Fréttablaðið - 19.02.2021, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 19.02.2021, Blaðsíða 12
1600 Perúska eldfjallið Huaynaputina springur, svo úr verður mesta eldgos í sögu Suður-Ameríku. 1870 Ádeilukvæðið Íslendingabragur eftir Jón Ólafsson ritstjóra birtist í blaði hans Baldri. 1878 Thomas Edison fær einkaleyfi á grammófón- inum. 1881 Kansas verður fyrsta ríki Bandaríkjanna til að leyfa sölu alkóhóls. 1886 Fyrstu hvalfriðunarlög sett á Íslandi. Hvalveiðar voru þá taldar hafa neikvæð áhrif á fiskveiðar. 1968 Hæstiréttur Bretlands ákveður að 62 börn skuli fá bætur frá lyfjafyrirtækinu sem framleiddi lyfið þalídómið og gerði að verkum að þau fæddust vansköpuð. 1976 Ísland slítur stjórnmálasambandi við Bretland vegna deilunnar um fiskveiði- lögsögu Íslands. Sam- band kemst aftur á eftir rúma þrjá mánuði. 1992 Kvikmyndin Börn náttúrunnar er tilnefnd til Óskarsverðlaunanna sem besta erlenda kvik- myndin. Hún hlaut þó ekki verðlaunin. 2008 Fídel Castro til- kynnir að hann muni láta af embætti. Merkisatburðir Félagarnir í furðulega nefndu hljómsveitinni hist og gáfu í desember út sína aðra plötu, hits of. Sökum samvisku og sóttvarna gátu þeir ekki fagnað plötunni fyrr en nú og verða því haldnir síðbúnir útgáfu- tónleikar í Mengi í kvöld. „Orðagrínsaðdráttaraf lið er ansi sterkt,“ svarar Eiríkur Orri Ólafsson, trompet-, trommuheila- og hljóm- borðsleikari sveitarinnar, aðspurður um hvort ekki sé full snemmt að gefa út 'Hits of ' plötu svo snemma í sögu bandsins. „Pönnið tekur forgang.“ Ásamt Eiríki skipa sveitina Róbert Sturla Reynisson sem leikur á gítar, bassa og hljómborð og Mag nús Tryggvason Eliassen sem leikur á trommur og annað tilfallandi. Þeir hafa í gegnum árin hist og starfað saman í ýmsum hljómsveitum, svo sem múm, amiinu og Sin Fang, sitt í hvoru lagi hafa þeir auk þess starfað með hljóm- sveitum á borð við Sigur Rós, Kiru Kiru, Benna Hemm Hemm og Seabear. hist og gáfu síðast út plötuna Days of Tundra árið 2019 sem hlaut góðar viðtökur hlustenda. Tónlistinni lýsir sveitin sem innhverfri, úthverfri og slagþrunginni blöndu af djass, raf-, og spunatónlist sem kemur víða við. Eiríkur segir að á nýju plötunni kenni ýmissa grasa, bæði gamalla og nýrra. „Nýja platan inniheldur lög sem samin eru af öllum meðlimum hópsins og er því kannski aðeins blandaðri heldur en sú fyrri,“ útskýrir hann. hits of var tekin upp síðasta sumar í innsveitum Suðurlands, nánar tiltekið í Kjarnholti í Biskupstungum sem er á vegum Mengis. „Við settum upp smá stúdíó í salnum hjá þeim,“ segir Eiríkur og bætir við að sveitin hafi sett ákveð- inn svip á plötuna. „Það voru þarna nokkur lömb sem léttu okkur lundina.“ Fagurbleikt plötuumslagið hannaði listamaðurinn Páll Ivan frá Eiðum og á Eiríkur erfitt með að koma orðum að því hvernig hann túlkar það. „Þetta eru einhvers konar bleikbúðingsleg form sem ég kann vel að meta,“ segir hann. Páll Ivan verður sérstakur heiðursgest- ur sveitarinnar og mun munda bassann ásamt sveitinni á tónleikunum í kvöld. Húsið opnar klukkan 20.30 í kvöld og er takmarkaður sætafjöldi og grímu- skylda. arnartomas@frettabladid.is Bleikbúðingsleg plata unnin í Biskupstungum Hljómsveitin hist og heldur síðbúna útgáfutónleika í Mengi í kvöld fyrir aðra plötu sína, hits of. Platan var tekin upp síðasta sumar í Kjarnholti í Biskupstungum. Á nýrri plötu hist og sem kom út í desember eru lög sem samin eru af öllum meðlimum hópsins. MYND/AÐSEND Bleikt og fallegt plötuumslagið gerði listamaðurinn Páll Ivan frá Eiðum. Orðagrínsaðdráttaraflið er ansi sterkt. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, stjúpmóðir, amma, langamma og langalangamma, Ingibjörg Guðmundsdóttir sjúkraliði, áður til heimilis að Brautarási 10, Reykjavík, lést á Hrafnistu Boðaþingi mánudaginn 8. febrúar. Útför hennar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Aðalsteinn Sigurgeirsson Lea Hjörbjörg Björnsdóttir Sigríður Sigurgeirsdóttir Ragnar Jónasson Hansína Sigurgeirsdóttir Þorkatla Sigurgeirsdóttir Jón Þórhallur Sigurðsson Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir Bergdís Ósk, Gunnlaugur og Heimir Sigmarsbörn barnabörn og aðrir afkomendur. Ástkær eiginmaður minn, elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, Stefán Árnason framhaldsskólakennari, Markarflöt 41, Garðabæ, lést af slysförum miðvikudaginn 17. febrúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 1. mars klukkan 13. Marsibil Ólafsdóttir Hrafnkell Tjörvi Stefánsson Vésteinn Stefánsson Kolbrún Hanna Jónasdóttir Bryndís Stefánsdóttir Jens Jónsson og barnabörn. Elsku eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir og mágur, Jón Ólafur Skarphéðinsson prófessor, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, fimmtudaginn 11. febrúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju 23. febrúar kl. 13. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu ættingjar og vinir, sem munu fá boð, viðstaddir. Útförinni verður streymt og má nálgast hlekkinn á mbl.is/andlat. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Landvernd, Votlendissjóð eða önnur félög sem standa að uppgræðslu landsins eða endurheimt votlendis. Hólmfríður Jónsdóttir Una Björk Jónsdóttir Ása Karen Jónsdóttir Halla Oddný Jónsdóttir Friðgeir Bjarni Skarphéðinsson Sigrún Rafnsdóttir Karl Skarphéðinsson Sara Gylfadóttir Hjálmar Skarphéðinsson Elín Ólafsdóttir Óskar Bjarni Skarphéðinsson Dóra Bergrún Ólafsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Signý Ósk Ólafsdóttir Kópavogsbraut 1a, Kópavogi, lést á líknardeildinni í Kópavogi 10. febrúar. Útförin fer fram frá Lindakirkju mánudaginn 22. febrúar kl. 15. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim er vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Ólafur Ragnar Elísson Hrafnhildur Bjarnadóttir Sæmundur Bjarni Elísson Kristinn Sigurður Jónsson Karen Mjöll Elísdóttir Rúnar Þór Björgvinsson Vilborg Elísdóttir Ómar Björn Jensson og ömmubörn. Amal Rún Qase lést laugardaginn 23. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hún var drottning. Skúli Isaaq Skúlason Qase. 1 9 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 F Ö S T U D A G U R12 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.