Gisp! - 01.10.1999, Síða 25
Max Andersson er þekktastur sænskra myndasagnahöfunda í dag. Sögur hans eru martraðarkenndar,
þótt sjálfur segist hann gera þær til að skemmta og gleðja. Skarpar andstæður svartra og hvítra flata
einkenna hrjúfan teiknistílinn sem hæfir vel angistarfullum og gróteskum heimi höfundarins. Undir
niðri kraumar búrlesk grágletta þar sem bílar, húsgögn og aðrir hlutir lifna við.
I verkun Max má greina þá kenjóttu og beittu skopþræði sem sænskir höfundar eru þekktir fyrir.
Sem sporgöngumenn þeirrar hefðar má nefna Gunnar Lundkvist ogjoakim Pirinen.
Sögur eftir Max hafa birst í Dagens Nyheter, Galago og Aftonbladet í Svíþjóð og honum hafa
hlotnast ýmsar viðurkenningar. Hann hefur einnig gert nokkrar teiknimyndir og lærði upphaflega
grafíska hönnun en sneri sér nær eingöngu að myndasögunum í lok níunda áratugarins.
Bækur: „Pixy“ 1992, „Vakuumneger" 1994.
Erlend útgáfa: Bandarfkin- „Pixy“ (Fantagraphics) ; styttri sögur í tímaritið Zero Zero ; eigið tímarit
Death & Candy (Fantagraphics). Þýskaland- "Pixy", eigið tímarit Container (Jochen Enterprises).
Sviss- styttri sögur í tímaritið Strapazin. Frakkland- „Pixy“, „Lamort & Cie“ (l’Association), styttri
sögur í tímaritið Lapin.
Verk á sýningunni: „Containrar" (síður 1,7) ; „Vakuumneger“ (síður 1,4).
ULF JANSSON
Fæddur 1951.
Ulf Jansson er teiknari af fransk-belgíska skólanum sem kenndur hefur verið við tæru línuna („ligne
claire”). Myndbyggingin er skýr og frásagnartæknin áhrifarík og auðvelt að greina áhrif bæði Hergé
og Franquin. Sögurnar eru fyndnar og spennandi, líkt ogTinni og Svalur &Valur, en persónurnar eru
öryggislausari en fyrrgreindar hetjur og takast á við vandamál sem eiga sér beina samfélagslega
skírskotun í sænskan raunveruleika. Ulf er þekktur fyrir að draga upp nákvæma mynd af sænsku
landslagi í sögum sínum.
Ulf hefur fengist við myndasögugerð frá miðjum áttunda áratugnum og teiknað í fjölmörg tímarit
og dagblöð. Helsti samstarfsmaður hans er textasmiðurinn Magnus Knutsson (fæddur 1944). Sögur
þeirra hafa ma. birst í Aftonbladet og Svenska Serier.
Bækur: 6 bækur með „Ratte“, 2 með „Martin Udd“, tæplega 10 aðrar bækur.
Erlend útgáfa: Danmörk- 2 bækur með „Martin Udd“.
Verk á sýningunni: „Martin Udd“ (síður 7, 37, 38) ; „Box 19008“ (2 síður) ; „Binni og Pinni“.