Stefnir - 01.04.1994, Side 24

Stefnir - 01.04.1994, Side 24
(^agblöðin eru oft gagnrýnd fyrir að segja aldrei góðar fréttir. Því er veitt minni athygli þegar þau sleppa því að segja þær slæmu. Því grunar mig að það komi flatt upp á Vesturlandabúa þegar borgarastríð brýst út í Suður-Afríku eftir fyrstu kosningarnar sem opnar eru öllum kynþáttum, næsta vor. Spá mín er hvorki byggð á sérfræðiþekk- ingu né leynilegri vit- neskju. Ég hef ekki komið til Suður-Afríku í fimm ár, þótt ég sé ný- kominn frá grannríkinu Zimbabwe. I raun ætti ég ekki að Ijá orðum mínum virðuleikablæ með orðinu “spá”. Aðeins er um grun að ræða, en það er grunur sem ég tel að flestir myndu deila með mér ef dag- blöðin létu hann ekki lönd og leið. Grunur minn byggist ekki á þeirri trú að svartur meirihluti geti ekki stjórnað ríki, heldur þeirri staðreynd að Suður-Afríka án stjórnar hvítra manna verður ekkert ríki á endanum. Sambands- ríkið Suður-Afríka er byggt upp af breskum nýlenduherrum, framandi blökkumönnunum sem búa þar og hatað af meirihluta hvítra, Búunum, sem voru neyddir í það með valdi. Búarnir samþykktu það aðeins vegna þess að eftir 1948 tóku þeir sjálfir völdin. Nú leysa þeir það upp. Hvers vegna ætti það að lifa? Því mætti svara til að blökkumenn vilji að Suður-Afríkuríkið lifi og því muni það gera það, enda verði þeir við stjórn- völinn. Það er rétt að enginn svartur stjórnmálamaður sem máli skiptir hefur lýst yfir að hann vilji leggja Suður-Afr- íku niður. Líklega er það einnig satt að þessir stjórnmálamenn, fáguðustu stjórn- málamenn f Afríku, séu hlynntir hinni vestrænu hugntynd um nútímalegt ríki allra kynþátta, laust við ættflokkaskipt- ingu. En að sjálfsögðu verða “blökku- menn” ekki við stjórnvölinn, því ekkert pólitískl afl með því nafni er til. Eittn flokkur, eða bandalag, mun sigra en hin- ir tapa. Líkast til verður Afríska þjóðar- ráðið sigurvegari kosninganna. Inkatha, hreyfing Zulumanna, tekur ekki einu sinni þátt í þeint og mun þar af leiðandi ekki virða ríkisstjórnina. Afar stór hluti svartra mun hafa hagsntuni af að koma í veg fyrir að áhrifa meirihlutans gæti í þeirra eigin héruðum. Sama mun eiga við um marga hvíta. Afríkanar (Búar) eru, eins og oft hefur verið sagt, þjóð- flokkur fremur en nýlenduþjóð. Frá og með apríl næstkomandi verða þeir þjóð- flokkur með talsvert vald, en í minni- hluta til frambúðar. Hin eðlilega þróun verður sú að smám saman útilokar kerfið þá. í rtkinu sem byggt verður á nýrri stjórnarskrá verða Zulumenn, hvítir, Ind- verjar, litaðir og fjölmargir smærri þjóð- flokkar blökkumanna undirokaðir af Xhosatnönnum. Því munu þeir annað hvort draga sig í hlé, berjast, eða gera hvort tveggja. Svipaðir hlutir hafa gerst í flestum Afríkuríkum. Hvíti maðurinn byggði þau o

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.