Gisp! - 01.10.1999, Síða 28
ARILD MIDTHUN
Fæddur 1964.
Arild hóf feril sinn 12 ára að aldri með myndasögu í Bergens Tidende en vakti fyrst athygli fyrir
framhaldssöguna „Sirkus“ 1980. Hann hefur unnið með fjölmörgum sögusmiðum og var einn helsti
teiknari norsku útgáfunnar af Mad, sá um forsíðuna og gerði einnig sögur í blaðið. Sama má segja um
blaðið Pyton þar sem Arild teiknaði undir nafninu „Arnold Milten".
Arild er undir miklum áhrifum frá Uderzo og Franquin en síðustu árin hefur hann vikið frá fransk-
belgíska stílnum og leitað inn á raunsærri teiknislóðir. Ber þar hæst söguna um Ivar Aasen. „Pappa &
Pestus" er ræma sem birst hefur í dagblöðum undanfarin ár.
Auk myndasagnanna vinnur Arild sem myndskreytir, kápuhönnuður og hefur einnig fengist við marg-
miðlun.
Bækur (frá 1983) :
8 bækur fyrir börn og unglinga. „Trolls", „Truls &Trine“, „Reodor &Teodor“, osfrv.
Ivar Aasen - „Ei historie om kjœrleik" (eftir handriti Erna Osland) 1995
Verk á sýningunni: „Binni og Pinni“ ; „Ratchet & Paul“ (4 síður) ; „Skapningens Herre“
(síður 1,2, 3) ; I síða.
BJARNI HINRIKSSON
Fæddur 1963.
Fyrsta myndasaga Bjarna birtist í Morgunblaðinu í lok áttunda ára-
tugarins. Frá 1985 til 1989 nam hann við myndasögudeild (Atelier
de bande dessinée) Ecole Régionale des Beaux-Arts í Angouléme í
Frakklandi og 1990 stofnaði hann ásamt öðrum myndasöguhópinn
Gisp! sem gefið hefur út samnefnt blað, auk þess hefur hann skipu-
lagt sýningar og staðið fyrir fyrirlestrahaldi.
Bjarni hefur fengist við sögur úr hversdagslífinu („Mímí og Máni“,
íVikublaðinu 1993), velt fýrir sér draumum, leitað í þjóðsögur og
norræna goðafræði („Vafamál"), gert klippimyndasögur og tölvu-
verk, ýmist einn eða í samvinnu við aðra. Líkt og með marga höf-
unda í Gisp! eru áhrifavaldarnir margir og ekki einvörðungu bundnir
við myndasögur. Ekki hefur nema hluti af sögum hans birst á prenti.
Bjarni starfar sem grafískur hönnuður hjá Sjónvarpinu.
Bækur: „Digitus sapiens" (með Þóri S. Guðbergssyni og Kristni R.
Þórissyni) 1998.
Fjölmargar styttri sögur í Gisp! og öðrum tímaritum/dagblöðum.
Erlend útgáfa: saga í samnorrænu útgáfunni „Den första kárleken"
1993, stuttar sögur í frönsku blöðunum Hótel deTanger og Ego
comme X, einnig í safnritunum „Contes et Racontars" og „Les
enfants du Nil“.
Verk á sýningunni: „Binni og Pinni“ ; „Brúðkaupið“ (síður 4
og 6) ; „Vafamál“ (síða 15).