Stefnir - 01.04.1994, Qupperneq 37
^^etta var jarðarför í dulbúningi sunnudagsgöngu.
Hún var í fáu frábrugðin venjulegri sunnudagsgöngu,
utan þess að Ljúfur var látinn bera poka á milli tann-
anna. Hann vissi ekki að þetta var farartæki hans á ár-
botninn. Þetta var ódýrasta og þrifalegasta leiðin.
Annað atriði var einnig frábrugðið venjulegri sunnu-
dagsgöngu; Labbakútur kastaði hvorki prikum né stein-
um til aö láta Ljúf elta með lafandi tunguna, þeir feðgar
gengu tiltölulega þögulir áfram. Þegar áin nálgaðist
kallaði Abraham á Ljúf sem kom hlaupandi til hans.
Hann tók Ljúf í fangið og hélt á honum síðasta spölinn.
Þegar að ánni kom rétti hann syni sínum pokann og
sagði honum að tína nokkra steina. En litli Labbakútur
leit hræddum augum til föður síns og sagði síðan að
hann gæti það ekki því hann þyrfti að pissa. Svo hljóp
hann fram á árbakkann og bjó sig undir að pissa en
Abraham sá aldrei neina bunu, líklegast var strákurinn
of stressaður. Hann safnaði sjálfur steinum í pokann og
setti Ljúf ofan í og batt fyrir. Þá fyrst byrjaði Ljúfur ör-
væntingarfull gelt, enda orðin Ijós endalok sín. Síðan
sveiflaði Abraham geltandi pokanum og kastaði honum
í ána. Hann sá að þegar pokinn lenti, þá náði labbakút-
ur að pissa, og hann pissaði og pissaði. Á leiðinni heim
héldust feðgarnir í hendur. Ekkert gerðist á leiðinni,
enginn sagði neitt nema einu sinni. Þá nam Abraham
staðar stundarkorn, leit á son sinn og sagði:
-Labbakútur minn er eitthvað að? Og Labbakútur
svaraði:
-Nei, nei, ég þarf bara að pissa.
-En labbakútur minn, þú varst að pissa?
-Já, það er rétt, ég þarf ekkert að pissa. Síðan
gengu þeir áfram.
Hann reyndi að sveipa minninguna myrkri á ný og
einbeitti sér aftur að bókhaldinu. Hann lét vinstri hönd
sína leika í hári Labbakúts, sem lá sofandi í fangi hans.
Hann skildi ekki hversvegna þessari hugsun hafði skot-
ið upp, hann þurfti að nota heilann við annað en gömul
vandamál. Það eru þessi nýju sem hann þurfti að hafa
sig allan við að leysa. Þau hjónin yrðu að skera veru-
lega niður í útgjöldum heimilisins fyrst að Júlíu hafði
verið sagt upp. Það var sameiginleg von þeirra að í ell-
inni gætu þau setið í garðhúsinu sínu og haft það ró-
legt, aðeins setið í friði og haldið í hönd hvors annars.
Hann þráði þessar stundir sem hann sá fyrir sér, með
sólina við hlið sér en tunglið á lofti. En nú var sótt að
fjárhagnum og þau urðu að bregðast við af skynsemi.
Hann var búinn að gera ráð fyrir sölu bílsins. Ekkert
yrði unnið í garðhúsinu og píanóið yrði selt. Samt var
fjarri því að þessi niðurskurður væri nægur. Hann fór í
gegnum alla þá útgjaldaliði sem gætu talist algjört tóm-
stundagaman, og allt var skorið niður. Hann sló inn töl-
ur villt og galið, lagði saman og dró frá, en ekki var tak-
mark hans í sjónmáli. Hann beindi sjónum sínum að
matarinnkaupum, þar var um þónokkrar summur að
ræða. Vín og gosdrykkjakaup yrðu stöðvuð og sama
gilti um sælgæti og leikföng. Hann sá alltaf betur og
betur hve mikill kostnaður af matarinnkaupunum var
vegna Labbakúts. Sem betur fer létu þau framkvæma
fóstureyðingu síðast, þetta líf væri gersamlega vonlaust
með tvö börn. Dagvistunarpláss, matur og tóm-
stundagaman. Hann leit á Labbakút í fangi sér og sá
að hann var sofnaður. Kannski vissi hann innst inni
hversvegna þessi atburður frá síðasta sumri hefði brot-
ist inn í huga hans, á þessari stundu niðurskurðar.
Hann strauk Labbakút um hárið. Sonur hans hafði
bankað á dyrnar þegar hann var í miðjum klíðum við að
reikna gróðann við sölu bílsins. Hann hafði bent syni
sínum á að koma og setjast á kné sér. Labbakútur var
að verða fimm ára. Hann ýtti á nebbann hans og sagði:
-Getur labbakútur ekki sofið?
-Nei, mamma er alltaf að bylta sér.
