Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1975, Blaðsíða 59
57
I. Arferði og almenn afkoma
Tíðarfarig var fremur óhagstætt nema sumarið á norðan- og austanverðu
landinu,og einnig var haustið hagstætt um allt land. Hiti var 0,7°
undir meðallagi. Sjávarhiti var rösklega 1/2° undir meðallagi sam-
kvæmt mælingum 6 stöðva. Úrkoma var 5% umfram meðallag. I Reykjavík
voru sólskinsstundir 1156 eða 93 færri en í meðalári. Á Akureyri mæld-
ust 1257 stundir, en það eru 295 stundir umfram meðallag,og þar hefur
ekkert ár verið jafn sólríkt frá upphafi mælinga 1928.
Veturinn (desember 1974 - mars 1975) var óhagstæður, einkum framan af.
Hiti var 1,1° undir meðallagi. Úrkoma var 93% af meðalúrkomu.
Vorið (apríl-maí) var fremur óhagstætt. Hiti var 0,5° undir meðallagi
Úrkoma var 5% innan við meðallag.
Sumarið (júní - september) var óhagstætt sunnanlands og vestan nema í
september, en norðanlands og austan var mjög góð tíð í júlí og ágúst.
Hiti var 1,3° undir meðallagi. Úrkoma var 11% umfram meðallag.
Haustið (október - nóvember) var hagstætt. Hiti var 0,3° yflr meðallagi
Úrkoma var 10% umfram meðallag.1)
Þróun efnahagsmála: Þjóðarframleiðslan árið 1975 varð um 4% minni en
á árinu 1974. Auk þess rýrnuðu viðskiptakjörin við útlönd - þ.e. kaup-
máttur útflutnings gagnvart innflutningi um 15%, eða sem nam 4% af
þjóðarframleiðslu fyrra árs. Þjóðartekjur í heild drógust því saman
um 8% á árinu 1975, að hálfu vegna framleiðsluminnkunar og að hálfu
vegna rýrnunar viðskiptakjara, en þjóðartekjur á mann urðu um 9% minni
en árið áður. Verðlag þjóðarframleiðslunnar hækkaði um rúmlega 40% á
árinu 1975. Var óbreytt frá árinu 1974. Framleiðsla sjávarafurða jókst
um 2,5%, en auk þess jókst framleiðsla iðnaðarvöru, annarrar en áls
og kísilgúrs, um 10^%. Framleiðsla £ öðrum greinum árið 1975 jókst
yfirleitt mun hægar eða varð minni en á árinu 1974. Þjóðarútgjöld eru
1) Tekið upp úr Veðyáttan, ársyfirliti sömdu af Veðurstofu íslands.