Stefnir - 01.04.1995, Síða 23

Stefnir - 01.04.1995, Síða 23
S T E F N I R Markaðslausnir VIO HAGRÆÐINGU í y* * Opinberi geir- inn hefur í auknum mæli Msogió til sín fjár- magn og afleió- ingin er viðvar- atuli þrýstingur á stjórnmála- menn aó hœkka skatta, taka er- lend lán auk þess sem Italli á fjár- lögum eykst Er núverandi rikis- stjórn tók við stefndi í enn aukna skattheimtu, aukinn halla og nió- urskurð útgjalda. Valin var sú leið að freista þess að skera nióur útgjöld en þó með þeim hætti að nióurskurðurinn yrði vegna hag- rœóingar. Það var í takt við þró- unina í öðrum OECD löndum þar sem litið hefur verið til mark- aðslausna og almennrar hagrœð- ingarfrekar en flats niðurskurðar án kerfisbreytingar. Árið 1989 höfðu ríkisútgjöld sem hlutfall af vergri þjóðar- framleiðslu lækkað að raungildi í öllum OECD ríkjum nema ís- landi, Ítalíu, Grikklandi og Nor- egi. (1) Allt frá áttunda áratugn- um hafa ýmsar tilraunir til niður- skurðar verið gerðar og þá helst sú sem auðveldust hefur reynst að ná samstöðu um þ.e. flatur niðurskurður þar sem jafnt er lát- ið yfir öll ráðuneyti ganga. Þetta þýddi að engin vörðuð leið var farin í að endurskilgreina mark- mið opinbera geirans sem þýddi í reynd að einstaka greinar vand- ans voru sneiddar af frekar en að hoggið væri að rótum hans. Þær breytingar hafa orðið á allra síð- ustu árum að leitað hefur verið eftir Arnar Jónsson markvissari aðferða við að koma böndum á aukningu ríkisút- gjalda. Vegna umfangs síns leikur hið opinbera mjög stórt hlutverk í því að viðhalda bæði stöðugleikanum og þeim hag- vexti sem hefur greinst hérlend- is. Með stækkun ríkisvaldsins hafa aukist kröfur um að sömu leikreglur gildi við stjórn og rekstur ríkisins eins og annarra atvinnufyrirtækja. Þannig hafa aðferðir markaðarins verið inn- leiddar hjá hinu opinbera með því að líkja eftir markaði t.d. með notkun þjónustugjalda og þvi að innleiða samkeppni á sem flestum sviðum. Hér er um að ræða aðferðir sem standa á milli hreinnar einkavæðingar og hefð- bundins ríkisrekstrar og mætti kalla nútímavæðingu. Gagnrýni sósíalista Stjómmálamenn á vinstri væng stjórnmálanna telja að markaður- inn geti ekki tryggt jöfiiuð og fé- lagslegt réttlæti og það sé ein- kenni þeirrar þjónustu sem hið opinbera veitir að við hana verði oft ekki keppt né heldur komist af án hennar. Ríkisrekstur sé því tilkominn vegna náttúrulegrar einokunar. En á tímum aukinnar neytendavitundar viðurkenna þeir að hið opinbera tekur lítið tillit til notenda, framleiðni er lít- il og illa er farið með aðfong. Þá hafa þeir viðurkennt að tengsl opinberrar þjónustu og stjóm- málamanna em þeim til lasta eins og þau endurspeglast í ann- arlegri fyrirgreiðslu hvers konar. (2) En stenst þessi gagnrýni dóm reynslunnar af notkun markaðs- lausna í opinbera geiranum? Um það em töluverð áhöld en hér er því haldið ffam að ekkert þessara vandamála sé þess eðlis að ekki sé hægt með kerfisbundnum hætti að vinna bug á þeim. Nauðsynlegt er að hafa i huga að þetta em ekki raunverulegar markaðsaðstæður heldur það sem kalla mætti stýrðar mark- aðsaðstæður þar sem tilgangur- inn er að nýta sér yfirburði mark- aðarins til að dreifa þjónustu á sem hagkvæmastan hátt. Þar sem um stýrðan markað er að ræða þá er mögulegt að kortleggja áhrif breyt- inganna á jöfhuð og gera ráðstaf- anir til að koma í veg fyrir afleið- ingar sem stjómmálamenn vilja ekkisjá. (3) Rökin fyrir markaðs- lausnum Samkvæmt kenningum al- mannavals skólans em eyma- merktir skattar taldir sanngjam- ari en almennir skattar. Fín lína skilur að þjónustugjöld og eyma- merkta skatta en helsti munurinn er sá að þjónustugjöldin em í eðli sínu markaðstæki. Ætla má að þjónustugjöld auki meðvitund 23

x

Stefnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.