Stefnir - 01.04.1995, Page 26

Stefnir - 01.04.1995, Page 26
S T E F N R rekur samfélagshugmynd þá sem fram kemur í ritum hans, sérstak- lega Ríkinu. Platón var manna fyrstur til að setja fram hugmynd- ina um þúsund ára ríkið sem hefur endurómað í ýmsum gerðum ffam á okkar dag. Hjá honum birtist vantrúin á hæfni mannsins til að skapa sín eigin örlög, en um leið ofurtrúin á að til valda geti með einhveijum hætti valist þeir, sem helst eiga með þau að fara. Umfjöllun Hannesar er nákvæm og gagnrýnin svo sem verða má í stuttum kafla. Hann rekur megin- hugmyndir Platóns og tengir stjómmálahugsun hans alræðishugmyndum okkar daga, hvað þar sé líkt og hvað ólíkt. Refir og Ijón Machiavelli er á margan hátt ólíkur þeim höfundum öðrum sem Hannes hefur valið til um- fjöllunar. Locke og Mill era frjálslyndir hugsuðir, sem grund- valla skoðanir sinar á hinni kristnu hugmynd um gildi ein- staklingsins, mikilvægi hans sem einstaklings. Platón og Marx eru hins vegar uppteknari af skipu- laginu sjálfu, en þeim sem eiga að hafast við innan þess. Machiavelli er á hinn bóginn nær því að vera „stjórnmála- fræðingur" í nútímaskilningi. Umfjöllunarefhi hans eru stjóm- málin eins og þau eru, valdabar- áttan, spillingin, óvönduð meðul stjómmálamannsins, og hvemig hann geti hagnýtt þau sér til framdráttar. Þetta er að minnsta kosti hin viðtekna skoðun á Machiavelli. Hannes minnist á aðrar túlkanir, en mætti gera þeim betri skil. Til dæmis hefði verið gaman að sjá nánari útlist- un á þeirri túlkun Gunnars Páls- sonar, að „Furstinn“ fjalli um eðli ríkisvaldsins og hlutverk þess. Vangaveltur Hannesar um innlenda jafnt sem erlenda stjómmálamenn í tengslum við rit Machiavellis eru einn | skemmtilegasti kafli bókarinnar: | „Machiavelli hefði hins vegar dáðst að Jónasi Jónssyni frá Hriflu... Jónas lét hugsjónir ekki trufla sig eða tefja í baráttunni til j valda“ Hins vegar hefði hann „furðað sig á Þorsteini Pálssyni“, en þar er átt við mál Alberts j Guðmundssonar. Svo vitnar höf- j undur í Hamlet: „Já, heilabrotin gera oss alla að gungum.“ Helst til frœðilegur Locke Kaflinn um John Locke byq'ar vel. Mér finnst hins vegar að Hannes hefði mátt eyða fleiri orðum í skýra útlistun á kenningu j hans, en færri í rökræður um hana og afleiðingar hennar varðandi ýmis deiluefhi. Kaflinn væri þá læsilegri fyrir hinn almenna les- anda sem ekki þekkir Locke að neinu gagni; greining Hannesar á j fremur erindi til heimspekinga og stjómmálafræðinga og er skemmtileg og rökviss. Ég efast þó um að Locke myndi sjálfur veija íslenska kvótakerfið með þeim rökum að veiði úr fiskistofhunum | við landið sé sambærileg við það, j að rækta land og eignast það þ- annig. í fyrsta lagi eru hvorki hafið né fiskistofnamir neitt jarðnæði. í öðru lagi þyrfti að sýna fram á að veiðin sé hætt að borga sig ef tak- marka ætti hana með því að fella fýrirvara Lockes úr gildi. (Fyrir- j varinn segir, að menn megi eigna sér gæði úr sameign, svo lengi sem nóg jafngott sé eftir handa öðrum.) 1 þriðja lagi ætti þá ffemur að tala j umþannfisksemmennhafaþegar | veitt, enþannsemþeireigaeffirað veiða. (Það tekur enginn gæði úr j sameign með því að ætla bara að j takaþau!). Öreigar allra landa - afsakið Fjórði kafli fjallar um Karl | Marx. Hannes rekur meginatriðin í kenningu Marx um vinnugildi, arðrán og óhjákvæmilegt fall kap- ítalíska hagkerfisins. Hann sýnir fram á veilumar bæði hagffæðilega og í ljósi sögunnar: „Stéttaandstæður hafa ekki orðið óbrotnari, eins og Marx hélt j ffam...Sérþekking skiptir sífellt j meira máli...Málið flækist enn, þegar á það er litið, að sami maður getur talist til borgarastéttar og öreigalýðs samkvæmt kenningu j Marx, til dæmis launþegi, sem á hlutabréf í stórfyrirtæki (eða rétt- indi í lífeyrissjóði, sem á hlutabréf í stórfyrirtæki).“ Það sýnir líka best j ffam á blindu margra fylgismanna Karls Marx innan launþegahreyfingar hér á landi, þegar þeir hafa hin verstu orð um fjármagnseigendur (i samræmi við j kenninguna), en gleyma því, að sjálfir þeir stjóma stærstu fjár- | magnssamsteypum landsins, lífeyrissjóðunum. Machiavelli hefði eflaust talið þessa lýðskrumara refi. Höfundur kemur líka aðeins inn á kvótakerfið (Að endingu legg ég til...). Hann segir veiðileyfagjald vera þjóðnýtingu í anda Marx, sem er afar hæpið. Gleymum því ekki, að í ríkjum marxismans hefur j þjóðnýting ávallt þjónað efnahags- j legum hagsmunum þeirra sem j með völdin fara, eða gæðinga þeirra. Endurgjaldslausa úthlutun fiskistofhanna er vart hægt að nefna annað en þjóðnýtingu, þegar öllu er á botninn hvolft, eða hvað? Hagffæðileg og söguleg gagn- j rýni Hannesar á marxismann er j vönduð og itarleg. Ég sakna hins vegar nánari útlistunar á j afleiðingum stefnunnar, efnahags- legum og pólitískum, en ekki síður þeirri félagslegu og sálrænu 26

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.