Stefnir - 01.04.1994, Qupperneq 18

Stefnir - 01.04.1994, Qupperneq 18
3. þjónustusamningar Til að innleiða samkeppnishugsun hjá hinu opinbera er rétt að gera þjónustu- samninga milli ríkisstofnana annars vegar og fagráðuneyta og fjármálaráðuneytis hins vegar. Slíkur samningur ætti að vera til nokkurra ára og fjalla annars vegar um skyldur stofnunarinnar, þ.e. markmið starfseminnar og gæði þjónustunnar, en hins vegar um greiðslur ríkisins fyrir þjón- ustuna. Með þessu móti væri stefnt að stjómun- arlegu sjálfstæði viðkomandi stofnunar gegn því að hún næði skilgreindum mark- miðum um árangur. Markmiðið með slík- um samningum væri ávallt aukinn sparnað- ur og hagræðing í rík- isrekstrinum, og væri samningurinn tæki til þess að ná fram kostum einkarekstrar. Við slíka samningsgerð þyrfti að skilgreina vandlega markmið og kröfur um árangur auk þess sem gerð yrði langtímastefna í sambandi við framlög til viðkomandi starfsemi. 4. Starfsmannastefna Gera þarf starfsmannamál sem líkust því sem er á almennum vinnumarkaði. Draga þarf úr miðstýringu hjá hinu opinbera varðandi launamál. Með auknu sjálfstæði ríkisstofnana þarf að auka sveigjanleika, launa vel góða starfsmenn og keppa við einkareksturinn um vinnuafl. Afnema þarf kostnaðarsöm sérréttindi eins og æviráðningu (þar sem hún er til staðar), ríka vernd gegn uppsögnum og biðlaunarétt. Brjóta þarf upp hið margslungna fríð- inda- og sporslukerfi sem tíðkast í launa- málum, en veita stofnunum svigrúm til þess að umbuna góðum starfsmönnum og jafnframt að veita starfsmönnum hlutdeild í hagræðingu og sparnaði. Arlega ætti að eiga sér stað frammistöðumat, þar sem yf- irmaður og undirmaður ræða frammistöðu starfsmannsins og stofnunarinnar og hvort sett markmið hafi náðst. Samhliða þessu á að vera starfslýsing fyrir hvert starf hjá hinu opinbera og starfsmannahandbækur með helstu upplýsingum og verklagsregl- um. Stefnan á að vera sú að launakjör hjá hinu opinbera séu sambærileg því sem gerist á almennum vinnumarkaði. Með samkeppnishugsun er átt við að reynt verði að innleiða þann aga og kosti sem frjáls samkeppni veitir einkaaðilum. 5. Aukið val notenda Besta eftirlitið með þjónustu ríkisstofn- ana eru viðhorf notenda þjónustunnar. Til þess að neytandinn geti látið viðhorf sitt til þjónustunnar í ljós verður hann að hafa val. Fyrsta skrefið getur verið að afnema einokun ríkisins á sviðum þar sem einkaaðilar geta einnig veitt þjón- ustu og sjá til þess að samkeppnisstaða sé jöfn. Þannig myndast ákveðið val- frelsi fyrir notendur þjónustu. Til viðbótar þessu þarf að huga að öðr- um aðgerðum til þess að fjárveitingar til opinbers reksturs verði lagaðar að eftir- spurn. I því sam- bandi má nefna tvær leiðir. Annars vegar kann í ýmsum tilvik- um að vera rétt að á- kvarða fjárveitingu á hvern notanda í stað fastrar upphæðar til stofnunar. Þetta mætti t.a.m. gera með því að ákveða fjár- veitingu á hvern nemanda í skóla eða sjúkling sem kæmi á spítala. Hins vegar mætti fara þá leið að af- henda almenningi ávísun á ákveðna þjónustu sem þeir gætu síðan framvísað hjá þeim aðila sem þeir teldu að veitti bestu þjónustuna. Avísunin hljóðaði á tiltekna þjónustu en viðkomandi stofnun (stofnanir) gætu leyst ávísunina út hjá hinu opinbera og fengið peningagreiðslu. Nátengt samkeppnishugsuninni er það að innleiða hjá hinu opinbera ýmsa stjórnunartækni sem notuð er í rekstri atvinnufyrirtækja. þar má nefna að 6. Efling kostn- aðarvitundar Hér að ofan hefur verið minnst á ýmis atriði sem væntanlega munu efla kostnaðar- vitund þeirra sem starfa hjá hinu opin- bera. Fleira má þó koma til og einnig þarf að auka slíka vitund hjá notendum opinberrar þjónustu. Ríkisstofnanir og ráðuneyti veita öðr- um stofnunum hins opinbera þjónustu og er eðlilegt að slxk þjónusta verði seld. Þó í raun sé einungis urn reikningslega millifærslu að ræða innan ríkisins, þá skapar slíkt aðhald og hvetur stjómendur opinberra aðila til þess að nota ekki meiri þjónustu en þörf er á. breyta þarf bókhaldi ráðuneyta og stofnana yfir I hefðbundna rekstrar- Kostnaður við húsnæði er afar hár hjá sumum ráðuneytum og stofnunum, en húsa- leiga er aðeins greidd fyrir hluta þeirra. Þær eignir sem heyra undir fjármálaráðu- neytið eru flestar leigðar út í gegnum Fast- eignir ríkissjóðs. Húsaleigufyrirkomulagið hefur tvo þýðingarmikla kosti. Annars veg- ar eykur það kostnaðarvitund notenda, sem hvetur til hagræðingar í rekstri. Aukið hús- næði þýðir aukinn kostnað og stofnanir geta sparað í rekstri við að minnka við sig hús- næði. Hins vegar þýða tekjur af húsaleigu það að hægt er að ráðstafa þeim í reglu- bundið viðhald fasteigna í stað þess að bíða þurfi sérstakra fjárveitinga til viðhaldsins. 7. Ávöxtunarkrafa á fjárbindingu Til að efla kostnaðarvitund enn frekar þarf að leggja áherslu á að stjórnendur í ráðu- neytum og stofnunum geri sér grein fyrir kostnaði við bundið fjármagn þegar þeir taka ákvarðanir um fjárfestingar. Þetta má gera með því að gerð sé ákveðin ávöxtunar- krafa til alls fjármagns sem stofnun eða ráðuneyti hefur bundið í fasta- og lausafjár- munum. Avöxtunarkrafan gæti verið mis- munandi eftir eðli fjárfestingar. Þannig væri það ekki einungis spurning um fjár- hæð fjárfestingarinnar þegar ráðist er í hana, heldur einnig kostnað við fjárbind- ingu út endingartíma eignarinnar. þessi að- ferð ætti að hvetja til Þess að stjórnendur reyndu að komast af með sem minnst magn og sem lægst verð þegar fjárfest er, t.d. í húsbún- aði, bílum og þess hátt- og efnahagsreikninga eins og tíðkast hjá fyrirtækjum. Avinningur framtíðar Hér að framan hefur verið tæpt á því hvernig megi innleiða sam- keppnishugsun í ríkis- rekstrinum. Til að framkvæma slíkar breytingar á uppbygg- ingu og vinnubrögðum hjá hinu opinbera þarf kjark, en ávinningurinn getur orðið mikill. Með niðurskurði ríkisútgjalda og viðskiptalegum sjónarmiðum ríkisrekstri er hægt að létta skattbyrðum bæði af einstak- lingum og atvinnulífi. Slíkt er nauðsynlegt til þess að lífskjör hér á landi dragist ekki aftur úr því sem tíðkast í nágrannalöndum okkar. ©

x

Stefnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.