Stefnir - 01.04.1995, Side 14
SJALFSTÆÐAR
K O N U R
sem einstaklinga og konur sem
félagslegan kynhóp.
Til að undirstrika áherslu okk-
ar á mikilvægi þess að fjalla um
konur sem einstaklinga þá höfn-
um við þeim stjórnmálalegu
áherslum sem skilgreina konur út
frá hópum eins og fjölskyldu eða
stétt. M.ö.o. þá höfnum við
hóphyggju, sem einkennt hefur
vinstrisinnaða hugmyndafræði,
en heijum til vegs einstaklings-
hygggju hægristefnunnar. Þar
sem tilhneigingu til tjölskyldu-
hyggju, þess að skilgreina konur
út frá hlutverkum þeirra sem
mæður, húsmæður og eiginkon-
ur, gætir í sjálfstæðisstefnunni
(sjá t.d. Landsfundarályktun
1993, bls.13-14) og einnig þeim
þræði hennar sem fijálshyggjan
er (sjá t.d. von Hayek, 1960, bls.
138) viljum við íjalla sérstaklega
um þær hættur sem við teljum
íjölskylduhyggju hafa í fór með
sér fyrir sjálfstæði kvenna.
Einstaklingur og fjölskylda
Fjölskylduhyggja viðheldur
þeirri fjölskyldumynd sem telst
hefðbundin og felur í sér ákveðn-
ar hugmyndir um hlutverk og
stöðu þeirra sem ijölskylduna
mynda.
Fjölskylduhyggja rökstyður
hefðbundna verkaskiptingu kynj-
anna með því að konur séu bún-
ar ákveðnum eiginleikum, svo
sem nærgætni, næmni, tillits-
semi og góðmennsku, sem geri
þær betur til þess fallnar en karl-
menn að sinna þeim störfum er
að heimili og börnum snúa.
Með fjölskylduhyggju að leiðar-
Ijósi hefur konum og körlum því
verið beint inn á ákveðnar braut-
ir sem hafa verið taldar æskileg-
ar út frá þjóðfélagslegum hags-
munum, en hafa um leið skert
valfrelsi kvenna og karla varð-
andi lífsstíl, starfsframa og barn-
eignir. Fjölskylduhyggjan hefur
þannig dregið úr frumkvæði
kvenna og sjálfsmati og gert það
að verkum að þær eru síður tald-
ar samkeppnishæfar um störf á
frjálsum markaði, þar sem fram-
boð og eftirspurn ræður. Það
sama gerist inn á heimilinu, þar
sem vinna þeirra innan Qöl-
skyldunnar er ekki metin sem
verðmætaskapandi og kona sem
aflar engra tekna verður bæði
fjárhagslega og félagslega háð
maka sínum. Sökum þessa virk-
ar íjölskylduhyggjan hamlandi á
sjálfstæði kvenna - bæði utan
sem innan heimilisins. Þessu
viljum við snúa við og efla með
því fjölskylduna i nútímasamfé-
lagi.
Niðurlag
Af þessum ástæðum leggjum
við til að frelsi einstaklingsins
verði grundvöllur skilgreiningar
og umfjöllunar þjóðfélagsins
um konur jafnt sem karla. Með
þessu er ekki vegið að fjölskyld-
unni sem hornsteini samfélags-
ins, þvert á móti er hér leitast við
að styrkja innviði hennar með
sjálfstæði allra þeirra fullorðnu
einstaklinga sem hana mynda.
Við erum mótfallnar því að
stjórnvöld hlutist til um hag ein-
staklinganna á einkasviði sam-
félagsins með beinum hætti og
teljum því afar mikilvægt að
konur séu ekki skilgreindar út
frá einkasviðinu, fjölskyldunni,
eigi þær að njóta sama frelsis og
axla sömu ábyrgð og karlar.
Sjálfstæðisstefnan, sem brjóst-
vörn einstaklingsfrelsis, hlýtur
að taka fullt tillit til þessara við-
horfa við mótun þess þjóðfélags
sem við sjálfstæðismenn viljum
byggja.
Samantektf.lt. Sjálfstœðra kvenna
Jóhanna Villijálmsdóttir
1 4