Stefnir - 01.04.1994, Side 9
(^riðrik, hvað er nýskipan í ríkis-
rekstri? Stendur eitthvað nýtt á bak
við þetta hugtak, eða er hér aðeins um
að ræða hefðbundna hagræðingu und-
ir nýju heiti?
Peter Drucker, víðfrægur stjórnunar-
fræðingur, komst eitt sinn svo að orði:
“Það er mikilvægt að gera hlutina rétt,
en það er enn mikilvægara að gera réttu
hlutina.” Þetta var að vísu orðsending til
stjórnenda, en gæti alveg eins átt erindi
til stjórnvalda og lýsir því ágætlega við
hvað er að fást í nýskipan í ríkísrekstrin-
um. Þessi nýskipan grundvallast á því að
við endurmetum hlutverk ríkisins, finn-
um út hvað ríkið á að gera og hvað ekki.
Hún felst þannig í því annars vegar að
koma þeim verkefnunr til annarra sem
ekki eiga að vera á könnu ríkisins og
hins vegar að gera rétt þá hluti sem ríkis-
valdið á að gera. I mínum huga er ekk-
ert splunkunýtt við nútímavæðingu. Það
sem hins vegar er nýtt er að nú er miklu
meiri alvara á ferðum en oft áður. A-
stæðan er sú að alls staðar á Vesturlönd-
um er mikill halli á ríkisrekstrinum og
útþensla ríkisbáknsins er vandamál.
Stjórnmálamenn standa frammi fyrir því
að þurfa að leysa það mál. A sama tíma
hefur atvinnureksturinn þurft að fara í
gegnum gífurlega hagræðingu sem ekki
síst hefur byggst á nýjum aðferðum, s.s.
gæðastjórnun og nýrri tækni. Hið opin-
bera hefur hins vegar setið eftir og nú er
röðin komin að því. Við sjáum, að í
löndunum í kringum okkur, sérstak
lega í stærstu ríkjum hins vestræna
heims, hefur þetta orðið eitt
helsta málið á dagskrá stjórn-
málanna.
Ég vil leggja mikla áherslu á
að þessar nýju aðferðir krefjast
þess að við setjum fram miklu
skýrari markmið stofnana og
fyrirtækja sem ríkið rekur. Meg-
inatriðið er að við rekum ekki
stofnanir sjálfra þeirra vegna, held-
ur vegna þess að þær hafi hlutverki
að gegna. Ríkið er í raun að kaupa
þjónustu hinna ýmsu stofnana, en vand-
inn hefur verið sá að oft liggur hlutverk
þeirra ekki nægilega Ijóst fyrir. Þessu vil
ég breyta. Ríkið er fjárfestir, sem á að
hugsa hverja fjárfestingu út frá ábatanum
sem af henni kann að hljótast. Sá ábati
getur bæði verið fjárhagslegur og
félagslegur. Til þess þarf ríkið að vita
hvað það er að kaupa, hvort sem það er
menntun, heilbrigðisþjónusta, land-
græðsla eða hvað annað. Samskipti ríkis
og stofnana þess eru að mörgu leyti úr-
elt. Hingað til hefur Alþingi sett fólk í
stjórnir ríkisfyrirtækja. Þetta fólk telur
sig oft vera fulltrúa fyrirtækjanna gagn-
vart fjárveitingavaldi og ríkisstjórn, í
stað þess að gæta almannahagsmuna
gagnvart stjórnendum fyrirtækjanna. Al-
þingi á ekki að blanda sér inn í ntálefni
framkvæmdavaldsins með þessum hætti.
Þessir hlutir eiga að vera á ábyrgð fram-
kvæmdavaldsins, en Alþingi á síðan að
styrkja eftirlitshlutverk sitt.
