Stefnir - 01.04.1995, Side 9
S T E F N I R
auðvitað til umræðu í íslenskum
stjómmálum og muni verða það á-
fram. „Það eru harla skrýtnir
flokkar, sem gefa til kynna að
þessi mál hafi ekki verið til um-
þöllunar í íslenskum stjómmálum,
ekki síst þegar um er að ræða
flokka, sem tóku þátt í því að
gengið var til samninga urn evr-
ópska efnahagssvæðið og áttu þátt
í því að ákveðið var í raun árið
1992 að ísland fylgdi ekki hinum
Norðurlöndunum eftir þegar þau
sóttu um aðild að Evrópusam-
bandinu. Auðvitað áttu sér stað
miklar umræður um þetta manna á
meðal og á Alþingi og niðurstaðan
varð só sem við þekkjum. Arið
1992 var ákveðið lag til að sækja
um aðild en í dag er það mat
manna, bæði innan ESB og annars
staðar á Norðurlöndum, að fyrst
ekki var tekin slík ákvörðun á
þeim tíma, þá komi aðild ekki til
sögunnar aftur fyrr en upp úr alda-
mótum. En það þýðir ekki, að Is-
lendingar eigi ekki að fylgjast náið
með þróun Evrópumála og því,
hvort innan ESB verði einhveijar
þær breytingar, sem geri bandalag-
ið hagfelldari kost fyrir íslendinga
en það er í dag.“
„Eg þekki engan mann hér á
landi,“ bætir Davíð við, „sem vill
að íslendingar gangi í Evrópusam-
bandið við núverandi aðstæður.
Þeir, sem vilja slá ryki í augu fólks
og vilja helst ekkert annað mál
ræða í kosningum, gefa til kynna,
að við gætum látið ESB laga sig að
okkar hagsmunum í aðildarvið-
ræðum. Þetta gengur þvert á
reynslu Norðmanna í þeim efnum.
ESB lagaði sig ekki að neinu leyti
að hagsmunum þeirra og árangur
þeirra í aðildarviðræðunum varð
sá einn, að fá mismunandi langa
fresti í einstökum málum til að
laga sig að reglum sambandsins.
Þeir fengu engar varanlegar
undanþágur. Ég þekki engan Is-
lending, sem heldur því ffarn að
við gætum sætt okkur við hina
sameiginlegu sjávarútvegsstefnu
ESB, jafnvel þótt við fengjum að-
lögunartíma í þrjú eða fjögur ár.
Umræðan um ESB-aðild er þannig
í skötulíki um þessar mundir að
mínu mati, þótt því fari fjarri, að ég
sitji hér í Stjómarráðinu eins og
einhver allsherjar ritskoðari og
vilji banna alla umræðu um þessi
mál, eins og haldið hefur verið
ifam. Þvert á móti er ég þeirrar
skoðunar, að þau þurfi að ræða. En
þau þarf að ræða á vitrænum
grundvelli og það hefiir ekki alltaf
verið gert að undanfómu.“
StörfAlþingis markvissari
en í upphafi kjörtímabils
Forsætisráðherra var spurður
hvort ekki hefði verið hagfelldara
að rjúfa þing og efha til kosninga í
haust í ljósi þess hvemig þingstörf-
in hafa þróast það sem af er vetri.
Hann svaraði á þá leið, að slíkt
hefði óneitanlega haft ýmsa kosti.
„Þess vegna tókum við sjálfstæðis-
menn málið upp og ræddum það,
og í þingflokki okkar var meiri-
hluti fyrir haustkosningum.
Stjómarandstaðan lét í veðri vaka,
að við ætluðum okkur með því að
hlaupast brott ffá vandamálum en
því fór íjam. Við sýndum einmitt
að við gætum rætt málið rólega og
yfirvegað og án þess vandræða-
gangs og pats, sem oft hefur áður
einkennt umræður af þvi tagi. Nið-
urstaðan varð hins vegar sú, að við
ákváðum að taka tillit til sam-
starfsflokks okkar í þessu máli,
þótt þingrofsvaldið sé í höndum
forsætisráðherra eins. Annað töld-
um við að gæti haft slæm áhrif á
samstarf Sjálfstæðisflokksins við
aðra flokka til langs tíma.
Alþýðuflokkurinn tók afstöðu
gegn haustkosningum eftir nokkr-
ar vangaveltur, væntanlega vegna
brotthlaups Jóhönnu Sigurðardótt-
ur úr flokknum, og því varð niður-
staðan á þessa leið.“
Davíð segir að þingstörfin í vet-
ur muni óneitanlega að nokkru
leyti mótast af upphlaupum stjóm-
arandstöðunnar í ýmsuin málum.
„Það er hins vegar ekki að öllu
leyti af hinu vonda. Alþingi er auð-
vitað ekki bara afgreiðslustofnun
fyrir lagaffumvörp heldur um leið
vettvangur til skoðanaskipta um
þjóðmál. Þar takast menn á og
viðra pólitísk sjónarmið sín. Það er
ekkert að því að þetta, sem við get-
um kallað málfundarþáttinn í þing-
starfmu, fái að njóta sín betur á
kosningaári en endranær. Það er út
af fyrir sig eðlilegt. Ég held þingið
muni í vetur geta klárað sín störf
og það er engin ástæða fyrir okkur
til að víkja okkur undan umræðum
imi pólitík þar. Þvert á móti eigum
við að fagna þeim, enda er mál-
efhastaða okkar afar sterk.“
Hann segist hafa verið nokkuð
gagnrýninn á þingstörfin í upphafi
kjörtímabilsins og vísarþar til um-
mæla sinna um að þau minntu sig
stundum á málfiind í gagnffæða-
skóla. „Ég tn'ii því, að þessi gagn-
rýni hafi haft nokkur áhrif enda
fiindu menn að það var eitthvað til
í henni. Jafnvel þeir, sem mest
höfðu ólátast, vissu upp á sig
skömmina og almenningur skynj-
aði að þessi orð mín voru ekki út í
hött. Þingsköpum hefur verið
breytt nokkuð og meira tillit er tek-
ið til stjórnarandstöðunnar við
stjóm þingsins en áður, og það hef-
ur skilað þeim árangri að störf
Alþingis hafa orðið skilvirkari og
umræðumar málefnalegri en var í
byijun. Það ber nú orðið minna á
leikaraskap í þinginu en þá.“
Starf forsætisráðherra gerólíkt
fxiigaistjómstwfiiui
Þegar Davíð Oddsson var kjör-
inn á Alþingi og tók við embætti
forsætisráðherra vorið 1991 hafði
hann setið í borgarstjóm Reykja-
víkur í 17 ár og jafhffamt verið
borgarstjóri í 9 ár. Hann segir að
9