Fjarðarfréttir - 01.03.1983, Qupperneq 2
2
Fjarðarfréttir
MIKIÐ TILLÖGUFLÓÐ í BÆJARSTJÓRN
VIÐ AFGREIÐSLU FJÁRHAGSÁÆTLUNAR
— 32 tillögur voru lagðar fram
Við afgreiðslu fjárhagsácetlunar
1983 fyrir Hafnarfjarðarkaupstað
var lagður fram mikill fjöldi til-
lagna. Meirihluti bæjarstjórnar
lagðifram 13 tillögur en minnihlut-
inn 19. Margar þessara tillagna eru
athyglisverðar og verður hluti
þeirra birtur hér.
Leikvöllur í Hvömm-
um.
í fjárhagsáætlun er ráðstafað kr.
350.000 til byrjunarframkvæmda
við leikvöll í Hvömmum. Af þessu
tilefni samþykkir bæjarstjórn að
fela bæjarverkfræðingi að láta
undirbúa og byrja framkvæmdir á
þessu ári við gerð vallarins á leik-
vallarlóð við Starhvamm/Lækjar-
hvamm. Miða skal við það að fyrst
um sinn verði þetta opinn leikvöll-
ur, en mögulegt verði síðar að
breyta honum í gæsluvöll.
Lýsing við gang-
brautir.
Bæjarstjórn samþykkir að fela
Rafveitunni að kanna og gera til-
lögur á hvern hátt bæta megi lýs-
ingu við gangbrautir í bænum.
Framleiðslugjald
ÍSALS
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar mót-
mælir harðlega sífelldu óréttlæti
ríkisvaldsins hvað varðar hlutdeild
Hafnarfjarðar í framleiðslugjaldi
álversins í Straumsvík.
Skal sérstaklega vakin athygli á
þeirri aðför að ákveða einhliða, að
Hafnarfjörður skyldi taka þátt í
greiðslu kostnaðar vegna athug-
unar á starfsemi ÍSAL, án þess að
bærinn kæmi þar á nokkurn hátt
við sögu.
Ennfremur skal sú krafa ítrekuð
að nú þegar verði gengið til samn-
inga við Hafnarfjarðarbæ um
endurskoðun hlutdeildar bæjarins í
framleiðslugjaldi ÍSALS, en til
slíkra samninga er skylt að ganga
samkvæmt samningi milli Iðnaðar-
ráðuneytisins og bæjarstjórnar frá
maí 1976. Á þennan rétt Hafnar-
fjarðar hefur gróflega verið gengið
með því að sinna í litlu sem engu
kröfum um viðræður þar um.
Traust og öruggt at-
vinnulíf.
Traust og öruggt atvinnulíf er ein
meginundirstaða fyrir góðu bæjar-
félagi. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar
telur því skyldu sína að gera það
sem i hennar valdi stendur til þess
að stuðla að traustu og fjölbreyttu
atvinnulífi í bænum.
Bæjarstjórn lýsir yfir stuðningi
sínum við þá hugmynd sem kemur
fram í fundargerð atvinnumála-
nefndar bæjarins frá 26. janúnar
síðastliðnum um atvinnumálaráð-
stefnu í Hafnarfirði, þar sem farið
yrði yfir atvinnuþróun og atvinnu
horfur.
Bæjarstjórn feiur atvinnumála-
nefnd að sjá um undirbúning og
framkvæmd slíkrar ráðstefpu í sam-
ráði og samvinnu við verkalýðsfé-
lögin og atvinnurekendur hér í
bænum.
Sölu- og leiguíbúðir
fyrir aldraða.
Bæjarstjórn samþykkir að kjósa
þriggja manna nefnd til þess að
undirbúa byggingu á sölu- og leigu-
íbúðum fyrir aldraða á Ióð við Mið-
vang. Nefndin skal í upphafi gera
áætlun og drög að reglum um þjón-
ustu þá, sem veitt verður í húsinu,
rekstarform og fjármögnun.
Drög þessi verði lögð fyrir bæjar-
stjórn.
Málefni strætisvagna
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er
ljós nauðsyn þess að leiðir strætis-
vagna verði endurskoðaðar. Því
samþykkir bæjarstjórnin að taka
upp viðræður við Landleiði h/f,
bæði um bætt leiðakerfi innan
Hafnarfjarðar svo og að leiðum
strætisvagnanna innan Reykja-
víkur verði breytt á þann veg að
þær liggi nær athafnasvæðum og
strætisvagnaleiðum borgarinnar en
nú er. Jafnframt verði unnið að því
að fjölga biðskýlum á viðkomu-
stöðum, jafnt innan bæjarins sem
utan, og að kanna, hvort unnt er að
koma á samstarfi við strætisvagna
Reykjavíkur og Kópavogs um
notkun skiptimiða.
