Stefnir - 01.04.1994, Síða 20

Stefnir - 01.04.1994, Síða 20
^^desember 1992 stigu leiðtogar Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada stórt skref í átt til frjálsræðis í verslun og fjár- festingum með undirskrift Fríverslunar- sáttmála Norður-Ameríku (NAFTA: North American Free Trade Agreement). NAFTA samanstendur af nokkrum margir spái því að þessu markmiði verði náð allmiklu fyrr. Sem dæmi má nefna að fyrir gildistöku sáttmálans þá lögðu Bandaríkjamenn um 4% toll á mexíkósk- ar vörur að meðaltali, en tollar Mexíkó- manna á bandarískar vörur voru um 10% að meðaltali. framkvæmd samningsins og deilumál. í viðskiptanefndinni sitja viðskiptaráðherrar landanna og kemur hún saman a.m.k. einu sinni á ári. Nokkrar hömlur verða áfram lagðar á fjárfestingar. Olíufyrirtæki í ríkiseign halda einkaleyfi til olíuvinnslu í Mexíkó, ►►►►►►►► bandalag án Kafta samningum. Sumpart er hann þríhliða samningur, að öðru leyti gilda sérsamn- ingar miili Bandaríkjanna og Mexíkó, og Kanada og Mexíkó. Samningurinn sem tók formlega gildi 1. janúar 1994 er stærsti fríverslunarsamningur sem gerður hefur verið og kveður hann á um afnám tolla og viðskiptahindrana milli Banda- ríkjanna, Mexíkó og Kanada. Um 370 milljónir manna búa í þessum þremur ríkjum og nemur samanlögð þjóðarfram- leiðsla þeirra sex billjónum Bandaríkja- dollara. Margir telja að NAFTA muni sanna að pólitískur samruni sé ekki for- senda efnahagslegs samruna. Það hefur vafalaust ekki farið framhjá mörgum þær miklu deilur sem áttu sér stað í Bandaríkjunum og viðar um NAFTA, en fremstur í flokki andstæð- inga sáttmálans var hinn “litríki “ stjórn- málamaður Ross Perot. Deilurnar um NAFTA er það sem einkennt hefur flest alla fjölmiðlaumfjöllun hér á landi en minna hefur farið fyrir því hver hugsan- legur ávinningur Islands yrði við aðild að NAFTA. Samningurinn Eins og áður sagði kveður NAFTA á um afnám allra tolla og viðskiptahindr- ana milli landanna þriggja. Ráðgert er að fella niður tolla á flestallar vörur strax við gildistöku samningsins, einhverjar vörur fá aðlögunartíma 15-10 ár, en vör- ur sem skilgreindar hafa verið sem sér- staklega viðkvæmar fá allt upp í 15 ára aðlögunartíma. Afnám allra tolla verður því að veruleika árið 2009, þó svo að í grein 102 í sáttmálanum koma fram sex grundvallarmarkmið NAFTA: 1) Að eyða hindrunum í verslun og greiða fyrir flutningi verslunarvara og þjónustu milli aðildarríkjanna. 2) Að stuðla að aðstæðum fyrir eðli- lega samkeppni á fríverslunarsvæð- inu. 3) Að auka verulega fjárfestinga- möguleika í löndum þátttökuaðilanna. 4) Að eignarréttur einstaklinga í landi hvers þátttökuaðila sé að öllu leyti tryggður. 5) Að samþykktar verði reglur og skipuð nefnd sem sjái til þess að á- kvæðum samningsins verði fylgt. 6) Að koma upp frumdrögum að frek- ari þríhliða og marghliða samvinnu til að þróa kosti samningsins. Þegar samningurinn er skoðaður virð- ist fátt benda til þess að þessum mark- miðum verði ekki náð. Samningurinn er fyrst og síðast fríverslunarsamningur, hann kveður á unr frjálsan flutning vöru, þjónustu, og fjármagns en hreyfingar vinnuafls milli landanna þriggja verða á- fram sönru takmörkunum háðar og áður. NAFTA-samningurinn gerir ekki ráð fyrir framsali á ríkisvaldi og gengur hann ntun skemur en EES-samningurinn hvað þetta atriði varðar. NAFTA mun ekki útheimta neinar nýjar stofnanir eða þykk bindi af nýjum reglugerðum, það verður einungis komið upp tveimur nefndum sem eiga að fást við brot á lág- marksreglum um umhverfisnefnd og vinnumarkaðsmál. Auk þess verður stofnsett viðskiptanefnd sem fjallar um þetta ákvæði reyndu samninganefndir Bandaríkjanna og Kanada ítrekað að fá fellt út úr samningnum en Mexíkómenn stóðu fastir fyrir í þessu efni. bandarísk og kanadísk fyrirtæki fá hins vegar leyfi til þess að leita að olíu og fullt frelsi ríkir í viðskiptum með vörur sent unnar eru úr olíu og jarðgasi. Það verða einnig tak- markanir á fjárfestingum í bandarískum flugfélögum og útvarpsstöðvum og sama máli gegnir um fjárfestingar innan kanadískrar menningarstarfssemi. ísland og NAFTA NAFTA-samningurinn gerir ráð fyrir að öll ríki heims geti gerst aðilar. í skýrslu utanríkisráðherra íslands frá 10. desember 1993 kemur fram að ekkert sé því til fyrirstöðu að ísland geri fríversl- unarsamninga við önnur ríki. A aðal- fundi Félags íslenskra stórkaupmanna í febrúar 1993 sagði utanríkisráðherra að íslendingar ættu að leggja allt kapp á að búa sig undir að nýta vel tækifæri EES- samningsins. Fylgja ætti honum eftir með því að óska með formlegum hætti eftir viðræðum um aðild að NAFTA og tryggja þar með stöðu Islendinga gagn- vart ganrla og nýja heiminum. Fríversl- unarsamningur við Bandaríkin hefur lengi verið á borði íslenskra stjórnvalda eða allt frá því að Gunnar G. Schram flutti tillögu til þingsályktunar um gerð fríverslunarsamnings þar sem skorað var á ríkisstjórnina að láta fara fram könnun á gerð slíks samnings. Vorið 1986 var þingsályktunartillagan samþykkt. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og að-

x

Stefnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.