Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1925, Blaðsíða 11

Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1925, Blaðsíða 11
145* 1924 og lamanir vaxiö, fjekk þó aldrei bulbærlamanir, en varö bráökvödd 26. ágúst. Mjer er þaö full-ljóst, aö þessi CaCl2-terapi er fjarri því aö vera svo vel rökstudd ,,teoritiskt“, sem æskilegt væri, og að reynsla mín um hana er svo lítiþ aö með vissu verður ekkert á henni bygt. En engu aö síöur eru þessar tilraunir þaö eina, af því sem eg hefi reynt eða veit til þess að aðrir hafi reynt gegn andfæralömun í mænusótt, sem mjer hafa sýnst nokkrar líkur til að gerðu gagn. Ástand fyrsta, og einkanlega annars, sjúklingsins sem jeg reyndi lyfiö við, var svo nauða-líkt ástandi sjúkling- anna, sém dóu, nokkrum klukkustundum fyrir andlát þeirra, að jeg á bágt með aö trúa, að þeir hefðu lifað — a. m. k. annar sjúklingurinn — ef engin önnur meðferð hefði verið reynd en við hina sjúklingana. En, eins og áður er sagt, eru mikil vandkvæði á að nota þessa meðferð við sjúkl., sem eru langt frá lækni, því að það má heita hending, að hún verði þá notuð á rjettum tíma; sje hún nefnilega notuð áður en sjúkl. er orðinn langt leiddur, verður ekkert um það sagt, hvort það er henni að þakka, þótt honum batni, og þótt honum versnaði seinna, fengi andfæra- lömun og dæi, þá sannaði það ekki, að lyfið hefði verið gagnslaust, ef það hefði verið notað á rjettum tírna, því að auðvitað getur líkaminn ekki lengi haft forða af CaCl2 eftir eina injectio. — Á hinn bóginn getur sjúkl. verið dáinn, þegar næst til læknis, ef dregið er að vitja hans þang- að til sjúkl. er orðinn aðfram kominn. — Annar erfiðleiki við notkun lyfsins er óvissa um hve stór „dosis“ þarf að vera og má vera. Jeg not- aði 20 ccm. af 7,5% uppl. handa fullorðnu konunni, eða 9,5 gr. af CaCl2, og hálfan þann skamt handa 6 ára stúlkunni; er sá skamtur tiltölulega stærri, enda sýndist verkunin þar fljótari og greinilegri. „Shock“ það, sem sá sjúkl. fjekk, hefir sennilega stafað af skyndilegri blóðsókn til kviðarinnýflanna og þar af leiðandi blóðrþrýstingslækkun og blóðskorti í heilanum. CaCl2 intravenöst veldur ávalt æðavíkkun og blóðsókn til meltingarfæra og genitalia, en einkum ef ört er dælt inn, og í þetta sinn hefir það líklega verið gert of ört; hvað sem því líður, var þetta „shock“ ekki hættulegt, og að öllu athuguðu mundi jeg heldur auka en draga úr dosis, ef jeg hefði ástæðu til að reyna þessa meðferð hjer eftir. Eins og dánarskýrslan ber með sjer, dóu 9 af mænusótt í hjeraðinu. Til 7 af þeim var mín leitað, og sá jeg 6 þeirra. Til áttunda sjúklings- ins átti og að leita mín, en hann var dáinn áður en jeg kæmist til hans. Fyrir níunda sjúklinginn var aldrei leitað læknis, en eftir þeim upplýs- ingum, sem jeg fjekk um veikindi hans eftir á, er enginn vafi um sjúk- dóminn. Auk þeirra sjúklinga dó einn sjúkl., sem mín var leitað til í Höfðahverfishjeraði, og er hann ekki talinn í dánarskýrslu hjer; það var hálf-fertug kona. Hinir sjúkl., sem dóu, voru: einn 1 árs, einn 3 ára, tveir 4 ára, einn 5 ára, tveir 8 ára og tveir 13 ára. Auk þeirra, sem dóu, ‘lömuðust 17, sem mjer er kunnugt um, meira eða minna. Af þeim voru þrír 2 ára, tveir 3 ára, einn 4 ára, þrír 5 ára, einn 6 ára, einn, 7 ára, tveir 8 ára, einn 11 ára, einn 13 ára, einn 17 ára og einn 21 árs. „Klass- iska“ kenningin um aldur mænusóttarsjúklinga er, að aðallega fái mænu- sóttina börn milli 1 og 4 ára, sjaldgæft að hana fái eldri börn og fullorðnir. Af greinargerðinni hjer sjest að aðeins 2 af 10 sem dóu og aðeins 5 af 17 sem lömuðust, voru á hinum „klassiska“ mænusóttaraldri. Ennfremur 10

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.