Fjarðarfréttir - 01.03.1983, Síða 10
10
Fjarðarfréttir
LISTAVERK í VÍÐISTAÐAKIRKJU
Á SÝNINGU
AÐ KJARVALSSTÖÐUM.
Kirkjusmíði Víðistaðasóknar miðar vel áfram og verður hin veglegasta
bygging. Listamaðurinn Baltasar var fenginn til þess að gera freskumál-
verk á veggi kirkjunnar, samtals um 200 fm, og mun það vera stærsta lista-
verk í kirkju á íslandi. Hluti þessa verks er nú á sýningu að Kjarvalsstöðum
og hefur vakið mikla athygli og aðdáun.
Ættu Hafnfirðingar að leggja leið sína að Kjarvalsstöðum og sjá þetta
fagra listaverk sem prýða mun kirkju Víðistaðasóknar.
Myndin hér að ofan var nýlega tekin af Víðistaðakirkju í byggingu.
SJÁLFVIRKT BRUNA-
VARNARKERFI SETT
UPP í FJARÐAR-
KAUPUM
Bruninn mikli að Álafossi á dögun-
um leiðir hugann að því hvernig
brunavörnum er víða háttað hjá
fyrirtækjum hér í bæ.
Fjarðarfréttir ræddu þessi mál
fyrir rúmu ári og og kom þar fram
að víða væri pottur brotinn í þess-
um efnum.
Það er því ánægjulegt þegar
fyrirtæki taka myndarlega á
þessum málum og setja upp vandað
brunavarnakerfi.
Fjarðarkaup eru þessa dagana að
setja upp slíkt brunavarnakerfi og
mun það vera það eina sinnar
tegundar hér á landi ef undan er
skilinn Keflavíkurflugvöllur. Er
þetta vatnsúðun sem fer í gang við
visst hitastig. Þá er einnig sjálfvirkt
samband við slökkvistöð ef um
eldsvoða er að ræða.
FRUMLEGT NAFN — FJÖLBREYTT VÖRUVAL
Þær eru hressar og kátar stúlkurnar í Nafnlausu búðinni.
í desember tóku nýir eigendur
við rekstri verslunar þeirrar sem
áður hét Hafnarborg. Eru það
Ragnheiður Valdimarsdóttir og
Eggert Gunnarsson.
Segja má að nafn hinnar nýju
verslunar veki almenna athygli
vegna frumleika en hún heitir
Nafnlausa búðin.
Tíðindamaður Fjarðarfrétta brá
sér á staðinn fyrir skömmu. Öll er
verslunin hin viðkunnanlegasta og
er þar á boðstólum úrval af peys-
um, blússum, treflum, hönskum og
margt fleira. Einnig má nefna
snyrtivörur í úrvali fyrir dömur og
herra.
Nýkomnar eru í verslunina hand-
hægar rakvélar með rafhlöðum og
eru þær mjög hentugar bæði fyrir
dömur og herra. Eru þær fyrir-
ferðarlitlar, komast fyrir í vasa eða
handtösku. Ganga þær fyrir Sanyo
rafhlöðum og má þarna á staðnum
fá hleðslutæki fyrir þessar raf-
hlöður sem eru í þremur stærðum.
Má þar spara sér rafhlöðukaupin.
í versluninni er einnig ýmiss
konar gjafavara sem er mjög
hentug til fermingargjafa.
Fjarðarfréttir óska hinum nýju
eigendum til hamingju með versl-
unina og vona að hún megi
blómstra í framtíðinni.
NÝIR EIGENDUR MYNDRAMMANS
1. febrúar sl. tóku hjónin Elísa-
bet Ingibersdóttir og Rúnar
Karlsson við rekstri MYNDA-
RAMMANS SF. Þar munu þau
halda áfram hvers kyns inn-
römmun og selja auk þess
myndaramma og innrammaðar
myndir og málverk að ógleymd-
um korktöflunum vinsælu.
Fjarðarfréttir óska þeim hjón-
um til hamingju með fyrirtækið
og góðs gengis í framtíðinni.
Rúnar Karlsson í Myndarammanum.
HÁRGREIÐSLU-
OG SNYRTISTOFAN < ii—1-
Reykjavíkurvegi 68
Sími 51938
Fyrir fermingarnar:
Öll almenn snyrting Permanent
ATH: Hef nýlega tekið upp Klippingar ÍLP’’ MmínÆ
hinar vinsælu frönsku Litanir < 3 1Æ
MAKE-CIP vörur frá Blástur t; ”“3!
ORLANE. oq .4 J- jBí.
Einnig úrval af snyrti- Allt sem þú getur hugsað ^
vörum frá GERMAINE þér fyrir hár þitt á - * “ Jf
MONTEIL fermingardaginn / jjr'
EIGENDASKIPTI Á
VERSLUNINNI FRÍSTUND
Nýr eigandi, Guðrún Aðalsteins-
dóttir hefur tekið við versluninni
Fristund í verslunarmiðstöðinni við
Miðvang. í samtali við Fjarðar-
fréttir sagði Guðrún að verslunin
yrði rekin með svipuðum hætti og
áður, þ.e. seldi föndur- og gjafa-
vörur.
Páskalegt er nú I Frístund enda
setur páskaföndur sinn svip á
verslunina. Sýndi Guðrún blaða-
manni það sem versl. hefur upp á
að bjóða, m.a. túpupenna til mál-
unar á tau. Þessir Iitir eru þvottekta
og má nota á nánast hvaða efni sem
er. Selur verlsunin dúka, myndir og
straumynsturbækur fyrir þessa liti.
Þarna er líka að finna einfalt
tæki til glerskurðar, sem notað er
til að skreyta glös, vasa og annað úr
gleri.
Það má einnig nefna að verslunin
selur módellakk og glerliti að
ógleymdum fatalit, sem getur gert
snjáða flík sem nýja.
Að lokum gat Guðrún þess að
námskeið í hnýtingum, glerskurði
og glermálun hæfust nú eftir
páska.
Þú færð
permanentið
hjá okkur
Hárgreiðslustofan CARMEN
Miðvangi 41 sími 54250
1 Mjólkur- og nýlenduvörur,
2 tóbak, sælgæti, öl
r og gosdrykkir
Úrval af páskaeggjum
Gjörið svo vel og lítið inn
Opið til kl. 23.30 alla daga
OLLUBÚÐ
Suðurgötu 71 — Hafnarfirði — sími 51226
Mikið úrval af stereo ferðatækjum frá
Hitachi til fermingagjafa.
Verð frá 5.840-14.500
RADIORÖST Dalshrauni 13 sími 53181