Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1925, Page 13
147*
1924
heinnli, og voru þar þó 5 unglingar innan tvítugs, þar af þrír 8—12
ára. Eina varúSin, sem jeg haföi, auk sjálfsagðs og vanalegs þrifnaSar,
var, aS jeg foröaöist aö snerta unglingana eöa láta þá koma viö mig
allan þann tima, sem mænusóttin var í hjeraöinu og alllengi á eftir, en
vitanlega er jeg allsendis ófróöur um, hvort og aö hve miklu leyti þaö
var því aö þakka, aö heimili mitt slapp svo vel. Vafalítiö hefir þaö verið
meira aö þakka ónæmi heimilisfólksins, þótt nokkru hafi þessi varúö
sennilega veriö betri en ekki neitt. — Bæöi vegna þess, aö sóttin var
komin um alt, þegar jeg fjekk vitneskju um hana, og hins, aö engin
þekking var á útbreiðslumáta hennar, var ekki taliö fært eöa til neins
gagns, aö beita verulegum sóttvörnum, en samgönguvarúð var reynt aö
hafa viö þau heimili, er sóttin var illkynjuö á, og sótthreinsað var þar
á eftir, og var það frekar gert vegna hræðslu almennings en af trú á
þýðingu slíkra loka-sótthreinsana eftir þennan sjúkdóm. Látiö var hætta
sundkenslu viö Dalvík, þegar er vitneskja var fengin um veikina, frest-
að tíðagerðum og mælst til, aö veitingar væru ekki hafðar við jarðar-
farir nje aðrir fylgdu líkum til grafar en nánustu vandamenn og líkmenn.
3. M i s 1 i n g a r n i r. Um það leyti, er mænusóttinni slotaði, bár-
ust mislingar frá Siglufiröi til Ólafsfjarðar. Kona á Grund í Ólafsfirði
sótti þá þangað og veiktist fyrst, en áður en læknir fjekk vitneskju um
það, voru hafðar samgöngur við tvö næstu heimili; þegar læknir fjekk
vitneskju um sóttina, var lagt fyrir öll þessi heimili að hafa samgöngu-
varúð gagnvart þeim, er ekki hefðu haft mislinga, og auglýsing um
sóttina fest upp i Ólafsfjarðarkauptúni. Um þetta leyti var unglingsmaður
úr kauptúninu við heyskap á Grund; þóttist hann hafa fengið tnislinga
á barnsaldri (1907), og fór því allra sinna ferða, þar á meðal heim til
sín í kauptúnið, er hann hafði lokið heyskapnum, en degi síöar en hann
kom heim, veiktist hann, og tók sóttin eftir það að breiðast út í kaup-
túninu. Þó fór hún fremur hægt yfir, og var fulla 3 mánuði (frá miðj-
um sept. til miðs des.) aö vinna upp íbúa kauptúnsins, er ekki höfðu haft
mislinga áöur. Vegna mislinganna var barnaskólanum í kauptúninu og
lækiseftirliti við hann frestað nokkuð, því aö ekki þótti tiltækilegt aö
byrja skólahaldið meöan mislingarnir stóðu sem hæst. Mislingarnir lögð-
ust fremur ljett á flesta þá, er fyrst veiktust, en þyngdust nokkuð er
lengra leið, og voru allþungir á mörgum, sem læknis var leitað til, en
aðgætandi er, að miklu fleiri veiktust en læknis leituðu, og flestir þeirra
eða allir ljett. Þó nokkrir fengu kveflungnabólgu upp úr mislingunum,
og varð hún að bana einu barni ársgömlu. Nokkrir fengu og garnakvef
upp úr mislingunum. í árslok voru mislingarnir um garð gengnir í Ólafs-
firði. Enn komu mislingarnir upp á einu heimili í Hrísey, bárust þang-
að frá Akureyri; sýktust tveir, báðir vægt, og breiddist sóttin ekki út
þaðan.
4. Kvefsótt (tracheobronchitis). Hún var ekki stórum tíðari en
áriö áöur, því að þá var hún líka alltíö, en miklu var hún þyngri nú,
einkum 4 siðustu mánuði ársins, og þá var hún líka lang-tíðust. Framan
af árinu, alt fram í ágúst, kom aðeins fyrir eitt og eitt tilfelli á stangli,
en seinast í ágúst tóku tilfellin að fjölga og þyngjast; breiddist sóttin
ört út í september, og tók þá einkurn börn og unglinga, eins og „barna-
kvefið 1919, og var aö fleiru leyti ekki ósvipuð því, hjelt enn áfram
10*