Gisp! - 01.10.1999, Page 138

Gisp! - 01.10.1999, Page 138
Danmörk Danmörk er það Norðurlanda þar sem mynda- sögubækur eru vinsælastar og myndasagnamark- aður þar er áþekkur markaðnum á meginlandi Evrópu. A blómaskeiðinu 1980-90 voru gefnar út margar myndasagnabækur, innlendar og er- lendar, bæði fyrir börn og fullorðna. Undir lok þess áratugar dróst saman útgáfa myndasagna- bóka handa börnum en jókst handa fullorðnum og missti þar markaðurinn mikilvægan lesenda- hóp. Upplög urðu minni og verð hærra og sú kreppa, sem lengi hafði hrjáð almenna bókaút- gáfu gekk nú líka yfir myndasagnagerð. Til þess að sinna eftirspurn eftir myndasögum handa börnum boðaði stóra útgáfufyrirtækið Gyldendal til samkeppni um bestu myndasöguna handa börnum árið 1991. Sigurvegarinn varð Jonas Wagner með angurblíða sögu um ást og vináttu í expressívum stíl og mildum litum.Auk þessa reyndu aðrir höfundar að fylla upp í þá eyðu sem skapast hafði af offramleiðslu níunda áratugarins á myndasögum handa fullorðnum. Takmarkið var að búa til myndasögur fyrir les- endur á öllum aldri. Danskar myndasögur stefna mjög að því að ná til slíkra lesenda eins og Lukku-Láki, Ástríkur og Tinni. Af myndasögum sem ætlaðar eru slíkum lesendahópi má nefna Goðheima-sögur Peters Madsens (gamansögur eftir norrænum goðsögum), Nofret eftir Sussi Bech (gamansemi og ævintýri í Egyptalandi til forna), Familien Gnuff eftir Freddy Milton (spaugileg dýr) og Göingehövdingen eftir Orla Klausen (út frá dönsku, sagnfræðilegu efni).AIIar þessar sögur og fleiri til hafa verið þýddar á erlend mál. Með þessu hafa danskir myndasagnahöfundar fundið jafnvægi í efni og sagnalengd milli þess sem hæfir börnum og fullorðnum og eiga ekki í erfiðleikum með að bjóða börnum upp á góðar myndasögur, en það er vandamál víða í heimin- um. Slíkt lofar góðu um framtíðina. Carlsen, í eigu Bonniers, er tvímælalaust helsti útgefandi myndasagnabóka, forlagið gefur út um sextíu titla á ári. Forlagið miðar við að ná sem breiðustum lesendahópi og gefur aðallega út þýddar sögur en einnig nokkrar innlendar. Serieforlaget/Egmont sér um útgáfu á Norð- urlöndum á efni frá Disney og gefur líka út Lukku-Láka og Ástrík. Meðal smærri forlaga má nefna Bokfabrikken (sem gefur út Will Eisner, nokkuð af erótísku efni og hreint ekki svo fáar danskar mynda- sagnabækur), Arboris (hollenskt útgáfufélag sem gefur út þýddan vísindaskáldskap í myndasögum) og Fahrenheit (sem aðallega gefur út ,,neðanjarðar“-efni). A blaðsölugrindum er Egmont gjörsamlega ráðandi. Slíkt kemur ekki á óvart þar sem vin- sælasta myndasögublaðið í Danmörku er Andrés önd. Eini raunverulegi keppinautur Egmonts er Interpresse, sem er miklu minna fyrirtæki. Interpresse er í eigu Bonniers, eins og Semic í Svíþjóð, og gefur út svipað efni. Mest seldu myndasögur þess eru Basserne (Beetle Bailey) en næst á eftir koma bandarískir ofuhetjutitlar. Danskar myndasögur af þessu tagi eru fáar og strjálar. Opinber sjóður, um 425.000 danskar krónur, var stofnaður 1991, aðallega ætlaður til að gefa út myndasagnabækur en líka til að styrkja sýningar og „neðanjarðar“-útgáfur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Gisp!

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gisp!
https://timarit.is/publication/1525

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.