Stefnir - 01.04.1995, Side 7
S T E F N
R
VIÐ VERÐUM AÐ VARÐVEITA
ÁRANGURINN AF STARFI
STJORNARINNAR
segir Davíð Oddsson, forsœtisráðherra, í samtali við Stefni
m þessar mund-
ir eru tæp fjög-
ur ár frá því
Davíð Oddsson
var kjörinn formaður Sjálfstæð-
isflokksins. Skömmu síðar leiddi
hann tlokkinn í alþingiskosning-
um og settist að þeim loknum í
stól forsætisráðherra. Nú í vor
lýkur kjörtímabili ríkisstjórnar-
innar, sem á margan hátt hefur
verið viðburðaríkt. Af því tilefni
þótti við hæfi að heyra viðhorf
Davíðs varðandi stjórnmálaá-
standið, árangur ríkisstjórnar-
innar og helstu verkefni ís-
lenskra stjórnmála á næstu
misserum. Davíð ræðir hér með-
al annars um samstarfið við AI-
þýðuflokkinn, umræðurnar um
Evrópubandalagið og þá upp-
Iausn, sem nú ríkir á vinstri
væng stjórnmálanna.
Nýtt hugarfar gagnvart
opinberum afskiptum
„Eg er þeirrar skoðunar, að í
heild hafi kjörtímabil ríkisstjómar-
innar verið að mörgu leyti farsæll
tími,“ sagði Davíð þegar hann var
spurður um árangurinn af starfi rík-
isstjómarinnar. „Það segi ég ekki
vegna þess að allt hafi gengið í
haginn og stjóm landsins hafi verið
létt verk, því þannig hefur það ekki
verið. Þvert á móti höfhm við verið
með stomiinn í fangið mest allt
tímabilið og við slíkar aðstæður
reynir mjög á það, hvort ríkisstjóm
er starfhæf og tilbúin að setja lang-
tímamarkmið í öndvegi í stað þess
að hrapa að skammtímalausnum.
Hér á landi hefur sú vonda venja
lengi verið ríkjandi, að menn eru
sífellt að leysa vandamálin frá degi
til dags. A þessu kjörtímabili hefur
hins vegar tekist betur en oft áður,
að leggja gmnn að lausn mála til
lengri tíma. Að því leyti má segja,
að með myndun þessarar ríkis-
stjómar hafi hafist nýtt tímabil í
landsstjóminni"
„ Hér á landi hefur
sú voitda venja lengi
veriö ríkjandi, að
menn eru sífelltað
leysa vandamálin frá
degi til dags. “
Davíð telur að tímabilið frá falli
Viðreisnarstjómarinnar 1971 hafi
að mestu einkennst af skammtíma-
lausnum. Benda megi á ótal dæmi
um, að menn hafi verið að ýta
vandamálunum á undan sér og
fresta lausn þeima frá einum mán-
uði til annars, án þess að nokkurn
tímann væri reynt að ráðast að rót-
urn vandans. „A þessu kjörtímabili
hefur hins vegar tekist að halda
jafnvægi, ekki bara í efhahagsmál-
um, heldur líka á hinu pólitíska
sviði, og um leið að móta nýtt hug-
arfar gagnvart afskiptum hins op-
inbera af atvinnulífmu. Það hefur
lengi verið almenn skoðun, að
betta væri að beita almemium að-
gerðum en sértækum til að bæta
skilyrði atvinnulífsins. Raunar hafa
flestir stjórnmálamemi sagst vera
hlynntir almennum aðgerðum, en
þegar á heflir reynt hafa margir
þeirra líka verið sólgnir í sértækar
aðgerðir. Þessi ríkisstjóm hefur
hins vegar umiið að því að skapa
almenn rekstrarskilyrði hér á landi,
sem væra sambærileg við aðstæð-
ur í þeirn löndum, sem við beram
okkur helst saman við. Það hefur
tekist þannig, að fýrirtæki hér á
landi búa nú við betri samkeppnis-
skilyrði en lengi hefur verið. Út-
fluUiingsatvinnuvegimir búa nú til
dæmis við sanngjama skráningu
rarmgengis og því hefur ekki verið
náð með skammtímalausnum sem
leiða til kollsteypu á fáeinum mán-
uðum eins og oft áður. Það hefur
líka tekist að gera upp stórkostleg-
ar skuldir í sjóðakerfmu og banka-
kerfinu, þótt það hafi kostað miklar
fórnir. Þannig hefur þetta uppgjör
sjóðakerfisins til dæmis leitt til
aukins halla á rekstri ríkissjóðs, þar
sem menn eru nú að færa til gjalda
uppsafnaðan fortíðaivanda, og það
veldur því að samanburður á halla-
tölum í dag og fýrir nokkram árum
er ekki sanngjam. Um leið má hins
vegar segja, að borðið er orðið
hreint; bankarnir hafa komist fýrir
sína kiæppu betur en margir bankar
í nágrannalöndunum, vaxtakjörin í
landinu hafa bamað og færst nær
því sem gerist erlendis. Fyrir al-
menning er svo mikilvægast, að
þessar breytingar hafa leitt til þess
að útflutningur hefur aiúdst og við-
skiptajöfnuður batnað. Við höfum
því undanfarin þrjú ár getað borgað
niður erlendar skuldir þjóðarbús-
7