Stefnir - 01.04.1995, Qupperneq 10
staða forsætisráðherra sé á margan
hátt gerólík borgarstjórastarfinu.
„Embætti borgarstjóra er mikil
valdastaða,“ segir hann. „Borgar-
stjóri er að taka beinar ákvarðanir á
fjölmörgum sviðum ffá morgni til
kvölds. Forsætisráðherra heíur
minni bein völd varðandi afgreiðslu
einstakra mála, en á móti kemur að
hann getur almennt haft miklu meiri
áhrif á gang mála í þjóðfélaginu.
Þegar ég var borgarstjóri leit ég svo
á, að ég væri nokkurs konar um-
boðsmaður borgarbúa, hefði hlotið
til þess víðtækt persónulegt umboð
og gæti því ekki vísað því valdi og
ábyrgð til annarra. Það virðist mér
hins vegar núverandi borgarstjóri
ætla að gera, til dæmis með því að
ráða sérstakan umboðsmann borg-
arbúa, fækka viðtalstimum fyrir al- j
menning og flytja vald sitt út í kerf- j
ið. Þannig býst ég við að núver-
andi borgarstjóri verði mun valda-
minni en margir þeir, sem hafa
gegnt embættinu á undan henni.
Það er hennar val. Það má því segja
að embætti borgarstjóra mótist að j
töluverðu leyti af því hver gegnir j
því á hveijum tíma. Það sem störf j
forsætisráðherra og borgarstjóra j
eiga hins vegar sameiginlegt er að j
þetta em auðvitað annasöm störf, ;
þar sem mikið reynir á lagni í
mannlegum samskiptum og þolin-
mæði gagnvart öðrum.“
Hann bætir við að það sé miklu
meiri pólitískur atgangur í þingstör-
funum heldur en í starfi borgar-
stjómar. „Borgarstjómin kemur
mun sjaldnar saman og fundir þar
ern í fastari skorðum. Þetta er hins
vegar með ýmsu móti í þinginu; þar
koma dagar þar sem forsætisráð-
herra þarf lítið að koma við sögu og
fagráðherrar standa alfarið fyrir
máli ríkisstjómarinnar, en svo koma
lengri tímabil þar sem forsætisráð-
herra þarf að vera mikið á staðnum j
og vera viðbúinn að taka virkan þátt
í umræðum. Raunar er það svo, að j
þingstörfin em mikill tímaþjófur
fyrir ráðherrana, eins og fyrir-
komulagið er hér á landi. Hér er til
dæmis ekki óalgengt i umræðum á
S T E F N I R
Alþingi, að þingmenn krefjist þess
að ráðherrar svari spurningum,
sem jafnvel hefur verið svarað
áður, og neiti að öðrum kosti að
halda áfram þingstörfum. Oft er á-
stæðan fyrir þessu sú, að viðkom-
andi þingmenn hafa ekki verið í
salnum þegar svörin komu upphaf-
lega fram. Þetta yrði hvergi liðið
annars staðar í veröldinni. Annað
atriði, sem ég vil nefha, er að það
kemur oft fyrir við fyrstu umræðu
um lagafrumvörp, að þingmenn
spyq'a ráðherra i þaula um einstök
efnisatriði máls. Slíkar umræður
eiga auðvitað fremur að fara ffam í
nefndum þingsins og ráðherrar eiga
að hafa það hlutverk við fyrstu um-
ræðu, að gera grein fyrir þeirri meg-
instefhu, sem í ffumvarpinu felst.
Þrátt fyrir þetta og ýmsa aðra galla á
þingstörfunum hefur mér líkað á-
gætlega að sitja á Alþingi. Ég var
reyndar í þeirri sérkennilegu stöðu
að taka við embætti forsætisráð-
herra áður en ég settist fyrst á þing,
og til að byrja með var mér núið
þessu reynsluleysi nokkuð um nas-
ir, til dæmis þegar ég setti fram
gagnrýni mína á vinnubrögðin á
Alþingi. Ég tel mig nú hins vegar
hafa kynnst störfiim þingsins nokk-
uð betur og vona þess vegna að
þetta reynsluleysi sé ekki að þvæl-
astfyrirmérlengur.“
Meiri samstaða í þingflokki
okkar en Itjá andstœóing-
unum
„Samstarfið innan þingflokks
sjálfstæðismanna á kjörtímabilinu
hefur komið mér á óvart. Ég hafði
sjálfur stundum gagnrýnt þing-
flokkinn fyrir samstöðuleysi og
ómarkviss vinnubrögð, en á þessu
tímabili hefur hann í öllum aðalat-
riðum verið mjög samstæður og
eindrægni mikil meðal þingmanna.
Auðvitað eru til einstaklingsbund-
in dæmi um annað, en það er ekki
um að ræða neinn samblástur eða
fylkingar innan þingflokksins eins
og stundum þekktist á árum fyrr.
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins
er raunar lang samstæðasti þing-
flokkurinn, sem starfar í
Alþingishúsinu um þessar mundir.
Hann hefur stutt stefnu ríkisstjóm-
arinnar mjög fast og menn hafa
síður borið ágreining sinn á torg en
áður. Þetta á sér meðal annars þá
skýringu, að formennska Geirs
Haarde hefui' verið afar farsæl og
sanngjöm."
Davið segir að Sjálfstæðisflokk-
urinn sé vissulega stór flokkur sem
rúmi margvíslega hagsmuni og
sjónarmið. Hins vegar nái menn
sáttum innan hans um meginstefnu-
mál án þess að hlífast við því að
taka á þeim. „Af þessum sökum
hefur flokknum tekist ákaflega vel
að vera samnefnari borgaralegra
sjónaimiða hér á landi og í því hefur
styrkur hans einmitt fólgist. Og þótt
innan Sj ál fstæði sflokksins starfi
fulltrúar ólíkra hagsmuna, þá hefur
flokknum tekist að ná málamiðlun
milli þeirra, enda hafa þeir gengið út
frá sömu borgaralegu gmndvallar-
viðhorfimum. Þessi breidd innan
Sjálfstæðisflokksins hefur stundum
verið túlkuð sem veikleiki hans af
pólitískum andstæðingum, en ég er
því ósammála. Það er auðvitað eng-
inn vandi að stýra litlum flokki,
kannski með 200 virka flokksmenn,
og taka upp einstrengingslega
stefnu í einstökum málum. Það á-
stand getur sjálfsagt verið þægilegt
fyrir flokksformenn á stundum. Þeir
geta þá sagst stýra hreinræktuðum
flokki með hreinræktaða stefnu.
Ég vildi hins vegar ekld fyrir mitt
leyti skipta. Hvaða afl hefur ein-
strengingslegur smáflokkur?
Hvemig getur hann komið mark-
i o