Fréttablaðið - 19.02.2021, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.02.2021, Blaðsíða 6
Ástandið í stjórnmálum Georgíu hefur verið ótryggt frá þingkosningum í haust. Frá og með deginum í dag ber farþegum skylda til að framvísa neikvæðu PCR-vottorði við komuna til landsins. COVID-19 Í dag tekur gildi ný reglu- gerð á landamærum og ber far- þegum skylda frá og með deginum í dag til að framvísa neikvæðu PCR- vottorði sem má ekki vera eldra en 72 klukkustunda gamalt. Neikvæð niðurstaða PCR-prófs þýðir að veiran greinist ekki. Nýju reglurnar koma til viðbótar við þær reglur sem fyrir eru á landamærun- um um tvöfalda skimun og sóttkví. Einungis eru tekin gild vottorð sem eru á ensku eða á einhverju Norðurlandatungumáli en þó ekki á finnsku. Allir sem til landsins koma fara tvisvar í sýnatöku, við komu og aftur fimm dögum síðar. Þá fimm daga sem líða á milli sýnataka er viðkomandi einstaklingur í sóttkví. Fái einstaklingur jákvæða niður- stöðu úr fyrri sýnatöku skal hann dvelja í sóttvarnahúsi geti hann ekki sýnt fram á viðeigandi dvalar- stað. Þá er þeim sem greinast með af brigði veirunnar sem eru meira smitandi en önnur eða valda alvar- legri sjúkdómi gert að dvelja skil- yrðislaust í sóttvarnahúsi. Reglur fyrir far þega sem fljúga til landsins með Icelandair verða í sam ræmi við út færslu stjórn valda. Í gær voru 26 í einangrun með virkt COVID-19 smit og 27 voru í sóttkví. Enginn greindist með veiruna innanlands sólarhringinn á undan, sjötta daginn í röð en tvö tilfelli greindust á landamærunum. Annað þeirra var virkt. – bdj Nýjar reglur vegna COVID-19 taka gildi á landamærunum í dag SAMFÉLAG Rauði krossinn á Íslandi hefur óskað eftir samtali við stjórn- völd um leiðir til að reka verkefni félagsins á annan hátt en í gegnum fjármögnum með spilakössum. Þá hefur Rauði krossinn einnig kallað eftir stefnu stjórnvalda um innleiðingu spilakorta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða kross- inum. Spilakassar hér á landi eru reknir af fyrirtækjunum Happdrætti Háskólans og Íslandsspilum, en hið síðarnefnda er í eigu Rauða kross- ins og Slysavarnafélagsins Lands- bjargar. Í tilkynningu Rauða krossins kemur fram að fjöldi mikilvægra verkefna félagsins hafi verið fjár- mögnuð með framlögum frá Íslandsspilum, meðal annars hafi verið brugðist við neyð vegna ham- fara og áfalla hér á landi og hópum sem standi höllum fæti hafi verið veittur stuðningur. Aðspurð að því hvort þversögn felist í því að framlög sem ítrekað eru sögð ýta undir neyð ákveðins hóps, þeirra sem eigi við spilavanda að etja, séu nýtt til að bregðast við neyð annars hóps, segir Bryn- hildur Bolladóttir, upplýsingafull- trúi Rauða krossins á Íslandi, að Íslandsspil hafi „um árabil lagt sitt af mörkum til að aðstoða fólk sem glímir við spilavanda í gegnum sam- vinnuverkefnið Ábyrg spilun“. Sem dæmi hafi Íslandsspil og Happdrætti Háskólans gert þriggja ára samning við SÁÁ um „fjármögn- un á sálfræðistuðningi við fólk með spilavanda,“ segir Brynhildur. Í tilkynningunni segir að við- ræður um breytt fyrirkomulag í kringum spilakassa hafa staðið við stjórnvöld í um áratug. Samtök áhugafólks um spilafíkn hafi bent á að taka skuli upp aðgangs- eða spilakort og að Rauði krossinn taki heilshugar undir þá nálgun. Spila- kortin fela í sér að allir þeir sem spila í spilakössum eða öðrum peninga- spilum hafi aðgangskort sem lagt er inn á fyrir fram. Þannig sé fjárhæð spilunar innan ákveðinna marka. Einnig geti spilarinn lokað fyrir aðganginn. Slík kort eru í notkun á hinum Norðurlöndunum. Spurð að því hvort að spilakortin séu viðeigandi lausn eða hvort að hægt sé að finna leið til að spila umfram það sem kortin leyfa segir Brynhildur að ef laust séu slíkar leiðir fyrir hendi. „Rauði krossinn sinnir ekki með- ferðarúrræðum af neinu tagi og hefur því hvorki svör né þekkingu til að geta svarað þessari spurningu,“ segir hún. Þá segir Brynhildur reynsluna hafa sýnt að með spilakortunum minnki tekjur af spilakössum tölu- vert og að þau virki fyrir þá einstakl- inga sem verji hvað mestu í spilun. Að sögn Brynhildar er stöðugt verið að leita nýrra leiða til að afla fjár til að reka starfsemi Rauða krossins á Íslandi. Því óski félagið eftir „auknu sam tali við stjórn völd í von um að finna leiðir til að reka verk efni Rauða kross ins á ann an hátt.