Stefnir - 01.04.1994, Side 16

Stefnir - 01.04.1994, Side 16
o undanfömum árum hefur sífellt verið halli á rekstri ríkissjóðs og fara verður allt aftur til ársins 1984 til þess að finna dæmi um jöfnuð. Hallinn hefur valdið erlendri skuldasöfnun, eftirspurn ríkisins eftir fjármagni hefur haldið vöxtum háum og hallinn hefur verið notaður til að réttlæta aukna skatt- heimtu. Heildarhalli ríkissjóðs frá árinu 1985 til ársins í ár á núgildandi verðlagi miðað við lánskjaravísi- tölu er rúmlega 77 milljarð- ar eða 7700 milljónir að meðal- tali á ári (sjá töflu). Meðaltalshallinn á ári jafngildir helmingi ríkissjóðstekna af tekjuskatti einstaklinga (áætlaðar 15 milljarðar á árinu 1994). Skuldir ríkissjóðs skv. ríkisreikningi 1992 nema nú 236 milljörðum króna og eigið fé ríkissjóðs mun vera neikvætt um 150 milljarða. Ef stefnt væri að því að endurgreiða skuldir ríkissjóðs á 10 árum og vextir væru 5% mundi árgreiðslan vera 30,5 milljarðar. Ef endurgreiða ætti skuldirnar á 20 árum yrði árgreiðsl- an 18,9 milljarðar miðað við sömu vexti. Aðalfundur Versl- unarráðs Islands, sem haldinn var í febrúar, fjallaði um niðurskurð ríkisút- gjalda. Lögð var fram skýrsla fjögurra vinnuhópa um niðurskurð ríkisútgjalda fyrir á annan tug milljarða. I grein þess- ari er stuðst við hugmyndir eins vinnu- hópsins sem greinarhöfundur hafði um- sjón með. Leiðir til úrbóta Þegar taka þarf á jafn miklum rekstrar- vanda og ríkissjóður hefur átt við að etja undanfarin ár þarf að endurskoða alla þætti starfseminnar. Akveða þarf hvaða verkefnum ríkissjóður eigi að sinna og hvert sé markmiðið með þeirri starfsemi sem hann rekur. Hallarekstri ríkissjóðs verður ekki breytt nema með nýjum hugsunar- hætti og nýjum vinnubrögðum. Helstu leiðir til að takast á við hallann eru eftirfarandi: Minni ríkisumsvif - fækkun verkefna. Þegar einkafyrirtæki glíma við rekstr- arvanda er litið til þess hvaða verkefni þau hafa með hönd- um og hvort ekki megi fækka þeim. Það sama þarf hið opinbera að gera. Skoða þarf hvaða verkefnum er eðlilegt að ríkissjóður sinni, og hvaða verkefnum hann þurfi ekki að sinna og séu best komin í hönd- um einkaaðila. Sala eigna Þegar verkefni hins opinbera hafa verið skilgreind er komið að framkvæmdinni við að minnka umsvifin. Algengast er að selja eignir og verðmæti sem tengj- ast þeirri starfsemi sem ríkið ætlar ekki að sinna áfram. Söluandvirðið ætti að renna til þess að minnka skuldir hins opinbera. Gæta þarf þess að andvirðið verði ekki látið fjármagna rekstrarút- gjöld því þá er verið að velta framtíðar- vanda á undan sér. Hagræðing Þeim verkefnum sem ríkið sinnir áfram þarf að sinna með hagsmuni skattgreið- enda í huga. Gæta þarf þess að ávallt sé leitað hagkvæmustu lausna og byggja þarf upp hvata til þess að slíkt sé gert. Þetta má gera á ýmsa vegu og verða því aðeins nefndar helstu leiðir. a) Endurskipulagning stjórnsýslunnar Endurskipuleggja þarf stjómsýsluna frá grunni um leið og verkefni ríkisins eru ákveðin og markmið skil- greind. Ráðuneytum og ráðherrum þarf að fækka. Sameina þarf stofnanir og einnig meðferð málaflokka sem nú heyra undir marg- ar stofnanir og ráðuneyti. Stjórnsýslan á að vera hraðvirk og skipulag hennar einfalt. Nýta þarf tækn- ina, einkum á fjarskiptasviðinu, til þess að fækka útibúum hins opinbera og spara almenningi óþarfa snúninga. Við slíka framtíðarskipulagningu stjórnsýslunnar er eðlilegt að verkefni verði færð frá ríki til sveitarfélaga, enda má ætla að þjónustan batni og verði ódýr- ari eftir því sem hún er nær almenningi. I þvt' sambandi er mikilvægt að stækka einingar á sveitarstjórnarstigi, annað hvort með sameiningu sveitarfélaga eða nánari samvinnu þeirra. b) Útboð verkefna Varðandi þau verkefni sem ríkið hefur tekið að sér að tryggja framkvæmd á, þarf að ákveða, fyrir hvern verkþátt, hvort ríkið eigi að sinna honum eða hvort að rétt sé að bjóða verkið (þjónust- una) út. Með útboði má ekki einungis kaupa hagkvæmari þjónustu, nýta kosti sam- keppninnar eða minnka umsvif ríkisins, heldur fæst einnig samanburður á kostn- aði og gæðum. Þannig fást mikilvægar upplýsingar til þess að meta hvort að rík- ið eigi að sinna ákveðnum verkefnum eða hvort að einstaklingar séu betur í stakk búnir til þess. Utboð geta líka ver- ið ágætt tæki til þess að losa um starf- semi sem ríkið hefur áður haft einkarétt á. Sparnaður af útboði næst fyrst og fremst með þeirri samkeppni sem verður um samninga; hún tryggir lægsta fáan- legt verð. Sem dæmi má nefna ræstingamarkað- EftirJónas FriðiikJónsson Nýhugsun íÉisreksöi Þegar verkefni hins opinbera hafa verið skilgreind er komið að framkvæmdinni við að minnka umsvifin. Þeim verkefnum sem ríkið sinnir áfram þarf að sinna með hagsmuni skatt- greiðenda í huga. o

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.