Það sem þeir feðgar vissu ekki var að Júlía var ekki
enn sofnuð, þó hún reyndi með þrjóskunni að þvinga
sig til svefns. Hún lá og hugsaði um fóstureyðinguna
sem hún hafði gengist undir fyrir tveimur árum. Þó að
fóstrið hafi aðeins verið fjögurra eða fimm vikna þegar
tengurnar heimsóttu það, fann hún ennþá hvernig
fóstrið faðmaði sig þarna inni. Lifði á gjöf hennar. Lifði
á blóði hennar og líkama. Hjúfraði sig upp að henni
þegar læknirinn kom með tengurnar. Hún greip með
vinstri hönd um magann, henni var illt. Hún hafði skoð-
að bókhaldið í gærkvöldi og hún vissi. Hann strauk
Labbakút um hárið en hélt síðan áfram að vinna í bók-
haldinu. Honum varð brátt Ijós niðurstaðan, tilgangs-
laust að reikna neitt meira. Hann kastaði frá sér blýant-
inum og dæsti. Með vísifingri ýtti hann síðan á
nebbann á Labbakúti og hugsaði með sér aö þau hjón-
in væru líka búin að fá það besta út úr barninu;. árin frá
fæðingu til fjögurra, fimm ára. Eftir þetta taka við erfið-
leikar, unglingavandamál og þess háttar. Hann hugsaði
með sér að líklegast yrði erfitt að fá Júlíu til að sam-
þykkja þetta, henni fannst fóstureyðingin erfið. Hann
stóð á fætur og bar Labbakút inn í herbergi og lagði
hann varlega á svæfilinn og breiddi sængina yfir hann.
Svo kyssti hann enni sonar síns og hvíslaði: Góða nótt.
Hann gekk hægum skrefum að hjónarúminu og settist
sín megin og sat þar kyrr og hugsaði dágóða stund, í
þögninni. Eða þar til Júlía rauf hana með orðum:
-Varstu að skoða bókhaldið.
Hann leit í átt að henni og sagði:
-Já, og það lítur ekki vel út.
Það kom þögn í svolítinn tíma og Abraham sá að það
var mikill þungi í augum konu sinnar, svo sagði hún:
-Ég var líka að skoða það í gær.
Þá skildi hann hvað var um aö vera; hún vissi einnig.
Núna vildi hún losna við þungan sem fylgir því að eiga
eftir að vinna erfitt verk sem samt er óhjákvæmilegt.
Hún teygði höndina undir rúmið, tók upp skammbyssu
og sagði:
-Geröu það núna, strax í nótt.
í augum hennar birtist smá vonarglampi, von um að
einhver tæki við þessari byrði, strax í nótt. Hann tók
ekki við byssunni, horfði á hana um stund og fór síðan
að hneppa skyrtunni aftur upp. Hún breytti ekki um
stöðu, heldur hélt byssunni í útréttri höndinni og sagði
ekkert. Auðvitað myndi hann þurfa að taka við byss-
unni og síðar meir taka í gikkinn. En honum fannst
henni mætti finnast þetta aðeins erfiðara en að ýta á
play-takkann á myndbandinu. Núna var það hann sem
þurfti að framkvæma. Hann stóð upp, sótti lopapeysu í
fataskápinn og gekk svo aftur að konu sinni. Horfði í
augu hennar nokkra stund eins og til merkis um að
honum þætti erfitt að taka skrefin. Hann vildi að hún
vissi það og kveldist með honum. Síðan rétti hann
hægri höndina út og tók við byrðinni. Hún lét höndina
falla og leit þakklátum augum til hans, hún elskaði
hann. Hann laut að henni og kyssti ennið, hann elskaði
hana. Hann gekk hægum skrefum að rúmi sonar síns
og stakk byssunni í buxnastrenginn. Síðan hristi hann
sofandi líkamann varlega. Litli Labbakútur reis upp við
dogg og nuddaði stýrur úr augum, hann var auðsjáan-
lega þreyttur og ringlaður. Pabbi hans beygði sig að
honum, strauk honum um kinnina og sagði honum að
koma. Hann reis á fætur og klæddi sig í fötin sem
pabbi hans rétti honum. Hann spurði einskis heldur
fylgdi föður sínum. Abraham leit út í nóttina og andaði
að sér fersku lofti. Þeir feðgar báru hvor sína skófluna
og héldust í hendur. Abraham þrýsti hönd sonar síns æ
fastar eftir því sem nær dró hæðinni. Skyndilega sagði
Labbakútur:
-Manstu pabbi þegar við lóguðum Ljúf? Abraham
fékk sting fyrir hjartað og sagði síðan með óöruggri
rödd:
-Já ég man eftir því. Og Labbakútur hélt áfram:
-Manstu að hann hljóp hálfa leiðina með pokann í
kjaftinum sem var síðan notaður undir hann sjálfan.
-Já, sagði þá Abraham.