“ birnadrofn@frettabladid.is Finni annað en spilakassa til að fjármagna Rauða krossinn Rauði krossinn á Íslandi vill samtal við stjórnvöld um leiðir til að kosta verkefni félagsins öðruvísi en með spilakössum. Upplýsingafulltrúi segir, aðspurð um það að kosta hjálp við einn hóp í neyð með því að ýta undir neyð annars hóps, að Rauði krossinn hafi lagt sitt af mörkum til aðstoðar fólki í spilavanda. Fjöldi fólks með spilavanda bað um að spilasalir yrðu ekki opnaðir að nýju með tilslökunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BANDARÍKIN Lífslíkur í Bandaríkj- unum lækkuðu um eitt ár á fyrri árshelmingi 2020 samhliða fyrstu bylgju COVID-19 faraldursins. Samkvæmt gögnum frá Sóttvarna- stofnun Bandaríkjanna (CDC) voru meðallífslíkur Bandaríkjamanna 77,8 ár á fyrri árshelmingi 2020 en 78,8 ár á sama tíma 2019. „Þetta er gríðarleg hnignun. Maður verður að fara aftur til seinni heimsstyrjaldarinnar og 5. áratugarins til að finna sambæri- lega hnignun,“ segir Robert Ander- son sem hafði umsjón með gögnum CDC. Þegar gögn fyrir fólk af öðrum þjóðfélagshópum eru skoðuð sér- staklega eru tölurnar enn meira sláandi. Lífslíkur svartra Banda- ríkjamanna lækkuðu um 2,7 ár niður í 72 og lífslíkur Bandaríkja- manna af rómönsk-amerískum uppruna lækkuðu um 1,9 ár niður í 79,9. Þá eru líkur á því að þessar tölur muni versna enn meira þegar gögn frá síðari árshelmingi 2020 verða tekin með í reikninginn. Banda- ríkin hafa komið einna verst út úr faraldrinum á heimsvísu og hafa rúmlega 480.000 manns látið lífið þar í landi vegna COVID-19. – þsh Lífslíkur Bandaríkjamanna hafa lækkað um heilt ár Öndunar færa sér fræðingur annast sjúk ling á gjör gæslu með CO VID-19 á Sharp Grossmont sjúkra húsinu í La Mesa í Kali forníu. FRÉTTA BLAÐIÐ/EPA HVÍTA- RÚSSLAND Hvítrússnesku blaðamennirnir Katsiaryna Andr- eyeva, 27 ára, og Darya Chultsova, 23 ára, voru á fimmtudag dæmdar í tveggja ára fangelsi í Minsk, höfuð- borg Hvíta-Rússlands, fyrir að hafa tekið upp mótmæli gegn forset- anum Alexander Lukashenko. Andreyeva og Chultsova, sem starfa fyrir pólsku fréttastöðina Belsat, voru handteknar í nóvember síðastliðnum í íbúð í Minsk þaðan sem þær höfðu streymt fjöldamót- mælum vegna dauða mótmælanda sem hafði látist af völdum öryggis- lögreglu nokkrum dögum áður. Blaðamennirnir héldu fram sak- leysi sínu gegn ákærum um að hafa skipulagt mótmælin og fyrir að hafa truf lað borgaralegt skipulag. Þær komu fram hnarreistar í réttinum þrátt fyrir að vera hafðar í búri, föðmuðust og gerðu sigurmerki með fingrunum. „Ég hef allt: æsku, starf sem ég elska, frægð, en fyrst og fremst hreina samvisku,“ sagði Andreyeva í yfirlýsingu. – þsh Fangelsisvist fyrir að mynda fjöldamótmæli Katerina Andreyeva og Daria Chult- sov frá Belsat TV. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP GEORGÍA Giorgi Gak haria hefur sagt af sér sem for sætis ráð herra Georgíu. Mikil ólga er í stjórn málum Georgíu eftir að dóm stóll til kynnti að hand taka ætti stjórnar and- stæðinginn Nika Meli a. Hann hefur lengi verið þyrnir í augum stjórn- valda. Til stóð að hand taka Meli a vegna á kæru um að hafa skipu lagt of- beldis verk í mót mælum gegn stjórn- inni fyrir tveimur árum. Innan ríkis ráðu neyti Georgíu greindi frá því að hand töku Mel i a hefði verið „frestað tíma bundið“ eftir til kynninguna um af sögn for- sætis ráð herrans. Ó tryggt stjórn- mála á stand hefur verið þar eftir þing kosningar í októ ber en stjórnar- and stæðingar telja að þar hafi verið brögð í tafli. – þp Gakharia segir af sér eftir ólgu Giorgi Gak haria og Nika Meli a. SAM SETT MYND/EPA/AFP Rauði krossinn sinnir ekki með- ferðarúrræðum af neinu tagi og hefur því hvorki svör né þekkingu til að geta svarað þessari spurningu. Brynhildur Bolla- dóttir, upplýsinga- fulltrúi Rauða krossins á Íslandi Maður verður að fara aftur til seinni heimsstyrjaldarinnar og 5. áratugarins til að finna sambærilega hnignun. Robert Anderson hjá Sóttvarna- stofnun Bandaríkjanna 1 9 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.