Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1925, Qupperneq 27

Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1925, Qupperneq 27
1925 161* Nú, þegar jeg er oröinn kunnugri í hjeraðinu, hefi jeg ekki eingöngu tekiö þá berklasjúklinga á skrárnar, sem hafa vitjaö min á árinu, heldur líka þá sjúklinga, sem jeg veit um aö eru berklaveikir, í hjeraöinu, þó aö þeir hafi ekki leitaö mín á þessu ári. Jeg tel alls ekki alla þá meö, sem einhvern tíma hefir oröiö vart viö berklaveiki í. Ef þeir hafa veriö einkennalausir aö öllu leyti í eitt ár eöa lengur, tel jeg þá „heilbrigða“. G. Skrá yfir konur, sem læknir hefir hjálpaö i barnsnauð. Við hana hefi jeg enga athugasemd aö gera. H. Útdráttur úr ársskýrslum yfirsetukvenna. Þessi útdráttur er saminn eftir auglýsingu landlæknis frá 19./12. '21. J. Bólusetningarskýrsla. Hana sendi jeg landlækni, ásamt bólusetningarskrám, fyrir nýár, eins og fyrirskipað er. Jeg hefi á þessu ári í fyrsta sinni komið því viö aö semja og láta semja bólusetningarskrárnar fyrirfram, eins og fyrirskipaö er. Tók jeg á frum- bólusetningarskrá öll tveggja ára börn, og á endurbólusetningarskrá öll 12 ára börn, og auk þess, ýmist á frum- eöa endurbólusetningarskrá, þau börn, sem voru á skrá í fyrra, en bólan kom ekki út á. Mun það vera óvíöa á landinu, aö bólusetningarskrár sjeu samdar þann- ig fyrirfram, a. m. k. í kaupstöðunum. Veit jeg til, aö í Reykjavík hefir þaö veriö siður, aö þau ein börn eru skrásett, sem koma til bólusetn- ingar, og þannig ekkert eftirlit haft með því, hvaö mörg börn, sem aö rjettu lagi eiga að bólusetjast, sleppa undan því. Og á skrám þeim, sem hjer liggja viö embættið, sje jeg aö hiö sama hefir ætíð verið gert hjer. Eins og skýrslan ber með sjer, var bólusetningin mjög illa sótt, þrátt fyrir það, að rækilega var auglýst. Og af samanburði viö eldri skrár get jeg ráðiö, að svo muni ætíð verið hafa. Af upplýsingum, sem jeg hefi aflað mjer um þetta, tel jeg þó víst, að á langflestum börnum sje á endanum fullnægt ákvæðunum um frumbólusetningu, en hitt mun vera meiri viðburður, ef sá maður hittist, sem hefir verið endurbólusettur, svo sem lög mæla fyrir. Endurbólusetning á að byrja þegar barið er 12 ára, en langfæst börn koma fyr en fermingarárið, þegar presturinn fer að rekast í bóluvettorð- unum við þau, og þó hvergi nærri öll þá. Þau ein af þeim börnum full- nægja svo lögunum, sem bólan kemur út á viö fyrstu endurbólusetningu, en það kemur sjaldan fyrir. Eftir ferminguna kemur sem sje enginn til bólusetningar. Ef jeg held nú áfram að semja bólusetningarskrárnar fyrirfram, kvíði jeg engu með frumbólusetningarskrárnar. En eftir því sem líður, býst jeg við að endurbólusetningarskrárnar lengist, og að síðast verði á þeim svo aö kalla allir hjeraðsbúar. Er jeg sannfærður um, að ejns og nú er ástatt, ættu þeir að rjettu lagi flestir aö vera þar. ísafiröi, 14. mars 1922. Vilm. Jónsson, hjeraðslæknir.

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.