Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1975, Blaðsíða 124
DAGVISTUNARHEIMILI FYRIR VANGEFNA
Reykjavík. Á dagvistunarheimili Styrktarfélags vangefinna(Lyngás og
Bjarkaras) komu 86 börn, en dvalardagar voru 22Ö90.
Akureyri. Á SÓIborg voru í dagvistun 10 börn, en dvalardagar voru
2347.
LYFJAEFTIRLIT RÍKISINS
Lyfjabúgir. 1 árslok voru lyfjabúðir alls 32 að tölu, og var venjulegt
eftirlit gert í 18 þeirra. Ennfremur var gert eftirlit í nokkrum lyfja
útsölum, sem starfa samkvæmt 44. gr. lyfsölulaga nr. 30/1963. Ný lyfja
búð, Apótek Blönduóss, hóf starfsemi sína í ársbyrjun.
Fjöldi starfsmanna í lyfjabúðum var:
Lyfjafræðingar (cand.pharm.), þar með taldir lyfsalar ...... 50
Áðstoðarlyfjafræðingar (exam.pharm.) ....................... 33
Afgreiðslu- og aðstoðarfólk ............................. um 240
Lyfjasölur héraðslækna. Eftirlitsmaður skoðaði lyfjasölur héraðslækna
á 10 stöðum.
Lyfjageymslur sjúkrahúsa. Skoðaðar voru lyfjageymslur 8 sjúkrahúsa.
Var sammerkt með þeim öllum,að mikið magn fyrndra lyfja fannstí sjúkra-
húsunum.
Lyfjagerðir og heildsölur. Eftirlitsmaður heimsótti 5 lyfjagerðir og
heildsölur.
Fjöldi starfsmanna í lyfjagerðum og lyfjaheildsölum var:
Lyfjafræðingar (cand.pharm.) ...... 17
Aðstoðarlyfjafræðingar (exam.pharm.) 4
Annað starfslið ................. um 130
Við framkvæmdaeftirlit í lyfjagerðum og lyfjabúðum var megináhersla
lögð á að hrinda í framkvæmd grundvallarstöðlum góðra framleiðsluhátta
í lyfjagerð, en staðlar þeir tóku gildi 1. janúar 1975. Athugun var
gerð á framleiðslu einnar töflutegundar til að kanna framleiðsluhætti,
og var tekin til athugunar framleiðsla penicillintaflna, en tiltölulega
auðvelt er að greina penicillinmengun í efni. Niðurstaðan var sú, að í
flestum tilvikum þurfti endurbóta við í framleiðsluháttum vegna mengun-
ar af penicillini í öðrum töflutegundum.
Fjöldi lyfjaávísana og velta lyfjabúða. Lyfjaverðlagsnefnd safnaði að
venju skýrslum um rekstrarafkomu lyfjabúða árið 1975. Alls bárust