Gisp! - 01.10.1999, Síða 12
Málsvari orðabelgjanna
Morten Harper (f. 1973) er höfundur
þriggja binda ritverksins Tegneserien i og uten-
for rutene, sem er undirstöðurit á norsku um
myndasögur. í fyrsta bindinu, Kapteinens skrekk
(1997) er fjallað um myndasöguna sem menning-
arfyrirbrigði og listgrein. Tegneseriens triangel
(1997) er sagnfræðilegt bindi ritverksins, þar er
rakin þróun myndasagna í Bandaríkjunum, Evróþu,
Jaþan og Noregi. Síðasta bindið, Rutenes hemme-
lighet (1998) er greining á innihaldi myndasagna,
en þeim er í ritinu skiþt í niu greinar bókmennta.
Þetta þriggja binda verk kom út hjá Telemark teg-
neserieverksted og er kynnt á netsíðum forlagsins:
<www.centrum.no/ttv/>. Undanfarin tvö ár hefur
Harþer skrifað um myndasögur i ýmis norsk
tímarit og blöð og er fastur gagnrýnandi fyrir
Morgenbladet, Nationen, Bok og Bibliotek, Numer
og Mann. Hann skrifaði ritið „139 grunner til a
Iðne tegneserier” fýrir miðstöð bókasafna og hefur
oft verið fenginn til að halda fýrirlestra um ýmsar
hliðar myndasagna. Harþer situr í „Sþroing”-
dómnefndinni sem árlega veitir verðlaun fyrir
bestu myndasögurnar. Þegar Harþer er ekki að
lesa eða skrifa um myndasögur leggur hann stund
á lögfræði við háskólann í Osló.
Fyrirlesturinn Langs eftir myndasöguræm-
unum kynnir helstu stefnur í norrænum
myndasögum síðustu tíu ár. Það er ekki til nein
samstæð norræn myndasagnahefð. Myndasög-
urnar deilast í margar stefnur að stíl og inni-
haldi út frá sérstökum sameiningarfleti
klassískra, evrópskra gamanmyndasögna og
nýjustu tísku bandarískrar framúrstefnu.
Hér má skoða norræna myndasagnareiti frá
dönskum myndasögum í bókarformi, þar sem
hæst ber Goðheima (Valhalla), síðan sænskar,
gamansamar tilraunir, sem rekja má til tíma-
ritsins Galago, og til finnskrar ögrunar og
sjálfmeðvitaðrar blöndu af nævískum stílteg-
undum og tæknikunnáttu.
I norskum myndasögum hafa gamanmynda-
sögur verið ríkjandi síðastliðinn áratug og
orðið algengari í dagblöðunum. Sagna-
myndasögur eru aðallega sögulegar lýsingar.
Þriðji flokkur myndasagna heldur áfram
„neðanjarðar”-hefðinni frá áttunda áratugnum
með sögum sem eru ekki svo háðar ákveðinni
bókmenntahefð en frekar persónulega
mótaðar.
Ríkulegt úrval mynda kemur áheyrendum í
beint samband við myndasögurnar.
Á þessum síðum er
einungis fjallað um
hluta dagskrárinnar.
Nánari upplýsingar
munu birtast í fjöl-
miðlum og liggja
frammi í Norræna
húsinu.