Stefnir - 01.04.1994, Side 14
/■^næstu árunt þarf að skoða allar leiðir
til að auka hagvöxt hérlendis. Mikil-
vægt er í því sambandi að gera rekstur
hins opinbera einfaldari og skilvirkari.
Ymsar þjóðir eins og Nýsjálendingar,
Bretar og Danir hafa lagt í ýtarlega
stefnumörkun til að ná fram aukinni skil-
virkni ríkiskerfisins. Stefnan um ein-
faldara og skilvirkara ríkiskerfi verður
hér nefnd nútímavæðing. Ríkisstjórn
Davíðs Oddssonar hefur einnig unnið
markvisst í því að draga úr ríkisútgjöld-
Nútímavæðing felur í sér heildarupp-
stokkun á ríkiskerfinu með það að
markmiði að einfalda það og bæta.
Hugmyndin um nútímavæðingu byggir
að nokkru á því að líta á hið opinbera
eins og fyrirtæki.
um og hefur henni orðið nokkuð ágengt.
Ein áreiðanlegasta vísbending um það er
sú staðreynd að ríkisútgjöld hafa dregist
saman um 7% á undanförnum þremur
árum en þau höfðu aukist um 7% að
raunvirði þrjú árin þar á undan.
Giíman við fortíðarvandann, sem fyrri
ríkisstjórn ýtti á undan sér, og vinna að
framkvæmd stefnu-
miða sjálfstæðis-
manna um einfaldari
ríkisrekstur hafa skil-
að árangri. Þar ber
helst að geta einka-
væðingar opinberra
fyrirtækja, heildar-
stefnu í útboðsmál-
um ríkisins og nýj-
unga í rekstri ríkis-
stofnana sem líklegt
er að verði meira á-
berandi á komandi árum.
Ef einhvern tíma var þörf þá er nú
nauðsyn að vinna að varanlegum breyt-
ingum á opinberum rekstri hérlendis.
Ein alvarlegasta vísbendingin um hvert
við höfum stefnt á undanförnum áratug-
um er hröð fjölgun ríkisstarfsmanna.
Frá árinu 1986 hefur ársverkum f at-
vinnurekstri fjölgað um 750 á sama tíma
og landsmönnum fjölgaði um 18 þúsund
manns. Ný störf hafa hinsvegar orðið til
hjá hinu opinbera þar sem ársverkum
fjölgaði um rúmlega 2000. Ríkiskerfið
þarf því að taka til gagngerrar endur-
skoðunar og þar þarf meira af varanleg-
um lausnum en ekki skyndiákvörðunum
sem síðar koma í bakið á skattgreiðend-
unt. Framkvæmd nútírnavæðingar í opin-
berum rekstri er það sem koma skal.
Nútímavæðing
Nútímavæðing felur í sér heildarupp-
stokkun á ríkiskerfinu með það að mark-
ntiði að einfalda það og bæta. Hug-
myndin um nútímavæðingu byggir að
nokkru á því að líta á hið opinbera eins
og fyrirtæki. I þessu fyrirtæki þarf
stöðugt að fara fram endurskoðun á
þeim tækjum sem þetta fyrir-
tæki hefur til að uppfylla
þau markmið sem eig-
endur þess hafa sett því.
Vandinn í rekstri hins
opinbera er sá, að aðhald
skortir til að eðlilegar breyt-
ingar verði í rekstrinum sem
stuðla að sparnaði og hagræðingu.
Tregðulögmálið á vel við í þessum
rekstri eins og reyndar víðar. Svo virðist
til dæmis að betra sé að setja upp nýja
deild heldur en að fækka þeim sem fyrir
eru.
Það er fyrst og fremst tilgangurinn með
nútímavæðingu að búa svo unt hnútana
að stöðug uppstokkun eigi sér stað í
rekstri opinbera kerfisins sem miði að
því að uppfylla óskir eigenda þess. Með
nútímavæðingu er ríkiskerfið tekið til
gagngerrar endurskoðunar. Hvert fyrir-
tæki, stofnun eða deild innan ríkiskerfis-
ins er skoðað með tilliti til þess hvort
þörf sé á þessari starfsemi. I franthaldi
af því er ákveðið hvort þessi starfsemi
verði lögð niður, seld einkaaðilum, boð-
in út eða að starfsemin verði áfram alfar-
ið á herðum ríkisins.
Með nútímavæðingu er reynt að ein-
falda ríkiskerfið og gera það skilvirkara.
Þá er reynt að gera umhverfi þeirra opin-
beru stofnana, sem ætlunin er að verði á-
fram á höndurn ríkisins, eins líkt um-
hverfi einkafyrirtækja og kostur er.
Stofnanirnar fá aukið svigrúm í launa-og
ráðningarmálum, ráðstöfun sértekna
o.s.frv. Um leið eru þeim sett ströng
fjárhags- og þjónustutakmörk sem fyrir-
svarsmenn þeirra taka fulla ábyrgð á.
Hugmyndafræði nútímavæðingar
Fræðilegur bakgrunnur nútímavæðing-
ar má segja að komi frá frjálslyndum
hagfræðikenningum, sem áttu m.a. upp-
©