Stefnir - 01.04.1995, Page 41

Stefnir - 01.04.1995, Page 41
S T F N I R íslandi, geta danskir stjórn- málamenn stundað atkvæðakaup eins og íslenskir starfsbræður þeirra; munurinn kann hins vegar að vera sá, að þeir lofi opinberri fyrirgreiðslu við hópa (til dæmis félaga í verkalýðssamtökum eða þiggjendur félagslegrar aðstoðar) íremur en við einstaklinga. En spillingin er söm og jöín. Hvemig verður skynsamlegt mat lagt á umfangi spillingar með tveimur þjóðum, sem deila svipuðum siðferðisskoðunum, eins og Danir og Islendingar gera? Ég get ekki lagt fram nein áreiðanleg gögn fremur en Gunnar H. Kristinsson, en nefni hér eina vinnutilgátu, sem mér virðist, að sé skynsamleg. Hún er, að spiliing sé því meiri sem kosturinn á slíkri spillingu er meiri. Kosturinn á spillingu fer aðallega eftir tvennu, hversu víðtækt úthlutunarvaldið er og hveijar em líkumar á því, að upp um misnotkun þess komist. Þegar hið opinbera skammtar til dæmis leyfi til innflutnings, verður spilling meiri en þegar innflutningur er frjáls. Þegar lánsfé er greitt niður og hið opinbera úthlutar því til umsækjenda, verður spilling meiri en þegar vextimir skammta peningana, eins og gerist á fijálsum láns^ármarkaði. Þetta merkir, að kosturinn á spillingu og með honum spilling heíur stórminnkað á íslandi, eftir að stjómvöld hættu að binda innflutning sérstökum leyfum og líka eftir að vextir urðu fijálsir og sneiðast tók um ódýrt eða niðurgreitt lánsfé. Um leið og úthlutunarvald opinbeita aðila dróst saman, eins og það hefur verið að gera hér á landi frá 1960, minnkaði kosturinn á spillingu og með honum spilling. En kosturinn á spillingu hér á landi hefur ekki aðeins minnkað, af því að sjálft úthlutunarvaldið hafi minnkað, heldur líka vegna þess, að margvíslegt aðhald að slíku valdi hefur stóraukist. Því óháðari stjómvöldum sem dagblöð og aðrir fjölmiðlar em, því minni verður spilling væntanlega. Því óháðari og „Ég œtla síður en svo að halda því fram eins og söguhetja Voltaires, Altúnga, gerði forðurn, að við íslendingar búurn í hinum besta allra heima. En sumt höfum við gert betur en flestar aðrar þjóðir!“ sterkari sem eftirlitsstofnanir með opinberri stjómsýslu em, því minni | er spilling líkleg til að vera. Þetta : hefur hvort tveggj a einmitt verið að i gerast á Islandi síðustu ár; j fjölmiðlar eru orðnir óháðari ríki og stjómmálaflokkum en áður var;5 og nýjar eftirlitsstofnanir hins j opinbera eins og umboðsmaður Alþingis og Ríkisendurskoðun j hafalátiðaðsérkveða. Gunnar H. Kristinsson j viðurkennir í bók sinni, að líklega hafi heldur dregið úr spillingu á Islandi í seinni tíð. En auðvitað j verður ekki ályktað af því, að J spilling sé minni hér en í j Danmörku. Könnum það mál þess vegna nokkm nánar. Aðhald að j opinberum aðilum virðist nú að j verða jafnmikið hér á landi og í Danmörku. Þá er að athuga, hvort úthlutunarvaldið sé víðtækara hér en í Danmörku. Slíkt vald er að j minnsta kosti víðtækara hér í j peningamálum en í Danmörku, því að tveir af þremur viðskipta- bönkum íslendinga eru ríkisbankar og lúta því ekki alfarið lögmálum j viðskipta, auk þess sem ríkið rekur j beint eða óbeint flesta fjárfest- ingarsjóði, en bankar eru í einkaeign í Danmörku. Ef sú vinnutilgáta er rétt, að spilling í j tveimur löndum standi í hlutfalli við kostinn á spillingu í þessum tveimur löndum (að því gefnu, að stjómmálasiðferði sé áþekkt í löndunum tveimur), þá ætti spilling að vera talsvert meiri í peninga- málum hér á landi en í Danmörku. A móti kemur, að opinberir aðilar hafa meiri fjárráð í Danmörku en á Islandi, skattar em þar hærri og útgjöld ríkis og sveitaifélaga hærri hluti þjóðar- útgjalda. Árið 1987 vom velferðarútgjöld á íslandi 17,0% af vergri (brúttó) landsframleiðslu, en 27,7% í Danmörku, svo að ein tala sé tekin.6 Af þeirri ástæðu má ætla, að kosturinn á spillingu, — að prófessorar misnoti ráðningar- valdið í þágu skjólstæðinga sinna, að félagsráðgjafar hygli ættingjum og vinum, að atvinnurekendur svíki undan skatti og svo ífamvegis, — sé almennt meiri þar en hér og spillingin því meiri. Niðurstaða mín er sú, að alls sé óvíst, að spilling sé meiri hér en í Danmörku, þótt ekkert verði sannað um það. Gunnari Helga hafi með öðmm orðum ekki tekist að leggja fram áreiðanleg gögn til stuðnings hinum afdráttarlausu staðhæfingum sínum, þótt mér hafi vitaskuld ekki tekist hið gagnstæða, enda var það ekki ætlun mín. Er stefnumörkun í stjórn- málum hér síóri en í grann- ríkjunum? Gunnar H. Kristinsson leggur ekki fram áreiðanleg gögn til stuðnings þeiiri kenningu sinni, að spilling sé hér meiri en í grannríkjum með sambærilegt stjómarfar og siðvenjur. Kenn- ingin kann að vera rétt, en hún þarf j ekki að vera það. Frambærileg gögn skortir líka um aðra kenningu Gunnars í þessari bók,7 að heildar- stefnumörkun sé hér mjög ábóta J vant (væntanlega miðað við aðrar þjóðir, enda er við lítið annað að miða). Gunnar vitnar til tveggja prófritgerða í stjómmálafræði í j félagsvísindadeild um þetta.8 j Þórður Ægir Oskarsson segir í annani, að stefnumörkun í utanríkismálum sýnist „oft handa- hófskennd og gjaman vera fremur 41

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.