórnmálamenn hafa gengið inn í þetta völundarhús, villst þar flestir, aðrir brugðið sverði en orðið frá að hverfa, einstaka hefur fundið þar dreka barist og haft sigar. Hagræðing í ríkisrekstrinum snýst ekki aðeins um tölur á blaði. Sparnað- > ur á einum stað getur oft leitt af sér aukin útgjöld á öðrum. Til að ná raun- verulegum árangri þurfa stjórnmálamenn að hafa yfirsýn yfir völundarhús ríkisbáknsins. Þá fyrst er hægt að skipuleggja að nýju, brjóta niður veggi og opna færar leiðir í því góða húsi, leiðir til að veita þá þjónustu sem krafist er með sem hagkvæmustum hætti. Friðrik Sophusson er einn þeirra sem á sínum tíma kynntu “Báknið burt”. Nú situr hann á stóli fjármálaráðherra og hefur kynnt áætlun um nýskipan í ríkisrekstri. En hvað felur þessi nýskipan í sér? Sumir segja hana innan- tómt orðagjálfur. Það er rangt. Nútímavæðing byggir á nýrri hugsun. Hún er eina raunhæfa leiðin til að koma á varanlegum umbótum í rekstri ríkis- ins. Friðrik lýsir hugmyndum sínum og stefnu í ítarlegu viðtali hér í blað- inu. Vonandi veita svör hans lesendum Stefnis innsýn í málefnið. Oft hefur einkavæðing opinberra fyrirtækja orðið til að þyrla upp miklu moldviðri í pólitískri umræðu. Hokkrar milljónir eða milljónatugir sparast, en þeir sem að henni hafa staðið legið sárir eftir. Forkólfar launþegahreyfinganna hafa löngum verið duglegir að þyrla því moldviðri upp Það sannaðist enn þegar Strætisvögnum Reykjavíkur var breytt í hlutafélag á dögunum. Ástæðan var skýr: Ljóst var að BSRB myndi tapa stórum fjárhæðum í félagsgjöldum þegar starfsmenn SVR hættu að heyra beint undir Reykjavikurborg. Því var öllum ráðum beitt til að sverta málefnið og þá sem að því stóðu. Hagræðing skilaði SOO milljóna króna lækkun á kostnaði við rekstur SVR síðasta ár. Breyting fyrirtækisins í hlutafélag á eftir að skila enn meiri hag- ræðingu, skattborgurunum til góða. Því miður lýstu sjálfstæðismenn van- þóknun á þessum aðgerðum með vali sínu á lista flokksins fyrir borgar- stjórnarkosningar. Þær raddir hafa jafnvel heyrst að breyta beri fyrirtæk- inu aftur í borgarfyrirtæki, þvi þá muni flokknum ganga betur í kosning- ) um. Slíkar raddir eiga engan rétt á sér. Kannski á það fyrir Sjálfstæðis- flokknum að liggja að falla í borgarstjórnarkosningum nú í vor. En þá er betra að falla með sæmd en með skömm. Árni Sigurðsson hefur nú látið af ritstjórn Stefnis. Ég þakka Árna vel unn- in störf og óska honum velfarnaðar á nýjum vettvangi, en hann hefur nú tekið við formennsku í utanríkisnefnd SUS. Þorsteinn Siglaugsson. o

x

Stefnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.