Gisp! - 01.10.1999, Side 26
ULF LUNDKVIST
Fæddur 1952.
Teikningar Ulf Lundkvists tilheyra sóðalínunni („la ligne crade“). Hann semur háðskar hallærissögur í
búrleskum stíl þar sem fáránleikinn tvinnast saman við átthagabundið sögusviðið í þægilegu, gagnyrtu
brjálæði. Ulf hefur gaman af að setja gamlar smáauglýsingar og Ijósmyndir í sögur sínar, vitnisburður
um þá Svíþjóð sem var.
Ulf teiknaði í stjórnleysingjablaðið Etc og sögur eftir hann hafa birst í Galago en ferill hans tók nýja
stefnu árið 1990 þegar ræman „Assar“ hóf göngu sína í Dagens Nyheter og öðlaðist fljótt miklar
vinsældir. Ulf hefur myndskreytt margar bækur, hann málar einnig og hefur haldið sýningar á málverk-
um sínum.
Bækur:6 bækur með „Assar“, tæplega 15 aðrar bækur.
Verk á sýningunni: „Binni og Pinni“ ; 2 síður ; 3 teikningar.
CECILIATORUDD
Fædd 1942.
CeciliaTorudd rissar upp hversdagslífið á einfaldan, grípandi hátt, þótt grínið sé oft margþættara en
virðist við fyrstu sýn. Hún hefur gott vald á svipbrigðum og líkamstjáningu persónanna og gæðir þær
þokka og hlýju.
CeciliaTorudd er einn þekktasti myndskreytir barnabóka
í Svíþjóð og hóf myndasögugerð sína fyrir barnablaðið
Kamratposten upp úr 1970 en hefur einnig gert sögur sem
höfða til breiðari aldurshóps. Þekktust er „Ensamma
mamman" sem birtist í Dagens Nyheter frá 1985 til 1987
og varð gríðarlega vinsæl.
Bækur (myndasögur): 2 bækur með „Ensamma mamman",
3 með „Familjeliv", og ein önnur.
Erlend útgáfa: Noregur- I bók með „Ensamma mamman" ;
ísland- „Ensamma mamman" í dagblaði.
Verk á sýningunni: „Familjeliv“ (síður 3,4, 5, 6) ; ,,God
Jul !“ ; „ModernaTider“ ; „Binni og Pinni“.
Noregur
STEFFEN KVERNELAND
Fæddur 1963.
Steffen Kverneland hóf feril sinn sem málari og hélt margar sýningar en hefur starfað sem mynda-
sagnahöfundur síðustu ár. í byrjun teiknaði hann í blöð eins og Norsk Mad og var einn af stofnend-
um blaðsins Fidus (1993).
Þekktastur er Steffen fyrir að taka verk sígildra bókmenntahöfunda, jafnt norskra sem erlendra
(t.d.James Joyce), búta þau niður og brjóta og skapa úr myndasögur. Má þar helsta nefna bókina