Gisp!

Ataaseq assigiiaat ilaat

Gisp! - 01.10.1999, Qupperneq 141

Gisp! - 01.10.1999, Qupperneq 141
Svíþjóð Svíþjóð er fjölmennasta ríki á Norðurlöndum með nærri 9 miljónir íbúa. Myndasögublöð birtist fyrst um 1950 og hafa síðan verið algeng- asta form myndasagna. Eftir blómaskeiðið 1970- 80 hefur eintakafjöldinn minnkað verulega en þó að margir titlar hafi horfið er markaðurinn enn mikilvægur. Nokkrar af hinum eldri og hefðbundnu sænsku myndasögum koma ennþá út í ögn nýtískulegri búningi, endursniðnar af ungum listamönnum, en það hefur verið erfitt fyrir ný blöð að ryðja sér til rúms. Aðalútgefandi mynda- sagna í Svíþjóð, Semic, dótturfélag Bonniers, hefur skorið grimmilega niður titlafjöldann eftir 1990 og fáir nýir titlar standast kröfur þeirra um arðsemi. Sama gildir hjá Bonnier Carlsen, deildinni sem gefur út myndasagnabækur, en það hefur lengi verið aðalfyrirtækið á því sviði í Svíþjóð. Harðasti keppinautur Semics er Serieförlaget, í eigu Egmonts.Auk Disney-efnis (myndablaða og -bóka) gefur Serieförlaget út barnatímaritið Bamse.Titilpersóna þess er gríðarlega sterkur og elskulegur lítill bangsi. Síðan þetta tímarit fór að koma út árið 1973 hefur það það notið feikilegra vinsælda hjá ungu kynslóðinni. Núna kemur blaðið út í 170.000 eintökum og er þýtt á nokkur tungumál. Nokkru minna forlag er Atlantic, en hjá því hefur myndasögublaðið Larson! náð miklum vin- sældum. Það er gamansögublað, ætlað fullorðn- um. Efnið í Larson! er aðallega fengið frá Bandaríkjunum. Upp úrl990 keypti Atlantic útgáfufyrirtækiðTago, sem nú sér um útgáfu myndasagnabóka á vegum Atlantic. Sérstaða Tagos var útgáfa nýrra, sænskra myndasagna og þeirri útgáfu hefur verið haldið áfram en fyrirtækið gefur einnig út safnbækur með vins- ælustu myndasögum Atlantic. Á árunum 1980- 90 gafTago út tímaritið Galago sem var kraft- mesti og frjálslyndasti vettvangur sænskra myndasagna áratugarins og stökkpallur margra vinsælustu myndasagnahöfunda Svíþjóðar. Lista- menn Galagos, svo sem Joakim Pirinen, sköpuðu nýja, listræna vitund sem varð innblástur mörg- um þeim sem á eftir komu. Aðalviðfangsefnin hafa verið háðsádeila, eins og hjá Charlie Christensen, eða nístandi gamansemi eins og hjá Gunnari Lundkvist og Max Andersson. Eftir nokkurra ára samdrátt í útgáfunni (færri blöð á ári) kemur Galago nú út hjá Atlantic. Það stefnir að því að verða eins áhrifaríkt og forðum, sér- staklega þar sem það er nú eina myndasagna- tímaritið handa fullorðnum. Helstu listamenn tímaritsins hafa líka aukið veg myndasagna, ekki síst með því að gera fræg- ar meðal yngri kynslóðarinnar persónurnar Arne Anka (Arna önd), sem Charlie Christensen skap- aði, og Socker-Conny, sem Joakim Pirinen bjó til. Margir. sem teiknað hafa í Galago hafa átt mynd- ir á sýningum í listasöfnum og víðar. Eitt hinna minni forlaga er Epix, sem kynnti erlendar myndasögur fyrir fullorðna á níunda áratugnum. Það hefur líka gefið út nokkur sænsk verk. Samt sem áður hallar nú undan fæti hjá fyrirtækinu og það gefur ekki út nema örfáa titla á ári.Alvglans (dótturfyrirtæki myndasagna- samsteypunnar Bulls) gefur út bækur, meðal annarra verk Jans Romares og svo bækur um Modesty Blaise. Eftir 1991 hefur Optimal Press gefið út í bókarformi sjálfsævisöguleg verk ungra, sænskra myndasagnahöfunda. Frá því 1981 úthlutar sænska menntamála- ráðið árlega rúmum miljón sænskum krónum til að styrkja útgáfu á sænskum myndasögum og vönduðum, erlendum myndasögum. Ingemar Bengtsson Þakkir fá Bjarni Hinriksson, Anders Hjorth-Jorgensen, Erik lldahl, Heikki Jokinen og Cöran Ribe
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Gisp!

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gisp!
https://timarit.is/publication/1525

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.