Stefnir - 01.04.1994, Qupperneq 11
Þetta hefur auðvitað verið á kostnað ann-
arra markmiða. Við höfum til dæmis
þurft að hægja á stefnunni í átt til jafn-
vægis í ríkisfjármálum. Ég tek undir að
það er viss hætta á að menn kaupi frið-
inn of dýru verði.
Samstarfið við aðila vinnumarkaðarins
hefur hins vegar skilað okkur efnahags-
legum stöðugleika og minna atvinnu-
leysi en ella.
Ungir sjálfstæðismenn hafa gagnrynt
sóun í rekstri Ríkisútvarpsins harð-
lega. Fjölmargir innan okkar raða
telja einnig skylduáskrift að ríkisfjöl-
miðlum brjóta í bága við grundvallar-
mannréttindi. Síðast þegar fréttist
höfðu 14.000 nianns skrifað undir þá
sömu skoðun. Útvarpslaganefnd hefur
starfað í fjölda ára en engar tillögur
komið fram sem nálgast þetta sjónar-
mið. Hver er skoðun þín á þessu
máli? Og í framhaldi af því: Þarf
ekki að taka til í nefndafargani Al-
þingis og Stjórnarráðs?
Auðvitað er sjálfsagt að taka til í
nefndafarganinu og slá af þær
nefndir sem ekki skila af sér. Ég veit
hins vegar ekki betur en þessi nefnd
hafi skilað af sér nú. En það er mín
skoðun að ekki sé hægt að una því að
RUV hafi þau forréttindi varðandi
áskriftargjöld sem nú eru við lýði. Ég ef-
ast um að þetta stand-
ist jafnræðisreglu ís-
lensks réttar. Vilji
ríkið styrkja starf-
semi RÚV sérstak-
lega, á það að gerast
með beinu framlagi
sem meirihluti þings-
ins ber ábyrgð á.
Þetta mál hefur ekki
verið rætt í ríkis-
stjórn, en það hefur
hins vegar verið rætt
milli einstakra ráð-
herra og ég veit að
fleiri þar eru sömu
skoðunar og ég hef
lýst hér.
Hvað SR-mjöl varðar var ágreiningur
milli ráðuneyta um hvernig vinna ætti að
því máli. Ráðuneyti fjármála og sjávar-
útvegs voru ekki á einu máli um hvernig
ætti að stilla upp efnahagsreikningi fyrir-
tækisins og standa að sölunni. Niður-
staðan varð þessi og sjávarútvegsráðu-
neytið fór með valdið í því máli. Sú
gagnrýni sem fram kom á að kenna okk-
ur að vanda mjög til vinnubragða. Um-
fram allt tel ég að kominn sé tími til að
rfkið selji eignir sínar á almennum mark-
aði þar sem allir eiga þess kost að kaupa
hlutabréf. Við gerðum þetta við Jarðbor-
Hagsýsla ríkisins hefur tekið saman lista
yfir stofnanir og fyrirtæki sem til greina
koma til samningsstjómunar. Eftirtaldar
stofnanir er að finna á þessum lista, en
lagt er til að fjórar til sex þeirra verði
valdar í upphafi. Kvennaskólinn í
Reykjavík, Þjóðminjasafn íslands,
Sinfóníuhljómsveit íslands, Bændaskólinn
á Hólum, Laxeldisstöðin í Kollafirði,
Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins,
Brunamálastofnun ríkisins, Stofnanir
Nú undanfarið
hafa framkvæmdir
Einkavæðingar-
nefndar hlotið gagn-
rýni. Hinum al-
inenna kjósanda
virðist hæpið hvern-
ig staðið var að sölu
SR-mjöls. Einnig
má nefna Islenska
endurtryggingu.
