Stefnir - 01.04.1994, Blaðsíða 28
^Jenn er þessi öld á enda. Með henni
lýkur öðru árþúsundi hins gregoríanska
tímatals. Hvemig hennar verður minnst
er komið undir sagnariturum komandi
kynslóða. Okkar er að skapa sögu, ekki
að skrifa hana.1
Tuttugasta öldin hefur tryggt efnivið til
frambúðar. A tæpum tíu áratugum hefur
mannkyninu fjölgað um hátt á þriðja
milljarð. Tvær
styrjaldir drógu þó
fleiri til dauða en
svartidauði.2 Mest
hefur aukningin
orðið í ríkjum
þriðja heimsins.
þar búa nú þrír
fjórðu heims-
byggðarinnar. Um
miðbik aldarinnar
færði Manhattan
áætlunin okkur
atómvopnið. I
skugga þess hefur
mannkynið lifað í nær fimmtíu ár.
Geimferðakapphlaupið hófst 1957 og
tólf árum síðar stigu menn á tunglið.
Hernaðaruppbygging kalda stríðsins náði
hámarki á síðasta áratug. Takmarkalaus-
ar tækniframfarir höfðu þá viðhaldið
veldi Vesturlanda, eina öldina enn.
Sundurgreining samtímasögu er bund-
inn vissri huglægni, sem varpar Ijósi á
strauma hennar og stefnur. 1 undangeng-
inni samantekt má greina frjálslyndan3
tíðaranda. Hann kemur fram í andstöðu
við ríkjandi gildi. Trúin á tæknina er að
víkja fyrir mykri málum, afstaðan til um-
heimsins er einnig önnur. Hugmynda-
fræði nýrrar aldar er í mótun.
Er heildarhyggja að kveða sér
hljóðs?
Einstaklingshyggja lagði grunninn að
stjórnkerfi Vesturlanda. Velgengni þess
er ekki síst að þakka hinu skilvirka hag-
kerfi. Með frjálsum viðskiptum má auka
nytjar til muna. Markaðurinn hefur með
þá iðju að gera. Kerfi frjálsra viðskipta
hefur engu að síður mátt þola gagnrýni,
sem hefur komið úr ýmsum áttum.
Enn lifir í glæðum hinnar sovésku
sameignarstefnu.4 Þess er þó varla langt
að bíða að sól hennar renni í ægi. Upp-
gangur fasismans vekur hinsvegar
nokkurn ugg. Festi hann rætur í lendum
Rússlands geta erfiðir tímar farið í
hönd.5
Á síðari árum hefur gagnrýnisrödd
umhverfissinna hlotið æ meiri hljóm-
grunn. Hlutdeild mjúkra mála hefur auk-
ist, að nokkru vegna þátttöku kvenna í
stjórn og starfi. Áherslan er ekki lengur á
breytt tekju- og eignaskipti.
Umhverfishyggjan á sér hvorki skil-
greinda upphafsmenn né forystu. Áhrif
hennar eru alþjóðleg og að mestu óháð
flokkadráttum. Hún hefur átt greiða leið
til kjósenda og því skipar nú umhverfis-
vernd nær sama sess í stjórnmálum og
hugtökin réttlæti og frelsi.6 Rík ástæða er
til að taka hana alvarlega.
Hvað er þá til ráða?
Markaðshyggjan á sér ekki margan mál-
svara. Markaðurinn
vinnur verk sín í
hljóði. Umhverfis-
sinnar taka hávaðann
fram yfir þögnina. Á
það við sérhverja
röskun á hinu vist-
ræna jafnvægi. Þeir
sjá eingöngu reykinn
og ruslið. Þau not
sem liggja að baki eru
hulin sjónum þeirra.
Hagfræðingar hafa
ekki farið varhluta af
þessum viðhorfum. Hin svonefnda græna
hagfræði hefur vaxandi áhrif á stefnumót-
un í vestrænum ríkjum. Ströngum stöðl-
um er ætlað að taka á ytri áhrifum frarn-
leiðslunnar og stýring í formi skattgjalda
þykir sjálfsögð. Framleiðsluákvarðanir
hafa því í auknum mæli færst inn á verk-
svið stjórnmálanna.
Hætt er við að sókn hinna grænu afla
leiði til lífskjararýrnunar þegar fram í sæk-
ir. Auknar álögur á atvinnulífið, óhag-
kvæm nýting framleiðsluþátta og meiri
miðstýring eru vísar til að setja loku fyrir
sjálfa uppsprettu velferðarinnar, hagvöxt-
inn. Þeim fjölgar sem telja það jafnframt
æskilegt, því vexti hljóti að fylgja aukin
mengun. En mengun er ekki markaðs-
brestur. Hún er tilkominn vegna illa skil-
greinds eignarréttar. Vandinn er van-
ræksla ríkisins, skýrt dæmi um ríkis-
brest.7
Hvað er þá til ráða
og hver er framtíð
markaðskerfisins?
Markaðurinn er mik-
ilvirkt tæki, sem á að
geta tryggt velferð
okkar til langframa.
Með því að skilgreina
eignarrétt á auðlind-
um lofts og sjávar má
binda enda á ofnotk-
un þeirra. Tryggja
þarf, markaðskerfið í
sessi hjá þeim þjóð-
um sem lifðu við ára-
Ianga óstjórn kommúnismans. Umfram
allt þurfum við þó að kenna ungu kyn-
slóðinni, því hún mun erfa landið.
Ef markaðnum verður gert kleift að
starfa mun hann áfram sjá til þess að upp-
fylla þarfir okkar á skilvirkan hátt. Með-
an viskuloginn varir bíður okkur ný öld
hreinnar orku, friðar og hagsældar.
1. Haft eftir Otto von
Bísmarck. Samtíðar-
maður hans, leikrita-
skáldíð Oscar Wilde
var á annarri skoðun:
“Hver sem er getur
skapað sögu. En að-
eins mikilmenni getur
skrifað hana.”
2. Hér er átt við heims-
stríðin tvö. Talið er að
um 8,7 milljónir hafa
fallið í því fyrra og yfir
36 milljónir í því
seinna. Til saman-
burðar eiga 25 - 30
milljónir að hafa
geispað golunni í plágunni miklu.
3. Hér þýðing á lífsspeki, sem nefnd er liber-
alísm á erlendri tungu.
4. Hinn fræðilegi grunnur er þó að mestu
kominn af þýskri heimspeki.
5. Ekki vírðast þó vestrænir fjárfestar setja
það fyrir sig ef marka má nýjasta hefti tíma-
ritsins Fortune International (Rising in
Russia, 2. tbl. frá 24. janúar).
6. Ólafur Björnsson prófessor ræðir misnotk-
un þessara lykilorða í hugmyndafræðilegum
umræðum um þjóðfélagsmál, í bók sinni
Frjálshyggja og alræðishyggja (Almenna
bókafélagið, 1978).
7. Sjá grein mína, Er mengun markaðsbrest-
ur? (2.-3. tbl. Stefnis, 44. árg 1993)
Umhverfishyggjan á sér hvorki skilgreinda
upphafsmenn né forystu. Hún hefur átt
greiða leið til kjósenda og því skipar nú
umhverfisvernd nær sama sess í stjórn-
málum og hugtökin réttlæti og frelsi. Rík
ástæða er til að taka hana alvarlega.
o