Fegrun miðbæjarins.
Bæjarstjórn fagnar hugmyndum,
sem fram koma í tillögu að mið-
bæjarskipulagi um fegrun mið-
bæjarins.
Bæjarstjórn samþykkir að láta
gera skipulagstillögu af Thorsplani,
sem miði að því að svæðið verði
fegrað og gert aðgengilegra til úti-
vistar fyrir bæjarbúa.
Þá er bæjarstjóra falið að taka
upp viðræður við eiganda lóðar-
innar, Landsbanka íslands, um
framkvæmdir þessar.
Einnig er samþykkt að fela
bæjarverkfræðingi að gera tillögu
um stað á miðbæjarsvæði, sem
komi til greina fyrir pall, sem not-
aður yrði til útihátíðahalda, tón-
leika og ýmissa sýninga.
Skólanesti
Það er viðurkennd staðreynd, að
hollt og gott skólanesti er mikil-
vægur þáttur til að stuðla að hreysti
og heilbrigði nemenda sem hafa
langan skóladag. Bæði Reykjavík
og Kópavogur hafa þegar gert til-
raunir til þess að leysa þessi mál
með viðunandi hætti fyrir nem-
endur.
Með tilliti til þessa felur bæjar-
stjórn Fræðsluráði Hafnarfjarðar
og fræðslustjóra að kynna sér þá
reynslu sem fengist hefur í þessum
málum í fyrrnefndum bæjarfélög-
um og kynna bæjarstjórn niður-
stöður þeirrar könnunar.
Það vekur œtíð nokkra athygli
hversu tillöguglaðir bœjarfulltrúar
eru við afbreiðslu fjárhagsáætlun-
ar. Stórum hluta tillagnanna var
vísað til bæjarráðs til frekari skoð-
unar og eins til samræmingar þar
sem tillögur meiri- og minnihluta
gengu í svipaða átt.
/--------------------------------\
Kaffi, smurt brauð og kökur.
Heitur matur í hádeginu.
Ö1 og sælgæti.
Opið frá kl. 7.00 - 19.00
mánudag til föstudaga.
HAFNARKAFFI
Vesturgötu 6,
sími 54242
Bílastöð Hafnarfjarðar óskar öllum
Hafnfirðingum gleðilegra páska.
Munið að hjá okkur er opið allan
sólarhringinn.
BILASTOÐ
HAFNARFJARÐAR
Reykjavíkurvegi 58
símar: 51666 - 51667
50888 - 50889
FJARÐARFRÉTTIR
t---------------------------------------------■>
Fjarðarfréttir
Ritstjóri og ábyrgðarmaöur:
Guðmundur Sveinsson, sími 51261
Útgáfuráð:
Ellert Borgar Þorvaldsson (s. 53454)
Guðmundur Sveinsson (s. 51261)
Rúnar Brynjólfsson (s. 51298)
Ljósmyndarar:
Arnar Halldórsson
Ellert Borgar
Jóhann G. Reynisson
Heimilisfang: Pósthólf 57, Hafnarfirði
VERSLUNIN
býður upp á fullkomna þjónustu,
mikið og gott úrval gleraugnaum-
gjarða.
Annast alla gleraugnaþjónustu, ný-
smíði sem viðgerðir
Hert öryggisgler á staðnum
Linsuvökvi fyrir flestar gerðir
contactlinsa
Flest resept afgreidd samdægurs.
Reynið viðskiptin
GLERAUGNAVERSLUNIN
AUGNSÝN
Reykjavíkurvegi 62
220 Hafnarfirði
sími 54789
Bílastillingar
með fullkomnustu
tækjum
Við yfirförum 15 atriði í vélastillingu
1. Skipt um kerti og platínur.
2. Mæld þjappa.
3. Stilltir ventlar.
4. Hreinsuð eða skipt um loftsíu.
5. Hreinsuð eða skipt um bensínsíu.
6. Hreinsuð geymasambönd.
7. Hreinsaður öndunarventill.
8. Athuguð og stillt viftureim.
9. Mældir kertaþræðir.
10. Mældur startari.
11. Mæld hleðsla.
12. Mældur rafgeymir.
13. Stilltur blöndungur og
kveikja.
14. Mæld nýtni á bensíni
íióíaÞess VÉLASTILLING SF.
P9 ..... Auðbrekku 51 inj m /%
Ijosastilling KóPav0gi. sími 4o140
l____________________________________
ÚTVEGSBANKANS
ÞU SAFNAR OG BANKINN EÆTIR VIÐ
o
-ONEITANLEGA
STÓR PLUS
Reykjavlkurvegi 60 — Hafnarfirði — Slmi 54400