Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1925, Side 25

Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1925, Side 25
159* 192! Hjer í bænum hreinsar hvert heimili sín salerni. Skolpræsi eru ýmist engin e8a ófullkomin og vatnssalerni þekkjast varla. Hver tæmir sína kollu eftir fjörunum endilöngum, á tanganum utanveröum. VerSur þá náttúrlega oft misbrestur á því, að nægilega langt sje farið, og sjálf- sagt er því ekki altaf sætt a@ fara á fjörunni. Nú er ekki svo mikil hætta á því, eftir aö sjúklingar eru orönir grunsamlega veikir, aö dreift sje smitandi saur frá þeim um fjörurnar, þvi aö rikt er gengið eftir því, aö saurinn sje rækilega sótthreinsaöur áöur en honum er hent. En ef sýkla- berar eru hjer í bænum — og þeir hljóta aö vera hjer, fl'eiri en færri, þar sem taugaveiki hefir veriö hjer landlæg árum saman, — þá inficer- ast fjörurnar án afláts frá þeim. En aö fjörurnar sjeu sekar, sjest ekki síst á því, aö síðan jeg kom hingað, hefir þaö veriö áberandi, að taugaveikin hefir langsamlega oft- ast kom upp í húsunum, sem standa í fjörunum, og viö fjörurnar, á tanganum utanverðum. Af 46 taugaveikistilfellum, sem jeg veit um hjer í bænum, á síðastliðnum tveim árum, voru ekki færri en 37, þ. e. rúml. 80% einmitt í þessum húsum. Grunsamlega mörg börn hafa líka veikst, 17 alls innan fermingar, eða um 37%. En krakkar snuöra hjer mikið í fjörunum, enda eru þær aðalstaðurinn, þar sem þau geta verið í friði að leika sjer. Þó að jeg sje sannfærður um, að hjer sjeu sýklaberar, hefi jeg eng-a sjerstaka grunaöa. Er erfitt, ef ekki ómögulegt, aö finna ])á hjer í þjett- býlinu, nema þá með systematiskri rannsókn. Mest og best gætum viö unnið bug á veikinni með því aö fá góö skólp- ræsi í bæinn, og um leið vatnssalerni. En af því að jeg er hræddur um aö þaö eigi langt í land, hefi jeg hugsað mjer aö reyna að koma þvi til leiðar, að bærinn taki aö sjer salernahreinsunina, feli hana ábyggileg- um mönnum, eftirlit sje haft meö því að salemin sjeu sæmilega hrein- leg, og að þau sjeu tæmd á einum og sama stað, þar sem hætta geti ekki stafað af því, en ekki dreift úr þeim um allar fjörur, fyrir framan dyrnar á fjölda húsa. Vona jeg að þetta beri einhvern árangur. Skarlatssótt er hjer landlæg. Eitt og eitt tilfelli við og við. Tvær sögur kann jeg af hennar undarlegu smitunarháttum: Kona bjó i einu litíu herbergi og hafði 3 ungbörn í rúminu hjá sjer. Eitt barnið veiktist af skarlatssótt. Alt verður að kássast i sama rúm- inu, og móðirin situr með veikt barnið i margar vikur. Hin börnin veikj- ast ekki, en eftir marga mánuði (4 eöa 5), þegar barnið ar löngu orðið heilbrigt, veiktist loks móðirin af skarlatssótt. Fyrir ári síðan fær vinnukona í einu húsi hjer skarlatssótt. Hún er vel einangruð, og fleiri veiktust ekki í húsinu. Nú kemur ný stúlka í húsið í vetur. Hún er látin sofa hjá stúlkunni, sem skarlatssóttina hafði árið áður. Hún fær skarlatssótt. Jeg gerði nijer nú far um að vita, hvort þá væri nokkursstaðar skarlatssótt annarsstaðar í bænum, og g-at ekki komist að því. Yfirleitt er skarlatssóttin væg. Þó dó einn sjúklingur á árinu úr nýrna- bólgu, sem hann fjekk upp úr skarlatssótt í fyrra. Svo að ekki er hún alsaklaus. K v e f, 1 u n g n a b ó 1 g a, i n f 1 ú! e n si a. Barnakvefið, sem jeg gat um i síðustu ársskýrslu, að gengið hefði i

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.