Stefnir - 01.04.1995, Síða 20

Stefnir - 01.04.1995, Síða 20
S T E F N R Spurningum og svörum VELT UPP VARÐANDI KVENNAPÓLITÍK Jóna Valgerður Kristjánsdóttir þingkona Samtaka um kvennalista og Hanna Birna Kristjánsdóttir Sjálfstœðum konum, svara nokkrum spurningum Stefnis um kvennapólitík. Hvað hefur unnist í jafnréttis- haráttu undanfarinna ára? JÓNA Valgerður: Það fer eftirþví hve langt tímabil er skoðað. Jafnréttisbaráttan hefur staðið í rúman mannsaldur og mikið áunnist á þeim tíma. Þar ber fyrst að nefna þegar kon- ur fengu almennan kosningarétt og kjörgengi. í öðru lagi aukna möguleika kvenna til menntunar. I þriðja lagi hefur jafnréttismála- umræðan haft hugarfarsbreyt- ingu í fór með sér, einkum hjá yngra fólki. Hanna Birna: Alls ekki nóg. Jafnréttisbarátta undanfarinna ára hefur því miður fært konur og karla litlu nær settu marki og ekki skilað þeim árangri sem vonast hafði verið til. Vissulega hafa konur sótt fram á ýmsum sviðum, svo sem í menntun og út á vinnumarkaði, en raunverulegur ávinningur af þeirri sókn í formi jafnra tæki- færa til starfa og launa hefur lát- ið á sér standa. Niðurstaðan er Jónu Valgeróur Kristjánsdóttir ' Kvennalistinn því sú að í ljósi lítils ávinnings af jafnréttisbaráttu undanfarinna ára sé kominn tími til að breyta um áherslur og losa jafnréttismál úr viðjum löngu úr sér genginna aðferða. Hver er helsta ástœðan fyrirþví að enn er talsvert langt í lattd varðandi það að konur hafi söinu efnahags- og félagslegu réttindi og karlar? Jóna Valgerður: Skv. lögum er jafnrétti á íslandi. Margar konur lifa í þeirri trú að svo sé þar til þær reka sig á ann- að í lífsbaráttunni. Hefðbundið hlutverk kynja sem bindur konur mikið við heimilisstörf og bama- uppeldi er ein ástæða þess að konur hafa ekki sömu efnahags- legu og félagslegu réttindi og karlar. Konur þurfa líka að vera kröfuharðari í launa- og réttinda- málum og vera sjálfsöruggari. Hanna Birna: Meginástæðan er sú að í gegnum tíðina hefur verulega skort á það að konur hafi verið skilgreindar sem sjálfstæðir einstaklingar. í of ríkum mæli hafa þær verið skilgreindar ýmist út frá fjöl- skyldunni, eða út frá líffræðileg- um eiginleikum sínum, sem mæður. Þessar skilgreiningar og þau viðhorf sem í þeim felast hafa beint bæði konum og körl- um inn á ákveðnar brautir, sem skert hafa valfrelsi þeirra. Sjálf- stæðar konur telja hina hefð- bundnu verkaskiptingu kynjanna því bæði orsök og afleiðingu þess að konur eiga enn talsvert langt í land varðandi það að hafa sömu efnahagslegu og félags- legu réttindi og karlar. Hverjar eiga að vera helstu áherslur jafnréttisbaráttu ? Jóna Valgerður: Að jafna launamun kynja. Að konur hafi áhrif til jafns við karla í þjóðfélaginu. Að valdastofnan- ir þjóðfélagsins séu skipaðar sem jafnast bæði konum og körlum. Að konur hafi sömu aðstöðu og karlar til að velja sér stað og hlutverk í lífinu. Hanna Birna: Konur eiga ekki að þurfa að biðja um jafnrétti, heldur á það að vera meginregla að við njót- um öll sama frelsis og öxlum sömu ábyrgð. Að sama skapi á það að vera algild regla að konur og karlar fái sömu laun fyrir sömu störf, að þau hafi sömu „Það er ákaflega fallegur boðskapur að konur eigi að komast áfram fyrir eigin verðleika, en þœr þurfa að gera allt helmingi betur en karlarnir efþœr eiga að komast að og dug- ar jafnvel ekki til, “ segir Jóna Valgerður. 20

x

Stefnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.