Stefnir - 01.04.1995, Blaðsíða 28

Stefnir - 01.04.1995, Blaðsíða 28
AÐ UTAN ÞANKAR Er allt upp í loft í BRESKUM STJÓRNMÁLUM? eftir B cildur Þórhallsson Bresku stjórn- málin hafa að undaníornu lík- lega átt meira sameiginlegt með ástríðum og örlögum í sápuóperum sjónvarpstöðvanna heldur en hugmyndafræðilegum ágreiningi í valdatíð Margrétar Thatchers. Enda hugmynda- fræðilegur munur á milli helstu flokka landsins að engu orðinn, nema helst þó að Verkamanna- flokkurinn er orðinn hægri sinn- aðri heldur en íhaldsflokkurinn, og Ihaldsflokkurinn vinstri sinn- aðri heldur en Verkamanna- flokkurinn. Samruni eóa sundrung? Sundrung og óeining innan Verkamannaflokksins sem hélt honum frá völdum allan síðasta áratug, hefur í dag verið snúið yfir á íhaldsflokkinn. Clinton þeirra Breta, Tony Blair nýkjör- inn leiðtogi Verkamannaflokks- ins, hefur sameinað flokkinn undir merkjum fijálshyggju og einstaklingshyggju! Og telja má líklegt að Verkamannaflokkur- inn verði fyrri til að ffamfylgja helsta stefnumáli ríkisstjómar- innar, sem þingmenn stjómar- innar hafa komið í veg fyrir að komi til framkvæmda, einka- væðingu póstþjónustunnar! Einna helst er að skoskir og velskir þjóðernissinnar haldi stjómmálabaráttu á lofti, og að þingmenn mótmælenda á Norður - írlandi bjargi íhaldsstjóminni ffá falli. Ekki má þó gleyma Evr- ópusambandsandstæðingunum innan íhaldsflokksins sem hafa líf stjómarinnar i hendi sér og ffamtíð allrar Evrópu, að eigin sögn. „Þoka á Ermasundi, Evrópa einangruð“ Evrópuumræðan yljar fólki um hjartarætumar, að minnsta kosti sumum. Spumingin er, er Bretland í Evrópu eða er Bret- land ekki í Evrópu? Getur Evr- ópa verið án Bretlands? Þingmenn og nokkrir ráðherr- ar íhaldsflokksins keppast hver við annan að lýsa gæðum og góðsemi nágranna sinna í Evr- ópu. En eins og einn af varafor- mönnum íhaldsflokksins, nú óbreyttur þingmaður, komst að orði fyrir skömmu „Það eina sem Þjóðverjar hafa gert fyrir Evrópu er að koma tveimur heimsstyrj- öldum af stað“ og: „Þessir Frakkar em svo miklar gungur að þeir lögðu niður vopn og gáfúst upp í seinni heimsstyrj- öldinni í stað þess að berjast". Enn meira hól fengu þó menntastofnanir meginlandsins hjá einum ráðherranum. „Þetta [líklega Evrópusambandið] byggist allt á sósíalískri velferð- arstefnu og nemendur fá meira að segja háskólagráður gefnar, og ef ekki, þá geta þeir fengið þær með mútum í suðurríkjun- um“. Uppáhaldsumræðuefnið er samt félagsmálasáttmáli Evrópu- sambandsins, sem hvorki meira né minna hefur orsakað efna- hagskreppu undanfarinna ára, stóraukið atvinnuleysi, jafnað rétt kvenna á vinnumarkaðinum, bannað barnaþrælkun og komið í veg fyrir sómasamlega og fjöl- skylduvæna sextíu stunda vinnu- viku. Um þetta snýst Evrópusam- bandsdeilan, eða eins og fyrir- sögn í einu Lundúnablaðanna hljóðaði í byrjun aldarinnar: „Þoka á Ermasundi, Evrópa er einangruð", sem vel á við í Evr- ópuumræðunni í dag. Er að undra að sumir efist á Fróni? Valdalausir þingmenn í áhættusamri atvinnu Ekki er hægt að skilja dag- blöðin útundan þegar fjallað er um bresk stjórnmál. Vald bresku dagblaðanna yfir aumum og yfirleitt blásaklausum þing- mönnum þjóðarinnar er nær ó- takmarkað. Þingheimur og reyndar þjóðin öll vaknar spennt hvem morgun til að lesa hvaða hneykslismáli verði kyngt niður með morgunmatnum að þessu sinni. „Hver sagði af sér?“ er yfirleitt fyrsta spurning dagsins, og orðið ljóst að fleiri en Al- þýðuflokkurinn þurfa að losa sig við ráðherra sina, þó héma meg- in hafs sé yfírleitt lystisemdum holdsins um að kenna. Það em þó ekki einungis slúð- urblöðin sem halda fólki við efn- ið. Fyrrverandi ráðherrar og nú- verandi þingmenn íhaldsflokks- ins hafa ekki við að gefa út met- sölubækur um óheilindi, spill- ingu og „frjálsar ástir“ samherja og vina. En að sjálfsögðu em þetta skáldsögur, skáldsögur sem eiga sér enga stoð í raunvemleik- anum, því mótmælir enginn, enda dagsatt! Eins og Edwina Currie fyrrverandi ráðherra, met- söluhöfúndur og ein af skömleg- um þingkonum Ihaldsflokksins sagði: „Þeim er vorkunn þessum

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.