Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1925, Qupperneq 8

Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1925, Qupperneq 8
1924 142* á 3. degi lasleikans, en drengurinn á 5. degi eftir aS honum hafði „slegið niður“. Það var sem sje eitt einkennilegt viö sóttina nú, að þaS var mjög algengt, að sjúkl. slægi niöur eftir að þei'm virtist batnaö: Þeir veiktust fyrst meö hinum venjulegu, meira og minna óákveönu byrjunareinkenn- um mænusóttarinnar, batnaÖi, aö því er virtist, eftir 1—2 daga og uröu hitalausir og fóru á fætur, veiktust svo á ný eftir 2—7 daga meö sörnu einkennum og fyr, og lamanir í tilbót 1—3 dögum síðar. Um langflesta þá sjúkh, sem dóu eöa fengu alvarlegar lamanir, var svona ástatt; þeir höföu veikst lítiö í fyrstu, og einkanlega stutt, fariö á fætur strax og þeir uröu hitalausir og sumir undir eins fariö aö vinna eöa reyna á sig á annan hátt, veikst svo aftur á ný, og fengið þá bráðlega meir og minna útbreiddar og hættulegar lamanir. Ekki fengu aö vísu allir lamanir, sem ,,sló niður“, en víst hygg jeg aö þeir hafi hlutfallslega veriö miklu fleiri. Víst er um það, að þaö var undantekning, aö þeir yröu hart úti, sem ekki fengu nema eitt kast og fóru ekki of snemnia á fætur. Tel jeg víst, að fátt varði jafn miklu, er um meöferö mænusóttarinnar er aö ræða, seni að láta sjúkl. vera nógu lengi í rúminu, lagði jeg jafnan svo fyrir, aö sjúkl. væru a. m. k. viku í rúminu eftir aö hiti og öll önnur sjúkdóms- einkenni væru horfin, þeir sem engar lamanir fengu, en hinir lömuöu sjúkl. vitanlega mislengi eftir ástandi þeirra; gekk að vísu misjafnlega að fá þeim hlýtt, einkum ef börn áttu í hlut, svona upp aö 10 ára aldri, þau eru víða þeir eiginlegu húsbændur á heimilunum, þótt foreldrarnir sjeu það að nafnbót; þó var þessu víðast hlýtt er frá leiö og fólk fór að sjá, hve afturköstin (recidivin) voru tíð og háskaleg. Er ekki ósennilegt, að þaö eigi nokkurn þátt í því, að mikið dró úr manndauðanum hlutfalls- leg'a eftir fyrstu vikurnar: fyrsta hálfa mánuðinn dóu nefnilega 2/z af öllum, sem ljetust úr veikinni í hjeraðinu, en þá var einmittt óvarlegast farið í þessu efni. Ef til vill væri rjettara, að hafa legutímann eftir að sótthiti er horfinn enn lengri, 2 vikur ef til vill eða meir, en geta má þó þess, að aldrei fjekk jeg vitneskju um ,,recidiv“ eftir lengri tíma en 7 daga eftir að sótthitinn batnaði hið fyrra sinn. Auk legu — og vitan- lega voru bannaðar allar ónauðsynlegar hreyfingar í rúminu — var vanameðferðin sú, aö láta sjúkl. laxera duglega og svitna og gefa þeim urotropin. Allir sjúkl., sém þyngst urðu haldnir og margir hinna höfðu mjög mikla hægðatregðu og þurftu miklu stærri skamta af laxerolíu en vanalegt er, en hún var oftast notuð. Aspirin var oftast notað sem svita- Iyf í samb. viö heita drykki og dúður, og var það engu síður notað, þótt sjúkl. heföi svitnað meir eöa minna sjálfkrafa, ef læknis var leitað í byrj - un veikinnar, en væri læknis ekki leitað fyr en seint og lamanir komnar, var það ekki notað nema aðrar ástæður væru til, svo sem taugaþrautir, og þá oftast meö phenacetin og codein. Urotropin var gefið í stórum skömtum, 3—6 grömm á dag, eftir aldri, og þoldist vel, en um árangur af því og áðurgreindri meðferð yfirleitt þori jeg ekkert að fullyrða; aö vísu virtist all-oft bregða snögglega til liata viö meðferðina, cinkum í byrjun, en margoft batnaði líka fljótt og vel þótt engin lyf eða læknis- ráð væru notuð. Á suma varð og ekki sjeð, að meðferðin heföi nein áhrif, iamanir hjeldu áfram og þeir dóu, þótt þessar lækningatilraunir væru gerðar, en aö vísu hefði þá oftast mátt því um kenna, að tilraunirnar hefðu verið gerðar of seint, því aö fyrirfram verður enn minna vænst

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.