Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1925, Blaðsíða 3

Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1925, Blaðsíða 3
I. Sigurjón Jónsson: Ársskýrsla úr Svarfdeelahjeraði árið 1924. Yfirlit. Áriö 1924 er langmesta veikinda-ár og manndauða, sem hjer hefir kom- i'ö síöan hjeraðið var stofnað, og bráðar farsóttir voru tíöari og gerðu meiri usla en nokkru sinni áður. Mestum manndauða ollu mænusótt og lungnabólga, en auk þess gekk inflúensa, þung kvefsótt og mislingar yfir hjeraðið eða meiri eða minni hluta þess, eins og nánar verður skýrt frá siðar. Voru alls skráðir 546 sjúkl. með bráðar farsóttir, en sennilega miklu fleiri óskráðir. Annriki var lengstum mjög mikið og ferðalög til sjúkl. meiri en nokkru sinni áður. Frá 1. febr., er hjeraðslæknir kom heim úr utanför, og til ársloka, fór hann alls 182 ferðir til sjúklinga, að ótöld- um sjúkravitjunum á Dalvík og allra næstu bæjunum. Bókfærðir voru alls 1073 sjúkl. 51 barn fæddist lifandi, þar af ein tvíburafæðing; 2 börn fæddust andvana. Alls dóu og voru greftraðir í hjeraðinu 39 manns sam- kvæmt dánarskýrslum prestanna, og hefir dauðratala hjer aldrei koiuist svipað því jafnhátt í samanburði við fólksfjölda, nema 1910, en þess er að gæta, að meir en l/\ dáinna þá urðu slys að bana, en aðeins einum manni nú, svo að tala dáinna á sóttarsæng er nú hlutfallslega miklu hærri; aftur á móti var hlutfallstala dáinna I923 mun lægri en nokkru sinni áður. Er all-fróðlegt, að liera saman fæðinga- og dauðratölur og hlutföll þeirra við mannfjölda í hjeraðinu á hverjum tíma um nokkurt árabil, og er það gert í töflu þeirri, er hjer fer á eftir og nær yfir öll þau ár, sem læknishjeraðið hefir verið til; þar er og talið, hve margir hafa verið skráðir með bráðar farsóttir hvert ár og hlutföll jieirra við íbúatölu; enn- fremur er þar sýnt, hve mörg börn dóu á 1. ári og hve mörg /c þau voru af þeim, sem fæddust hvert ár; að vísu hafa sjálfsagt sum af þeim börnum, sem dóu á þessum aldri, verið fædd á öðru ári en þau dóu, en það jafnast alt, þegar svona mörg ár eru tekin. Við dauðratöluna er það að athuga, að þar eru skráðir stöku menn, sem hafa dáið utanhjeraðs, en verið greftraðir í hjeraðinu, en á hinn bóginn hafa nokkrir af hjeraðsbúum dáið utanhjeraðs og verið greftraðir þar, og því ekki taldir hjer á dánarskýrslum; eru þeir líklega heldur fleiri, en báðir þessir flokkar eru svo fámennir, að það mundi engan verulegan mun gera á dauðratölunni, þótt hinum fyrra væri slept en hinn síðari talinn með.

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.