Hefur ríkisstjórnin hér óhreint mjöl í
pokahorninu, eða er upplýsingaskorti
um að kenna að þessar framkvæmdir
skuli véfengdar?
fatlaðra varðandi samninga við
sveitarfélög, Tryggingaeftirlitið,
Lyfjaeftirlit ríkisins, Framkvæmdasýslan,
Ríkiskaup, Fasteígnamat ríkisins,
Siglingamálastofnun ríkisins,
Iðntæknistofnun
Veðurstofa íslands
anir ríkisins og
það tókst mjög vel.
Ég held að það verði
aldrei almennur
skilningur á einka-
væðingunni fyrr en
allir landsmenn eiga
þess kost að kaupa
hlutabréf í þessum
fyrirtækjum. Aðeins
þannig getum við
notað einkavæðingu
til að búa til nýja
kapítalista. Það er
stærsti kostur einka-
væðingarinnar. Því
er nauðsynlegt að við
leggjum áherslu á að
sem flestir taki þátt í
henni. Hún er mikil-
vægasta tækið sem
við eigum til að efla
skilning á því hvern-
ig rekstur fyrirtækja gengur fyrir sig og
við megum ekki láta þetta tæki renna
okkur úr greipum.
Er ekki nauðsynlegt að ríkisstjórnin
bregðist við ásökunum af þessu tagi?
Gagnrýni af þessu tagi er mjög alvar-
leg. Þarf ekki einhverja hlutlausa
stofnun sem getur tekið á slíkri gagn-
rýni?
Ég tel nauðsynlegt að stjórnvöld geti
skýrt slíka hluti, enda er hér verið að fara
með eigur almennings í landinu. Einka-
væðingarnefndin hefur framkvæmt þessi
mál, reglur hennar hafa verið samþykktar
í ríkisstjórn og auðvelt er fyrir almenning
að sjá hvort þeim reglum er fylgt. Ég veit
að þessar reglur verða dregnar fram þeg-
ar sala SR-mjöls verður tekin fyrir fyrir
dómi. Slfkt á að veita nægilegt aðhald.
Má ekki segja að forsenda fyrir öfl-
ugri nútímavæðingu fyrirtækja sé nú-
tímavæðing stjórnmálanna sjálfra?
Hringlið með skattbreytingarnar
fyrir áramót bendir til dæmis ekki
til þess að stjórnmálamenn hafi
borið saman tveggja þrepa virðis-
aukakerfi annars vegar og aðra
möguleika hins vegar, til neinnar
hlítar. Þess í stað virðist sem látið
hafi verið undan kröfum hluta
verkalýðshreyfingarinnar án
minnstu yfirvegunar.
Ég held að það sé mikilvægt að skatta-
lög séu þannig að þau taki sem minnstum
breytingum, svo að fólk geti treyst því að
reglur séu svipaðar frá ári til árs. Þar þarf
að vera um langtímastefnumótun að
ræða. Ég viðurkenni hins vegar að ís-
lendingar hafa öðrum þjóðum meir notað
skattkerfisbreytingar til að ná fram víð-
tæku samkomulagi í þjóðfélaginu á
öðrum sviðum. Það átti sér stað þegar
þessi breyting á virðisaukakerfinu var
gerð, sem var til að viðhalda stöðugleika
í þjóðfélaginu. Þegar ríkisstjórnin hóf
störf hafði hún að stefnumiði að breikka
skattstofna og lækka skatthlutfall. A-
kvörðunin á miðju síðastliðnu ári um
14% skatt á undanþegna vöru og þjón-
ustu átti að vera liður í að breikka skatt-
stofninn, svo á endanum mætti hækka
neðra þrepið og lækka það efra. Þegar á-
kvörðun um lækkun virðisaukaskatts af
matvælum var tekin voru allir útreikn-
ingar til og öllum ljóst að sú aðferð sem
gripið var til var mjög dýr tekjujöfnunar-
aðgerð. Astæðan fyrir því að verkalýðs-
hreyfingin taldi þetta vera forsendu
kjarasamninga var hinsvegar sú, að slík
breyting yrði varanleg. Einnig kæmi
lækkun matvæla þeim að góðum notum
sem væru með tekjur undir skattleysis-