Gisp! - 01.10.1999, Page 39

Gisp! - 01.10.1999, Page 39
Hér má sjá öll stílbrigði og frásagnarmáta sem hægt er að hugsa sér, auk þjóðsagna og hetju- sagna: vísindaskáldsögur (Hálfdán Uggi - Ómar Stefánsson, Guðaborgir - Stígur Steinþórsson, Pétur ogVélmennið - Kjarnó), drykkjusögur (Saga Næturklúbbanna - Birgir Bragason, Böbbi - Sigmund), anarkó-kómedíur (Ruglmálararáðu- neytið - Þórarinn Leifsson, Bísi og Krimmi - SÖB), alíslenskar hversdagssögur (Korter í þrjú - Bragi Halldórsson, Mímí og Máni - Bjarni Hinriksson, Sigga Vigga - Gísli J. Astþórsson, Grim - Hallgrím- ur Helgason, Neðanmáls - Halldór Baldursson), dæmisögur (Silfurskottumaðurinn), og sögur fyrir börn (Bubbi tekur lýsi). I íslenskum myndasögum reiknar Búkolla út virðisaukaskatt og Galdra-Loftur kaupir sér sjónvarp. Islenskir listfræðingar eru uppstoppað- ir, listamenn fara í meðferð við listþörf, stjórn- málamennirnir setja ,vask' á jólasveininn og skemmtanaskatt á timburmenn, loftsteinn lendir á Miklubrautinni, skáldin týna ,rauða þræðinum', löggan dulbýr sig sem snjókorn, samkvæmi í heimahúsum koma fram á jarðskjálftamælum. Eina gistihúsið sem rekið er með hagnaði er Grjótið. Uppgjafapönkarar stunda MörderBörg- er-kappát, Dr. Gunni spilar í Júróvisjón og íslenskar stelpur eru á föstu með gulrótum og vélmennum. Islenska myndasagan er hvorki evrópsk né bandarísk og hefur þó litninga úr báðum. En þó hún feli sig sem best hún getur, væri listasaga 20. aldarinnar fátæk ef við ættum ekki bítla- popparann Stebba Stælgæ. Hvar væri menning okkar stödd án Siggu Viggu og Blíðu á síldar- planinu eða Brsa og Krimma? Kannski er það rétt sem Gylfi Gíslason segir, að það sem íslenska myndasagan þarf einna helst er sameiningartákn, ofurhetja... (Kafteinn Island! Hvar ertu þegar þín er þörf?) Islenska myndasagan er munaðarlaus. Hún á enga foreldra, hvað þá afa og ömmu. Hún er rétt að verða miðaldra, örfáum árum eldri en hippakynslóðin, þó fæðingarhríðir hennar hafi verið hjá Muggi ogTryggva Magnússyni á þriðja áratugnum. En einmitt vegna þess hversu ung hún er getur hún leyft sér að vera svo marg- brotin sem raun ber vitni. Eins og Bragi Halldórsson orðar það: „Teiknarar í Frakklandi þurfa alltaf að glíma við kynslóðina á undan sér. Hér er aldrei kynslóð á undan. Þróunin hefur orðið sú að menn gera allan andskotann..." Akademía íslensku Myndasögunnar hefur aldrei verið stofnuð, enda enn að glíma við gamaldags viðhorf eins og þau að slíkar teikn- ingar séu fyrir börn. Menn .þroskast' nefnilega frá myndasögum, bæði teiknarar og lesendur, með árum og aldri. A svipaðan hátt og þeir fara að hlusta á eða spila .alvarlega' mússík í staðinn fyrir .garg', snúa þeir sér að .alvarlegri myndlist' eða ,bókmenntum'(með stóru Béi!). Islenska myndasagan er kleyfhuga og klikkuð. Bæði í senn: Spegill og vopn. Síbreytileg. Óáreiðanleg. I einu tölublaða Gisp! hitta þeir naglann á höfuðið: „Islenska myndasagan er ung og lítið ber á henni, hún þreifar fyrir sér og leitar sér stuðnings, bæði innri og ytri. Hún þarf ekki að falla í neinn ákveðinn farveg og vill það ekki.“ m
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Gisp!

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gisp!
https://timarit.is/publication/1525

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.