Stefnir - 01.04.1995, Side 13
auka frelsi og sjálfstæði þeirra
einstaklinga sem samfélagið
byggja. Með því að stuðla að
lagalegu, efnahagslegu og fé-
lagslegu sjálfstæði kvenna
styrkjast jafnt stærstu sem
smæstu einingar þjóðfélagsins.
Sjálfstæði kvenna leiðir af sér
aukin mannréttindi til handa öll-
um einstaklingum. Það er mikil-
vægt pólitískri og lýðræðislegri
þróun, eflir atvinnulíf og stuðlar
að farsælu heimilis- og fjöl-
skyldulífi. Það miðar að því að
böm alist upp í umhverfi þar sem
jafnræði ríkir og bæði konur og
karlar hafa frelsi og forsendur til
að velja lífi sínu farveg. Frelsi
kvenna til að velja sér hlutverk,
hvort sem er á heinrili eða vinnu-
markaði, tryggir að hæfileikar
hvers og eins fái að njóta sín sem
best. Sjálfstæðar konur bera
fulla ábyrgð á því lífsmynstri
sem þær kjósa sér og gera um
leið kröfu um að fyrir vali þeirra,
hvað sem það kann að vera, sé
full virðing borin.
Forsendur
Til að ná þessum markmiðum
leggjum við hugmyndina um
frelsi einstaklingsins til grand-
vallar. Við gerum ráð fyrir að
það sé félagslegur munur á kynj-
unurn m.a. vegna þess að konur
og karlar standa sem kynhópar
frammi fyrir mismunandi vænt-
ingum, tækifærum og kröfum
jafnt á heimili sem út á vinnu-
markaðnum. Við bendum á að
leið kvenna og karla til einstak-
lingsfrelsis þarf því ekki og getur
jaftivel ekki verið sú sama. Bar-
áttan fyrir sjálfstæði kvenna fel-
ur hins vegar ekki í sér þá hug-
mynd að karlar séu andstæðingar
kvenna. Þvert á móti teljum við
sjálfstæði einstaklinganna beggja
hag.
Við lítum ekki þannig á að sá
munur sem er á kynjunum feli í
sér að konur séu fremri körlum
eða karlar fremri konum. Við lít-
um heldur ekki þannig á að þessi
munur sé gildishlaðinn á þann
veg að konur séu „betri“ en karl-
ar vegna þess að þær eru mæður.
Við teljum þvert á móti að slíkar
hugmyndir um konur hafi orðið
til að viðhalda því kynjamisrétti
sem birtist t.d. í kynbundnu
launamisrétti. Við höfnum
m.ö.o. mæðrahyggju, stjórn-
málastefnu sem skoðar móður-
hlutverkið sem meginhlutverk
kvenna og skilgreinir þátttöku
þeirra í félagslegu lífi út frá því
hlutverki.
Við geram ráð fyrir að innan
hvors kynhóps sé jafnmikil
breidd í hæfileikum og getu, að
hvor hópur um sig innihaldi ein-
staklinga sem allir hafi sína sér-
stöku kosti og galla. Við gerurn
það m.ö. o. að lykilatriði að litið
sé á konur sem einstaklinga en
ekki hóp. Um leið aðgreinum við
konur frá körlum sem kynbund-
inn hóp. Er þetta mótsögn? Svo
er ekki þegar litið er til þess að
ríkjandi hugmyndir um stöðu og
hlutverk einstaklinganna í ís-
lensku þjóðfélagi eru ekki þær
sömu hvað varðar konur og
karla. Að þessu leyti eru konur
og karlar fyrirfram aðgreind í
kynhópa og einmitt þess vegna
verður enn mikilvægara að líta á
konur og karla sem einstaklinga
en ekki hóp. Ef menn gera það
ekki er alið á þeim kynbundna
mismun sem felst í ríkjandi hug-
myndum. M.ö.o. til þess að kon-
ur og karlar geti vænst þess að
njóta sama frelsis sem einstak-
lingar verður að taka á þeim kyn-
bundna mismun sem nú er á
þessum tveimur hópum. Þess
vegna er óhjákvæmilegt að fjalla
um hvorttveggja í senn, konur
1 3