-Ég man, hélt Labbakútur áfram, að mér fannst svo
skrýtið að þú skyldir allt í einu taka hann upp og bera
hann í fangi þér síðasta spölinn að ánni. Því Ljúfur var
ekkert veikur eða neitt svoleiðis samt barstu hann síð-
asta spölinn.
Abraham sagði ekkert, honum fannst þetta samtal
óhugnanlegt og Labbakútur þagnaði líka. En báðir
hugsuðu um orð Labbakúts. Abraham vissi ekki alveg
hvað sonur hans átti við með þessu tali, en Labbakútur
vissi það varla heldur. Þeir gengu um stund og síðan
sagði Labbakútur skyndilega:
-Pabbi, viltu halda á mér?
Þeir stoppuðu og litu þögulir í augu hvors annars,
síðan tók Abraham son sinn í faöm sér og hélt göng-
unni áfram. Það rann upp Ijós fyrir Abraham, einmitt
svona hafði fóstrið faðmað Júlíu að sér. Hún ýtti af sér
sænginni, fannst sem hún þrengdi að sér og barninu
sem örvæntigarfullt reyndi að flýja tengurnar. Ætli hann
sé búinn? Loks náðu þeir upp á hæðina og Abraham
lét son sinn á jörðina. Svo byrjuðu þeir að grafa.
Labbakútur reyndi af veikum mætti að grafa. Svo
stoppaði hann alveg, en Abraham hélt ótrauður áfram.
Þannig gekk það nokkra stund þar til Abraham taldi sig
vera kominn nógu djúpt. Hann stóð í miðri gröfinni, en
á bakkanum stóð sonur hans og horfði á hann.
Labbakútur leit í augu föður síns og spurði varfærnis-
lega:
-En ef ég borða minna Cheerios og nota engan sykur,
ekkert sælgæti, aldrei meir, ég lofa. Hann var orðinn
svolítið stressaður og úr augum hans skein ótti við hið
ókomna. En Abraham hristi aðeins rólega höfuðið. Svo
rétti hann syni sínum faðminn.
-En ef ég borða ekkert, alls ekkert, ég lofa því, aldrei
neitt, kannski smá hjá ömmu, kannski smá, svo þagn-
aði hann með grátkverkinn í hálsinum. En Abraham hélt
áfram að hrista höfuðið rólega og hélt höndum sínum
útréttum að syni sínum sem greip um hálsmálið sitt og
hneppti frá skyrtunni sinni. Hann leit í allar áttir. Átti
hann ekki eftir að gera eitthvað, svo sagði hann:
-Viltu ekki hafa holuna dýpri, svolítið dýpri? En Abra-
ham hristi höfuðið. Smástund leið þar sem litlir titrandi
fingur Labbakúts struku sveitt ennið og hann lokaði
augunum. Svo lét hann sig detta í fang föður síns.
Hann faðmaði son sinn fast að sér og lagði hann var-
lega í gröfina. Hann tók um skambyssuna og jafn ör-
uggum höndum og læknir með fóstureyðingartengur
lagði hann byssuhlaupið að höfði sonar síns. Honum
fannst gott að finna hinn litla mjúka líkama vefja örmum
um sig. Labbakútur hvíslaði: Ætlarðu að myrða mig?
Og Abraham skaut.
Þegar blýkúlan kyssti enni sonarins, splundraðist höf-
uðkúpan og blóðið slettist yfir andlit föðursins. Abra-
ham gaf frá sér lágvært kvein dýrsins sem að hefur
nagað af sér löppina. Hann leit snöggt til himins, sem
hlandaði yfir hann. Síðan skreið hann upp á bakkann.
Hann lét moldina falla á líkama hans eins og dýr sem
felur úrgang sinn. Jörðin gleypti líkamann hægt og
hægt. Það var við hæfi að hann sem tók við syni sínum
úr iðrum konu sinnar skyldi nú skila honum frá sér í iður
jarðar. Það voru þung skref sem hann tók heim á leið.
Hann fann að í örmum sínum bar hann son sinn enn, og
bæri hann það sem eftir væri. Er heim kom sá hann að
sólin var sofnuð. Hann leit á mjúkan líkama hennar og
fannst sem ekkert líf bærðist í kroppnum. Hann gekk
inn á salernið, lét vatnið renna og laugaði andlit sitt.
Hann horfði í augu sín í speglinum. Hann vissi núna
hversvegna Júlía horfði ekki lengur í spegil. Hann sá
hvernig spegilmyndin horfði alltaf fastar og fastar í augu
hans. Með djúpri fyrirlitningu sneri spegilmyndin sér við
og gekk í átt til barnanna. Leit í síðasta skipti við og
horfðist í augu við Abraham. Síöan mátti Abraham
horfa á eftir spegilmynd sinni hverfa inn í myrkrið, þang-
að til ekkert var eftir í speglinum.