Þú hefur nefnt rökin fyrir nútíma-
væðingunni og þau eru auðvitað góð
og gild. En má þá ekki spyrja hvort
pólitískur vilji sé fyrir hendi. Við sjá-
um t.d. í Svíþjóð, að nú er fylgi hægri
manna að minnka þar og menn vilja
aftur fara í gamla sósíalismann. Hefur
almenningur ekki áttað sig á nauðsyn
breytinga?
Ég held að nú sé meiri skilningur á
þessu og vilji til aðgerða en oft áður, ein-
faldlega vegna þess að menn skynja
vandamálin, stærð ríkisreksturins og út-
þenslu báknsins betur en oftast áður.
Hitt er annað mál að það eru auðvitað
fjölmargir sem kjósa af einkaástæðum
og sérhagsmunum að viðhalda kerfinu
óbreyttu.
Ég get nefnt, að fyrir réttum tuttugu
árum mætti það iitlum skilningi hjá al-
menningi þegar talað var um að selja
fyrirtæki eins og Landssmiðjuna og fleiri
atvinnufyrirtæki sem starfrækt voru í
fullri samkeppni við aðra. Nú ver það
enginn að ríkið eigi að halda úti slíkum
atvinnurekstri. Það hafa orðið gífurlegar
breytingar á síðustu áratugum. Þess
vegna held ég að vandinn sé ekki sá að
koma þessu til skila í stjórnmálaflokkun-
um heldur til almennings. Og ef almenn-
ingur á að styðja þetta þá verður hann að
sjá árangur eins og betri lífskjör eða
bætta þjónustu. Það er ekki hægt að gera
þessar breytingar, sem nú er orðin nokk-
uð almenn samstaða um í stjórnmála-
flokkunum, nema almenningur skilji og
styðji þessar hugmyndir. Leið stjórn-
málamannanna hlýtur alltaf að liggja í
gegnum almenning.
Gætirðu nefnt einhver dæini um hvað
gert hefur verið og hvað stendur til að
gera?
Síðan núverandi ríkisstjórn tók við
völdum hefur verið unnið á öllum sviðum
að nýskipan í ríkisrekstrinum. I fyrsta
lagi má minna á sölu fyrirtækja á borð
við prentsmiðjuna Gutenberg, Ferðaskrif-
stofu íslands, Jarðboranir ríkisins, fram-
leiðsludeild Á.T.V.R. og SR-mjöl, svo
eitthvað sé nefnt. I öðru lagi hefur rfkis-
stjórnin samþykkt útboðsstefnu sem mið-
ar að því að auka útboðsstarfsemi rfkis-
ins. Útboð skila ríkinu hundruða milljóna
króna sparnaði á ári og við getum aukið
þann sparnað til muna. í þriðja lagi hefur
verið unnið að umbótum í ríkisrekstrin-
um sjálfum. Á síðastliðnu ári héldum
við tvær ráðstefnur um þetta efni og
settum stefnumið. Frá þeim tíma
hafa tugir manna komið að undir-
búningsstarfi. Afrakstur þessarar
vinnu er að koma í ljós. Á
næstunni verður gefinn út
bæklingur um svokallaða
samningsstjórnun, en hún felst
í því að ráðuneyti og stofnanir
sem undir þau heyra gera með
sér samning þar sem ráðuneytið
er kaupandi, en stofnunin seljandi
þjónustunnar. í slíkum samningi er
útlistað nákvæmlega hvaða þjónustu
verið er að kaupa og hvaða markmið þarf
að uppfylla. Hér er um mjög mikilvægt
mál að ræða, sem getur skilað geysilegri
hagræðingu á mörgum sviðum og bættri
þjónustu. Einmitt um þessar mundir erum
við að skoða fyrirtæki sem helst kæmu til
greina sem eins konar reynslufyrirtæki í
þessum efnum. Svo stendur til að halda
ráðstefnu um gæðastjómun í ríkisrekstr-
'i
áþjónustuhlutverkið
Þorsteinn Siglaugsson rœðir við
Friðrik Sophussonfjármála-
ráðherra um nútímavœðingu
í ríkisrekstri
o